Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Herman Koch og Kvöldverđurinn

hermankoch

Mig langar til ađ fjalla stuttlega um hollenska rithöfundinn Herman Koch. Hann er sannarlega einn sá athyglisverđasti sem rekiđ hefur á mínar fjörur allra síđustu misserin.

Herman Koch var fćddur í Arnhem áriđ 1953.

Frumraun hans í bókmenntum kom út áriđ 1985. Ţađ var sögusafn sem kallast 'De voorbijganger' (Vegfarandinn).

Fjórum árum síđar gaf hann út "Red ons, Maria Montinelli" (Frelsa oss, Maria Montinelli).  Sagan var byggđ á reynslu hans af skólagöngu í Amsterdam. Bókin varđ geysivinsćl.

Áriđ 2009 kom út sú einstaka saga sem ég ćtla ađ fjalla um hér, Kvöldverđurinn. Ţessi bók gerđi Herman Koch ađ einum helsta metsöluhöfundi Evrópu.

 

 

Kvöldverđurinn_Herman Koch

Kvöldverđurinn.

Hvađ myndum viđ ganga langt til verja börnin okkar?

 

Sagan hefst međ drykk og dökkum húmor.

Paul Lohman er atvinnulaus kennari, bróđir hans Serge sem er í kosningabaráttu,stefnir á ađ verđa nćsti forsćtisráđherra Hollands. Brćđurnir og eiginkonur ţeirra, Claire og Babette eru mćtt til ađ borđa saman kvöldverđ á glćsilegum veitingastađ.

Ţau spjalla um kvikmyndir, sumarleyfi.. á yfirborđinu virđist allt slétt og fellt. En mikiđ hvílir á ţeim. Sameiginlegar áhyggjur af 15 ára gömlum sonum beggja hjónanna. Ţeir hafa framiđ hrćđilegan glćp sem skekur samfélagiđ. Vođaverkiđ náđist á myndband öryggismyndavélar og er sýnt í kvöldfréttunum. Ađeins foreldrarnir vita hverjir hinir seku eru – enn sem komiđ er.

Eiga ţau ađ horfast í augu viđ vođaverkiđ, fara ađ lögum um ofbeldi og kalla drengina til ábyrgđar? Eđa eiga ţau ađ vernda synina og orđspor fjölskyldunnar hvađ sem ţađ kostar?

__ _

 

Í formi og framgangi sögunnar fer höfundurinn óvenjulega leiđ. Andstćđur blasa viđ, fallegt veitingahús, glćsileg óađfinnanleg máltíđ annarsvegar og hinsvegar hiđ dökka, vitneskjan um hryllilegan glćp sonanna.

Lífshlaupiđ er ósjálfrátt skođađ eins og verđa vill ţegar fólk stendur frammi fyrir alvarlegum áföllum.

- Ţví er stillt upp međ minningarbrotum, yfir fimm rétta kvöldverđi. Einn réttur af öđrum, fallega fram borinn, međ góđum hléum á milli. Kvöldverđur bíđur, hann kólnar smám saman. En sumir réttir eiga ađ vera kaldir.

Ţessi uppbygging sögunnar er myndrćn og ađgengileg. Nćstum eins og kvikmyndahandrit.

Bókin flokkast ekki sem glćpasaga ţó hún sé saga um glćp. Sagan fjallar um gjald hamingjunnar. Um siđleysi og ţá fyrst og fremst siđleysi međal vel stćđra vesturlandabúa.

Nćrvera stjórnmálamannsins er táknmynd yfirborđsmennsku og sjálfselsku. Hann brosir stöđugt ţegar hann heldur fólk horfa á sig, án ţess ađ brosiđ nái til augnanna.

Sagan er sögđ af hinum bróđurnum, ţeim sem lifir hinu "fullkomna" fjölskyldulífi. Smám saman kemur ţó í ljós ađ hann er ofbeldisfullur, og ţađ hefur valdiđ ţví ađ hann getur ekki lengur sinnt starfi sínu sem sögukennari. 

Allir hafa eitthvađ ađ fela.

 

Rithöfundurinn nánast krefst ţess af lesandanum ađ hann taki afstöđu. Einn kafli í bókinni er ţađ ágengur ađ höfundinum var ráđlagt af ţeim sem hann valdi til ađ lesa handritiđ yfir, áđur en sagan fór í útgáfu, ađ fella kaflann út. Ţađ fullvissađi Herman Koch um ađ kaflinn skyldi vera.

 

Herman Koch1 (1)

Herman Koch er beittur rithöfundur. Hann ýtir viđ lesendum sínum međ áleitnum spurningum um lífstíl nútímafólks á vesturlöndum, ást og fjölskyldu, siđferđi og ábyrgđ.

Höfundurinn lćtur engan ósnortinn. Jafnvel ţeir sem ekki hrífast af satíru lesa hann samt til enda. Sagan er ögrandi og ákaflega dökk.

Einhver orđađi ţađ svo ađ ţessi skáldsaga taki lesandann hálstaki og sleppi ekki.

.


Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband