Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2013

The Cuckoo´s Calling

Alltaf er gaman ađ fylgjast međ bókaútgáfu, ekki síst ţegar nýir áhugaverđir höfundar birtast. Eitthvađ nýtt er sífellt ađ gerast.

Fyrsta verk höfundar er oft skrifađ af ástríđu, eldmóđ og ţrá. Ekki endilega ţrá eftir frćgđ og frama, heldur er oft um einskonar persónulega opinberun ađ rćđa. Bókin hefur oftar en ekki orđiđ til međ einstaklingnum á löngum tíma og orđiđ til af ţörfinni fyrir ađ skapa og tjá sig.

Nýútkomin skáldsaga „The Cuckoo´s Calling“ hjá Little Brown bókaforlaginu í Bretlandi vekur athygli lesenda um ţessar mundir og sker sig úr á ýmsan hátt. Little Brown er virt bókaforlag og ţekkt fyrir margt annađ en ađ gefa út byrjendaverk. Robert Galbraith er sagđur höfundur bókarinnar.

Ţađ vakti athygli lesenda ađ bókin bar ekki međ sér byrjendabrag sem menn ţykjast oftast merkja. Getgátur fóru fljótt á kreik um hver ţessi Galbraith vćri í raun, ţví ekki steig hann fram í eigin persónu. Sumir höfundar kjósa ađ gera ţađ ekki, ţví vissulega er ţađ berskjöldun ţegar fyrsta listaverk er komiđ fyrir almannasjónir.

Betri viđtökur í gervi karlmanns?

Í ljós kom ađ höfundurinn var kona, reyndur barnabókahöfundur, engin önnur en J.K.Rowling sem skrifađi bćkurnar um Harry Potter. Hún vildi láta lesendur meta ţetta nýja verk sitt sem er skrifađ fyrir fullorđna, án tengingar viđ barnabćkurnar.

Ţađ virđist athyglisvert ađ Rowling valdi karlkyns sjálfsmynd fyrir dulnefni nýju bókarinnar.

Mér varđ hugsađ til kvenrithöfunda á nítjándu öld og í byrjun ţeirrar tuttugustu, sem gáfu bókum sínum karlkyns höfundanöfn, til ţess í fyrsta lagi ađ fá ţćr útgefnar og í öđru lagi, til ađ ţćr seldust. Sumar völdu ţćr svo ađ skrifa undir sínu rétta nafni ţegar ţćr höfđu öđlast viđurkenningu. Ţađ er ekki lengra síđan, ađ ritvöllur skáldsagna var vettvangur karlmanna.    

Frćgasti samtímahöfundur kvenkyns og söluhćsti rithöfundur allra tíma, velur sömu leiđ og konur völdu fyrir hálfri annarri öld, til ađ láta heiminn meta ţetta nýja verk sitt ađ verđleikum.

Margir rithöfundar hefja feril sinn sem barnabókahöfundar. Í augnablikinu dettur mér í hug Isabel Allende, Herman Koch, Yrsa Sigurđardóttir.

Ţađ eru gömul sannindi og ný ađ barnabókarhöfundar eiga oft í miklum vandrćđum međ ađ öđlast viđurkenningu í flokki fullorđinna.

J K Rowling tengja allir viđ Harry Potter bćkurnar og hafa ţví fyrirfram mótađa skođun á skrifum hennar. Mér fannst skemmtilegt ađ Rowling skyldi velja ţessa leiđ á nýjum ritvelli. Ţađ er gaman ađ ţví líka ađ sannleikurinn skyldi koma svo fljótt í ljós.

J K Rowling er ađ sanna sig enn á ný sem sterkur rithöfundur. Í framhaldinu verđur virkilega áhugavert ađ fylgjast međ verkum hennar. Little Brown hefur bođađ útkomu nćstu bókar frá henni, nćsta sumar.      


 

the-cuckoo_s-calling.jpg

.

.

Fyrir ţá sem ekki ţekkja feril höfundarins J K Rowling lćt ég fylgja til gamans fyrirlestur sem hún flutti áriđ 2008 fyrir útskriftarnemendur hjá Harward:

http://www.youtube.com/watch?v=wHGqp8lz36c


Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband