Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2010

Mér finnst rigningin góđ

Í vorverkunum í garđinum:

Bćn garđyrkjumannsins

Ó himnafađir, sendu okkur nú dálítiđ regn á hverjum degi. Til dćmis frá lágnćtti og fram um óttu, en mundu ađ ţađ verđur ađ vera hćgt og milt regn, sem síast jafnt ađ rótum plantnanna. Láttu ţó ekki rigna á glitbera, skrautnál, sólfífil, lafvendil og öll hin blómin, sem ţú veist af alvisku ţinni ađ ekki ţola mikla vćtu - ég skal skrifa ţau helstu upp á blađ, ef ţú vilt.

Láttu svo sólina skína á jörđina á daginn, en ţó ekki alls stađar jafnt, til dćmis ekki á kvistina, maríuvendina, kínaliljurnar og alparósirnar, sem ţú veist ađ kunna best nokkrum raka í loftinu og dögg á nóttunni, en hvassviđri má alls ekki koma.

Gefđu ađ mikiđ verđi af ánamöđkum, en alls engar blađlýs og sniglar og ekki heldur mygla. Mćtti svo falla frá himnum, svo sem einu sinni í viku, ţunnt mykjuvatn eđa fulgladrit.

Amen.


Ţetta unga fólk nú til dags

Unglingar nú á dögum sýna enga kurteisi, hnussađi í eldri manni í strćtisvagni.

Mér finnst ađ ţú eigir ekki ađ ergja ţig yfir ţessu, sagđi mađurinn viđ hliđ hans í vagninum.  Stóđ ekki ungur mađur upp fyrir ţér ţegar ţú komst inn í vagninn svo ţú gćtir setiđ makindarlega alla leiđina ?

Jú, ađ vísu, sagđi sá óánćgđi,- en konan mín varđ ađ standa.


Erkifjendur sćnga

Ég starfađi hjá spćnska flugfélaginu Iberia í 3 ár   ...í gamla daga. 

Í fréttinni hér neđantil er fjallađ um ađ Breska flugfélagiđ British Airways og Iberia hafi gert samkomulag um samruna. Tilgangurinn er ađ stofna flugfélag sem verđi í forystu í Evrópu.

Mér varđ hugsađ til míns Iberia-tíma einmitt nýveriđ ţegar ég fór í gegnum gamlar myndir. Ţađ átti ađ heita tiltekt og flokkun til undirbúnings fyrir skönnun og enn betri vistun. Skókassar hafa hingađ til veriđ mín myndageymsla. Konan var sem sagt ađ ljúka enn einu ljósmyndanámskeiđinu í vetur og uppátćkiđ sjálfsagt framhald af ţví. Lítiđ varđ reyndar úr verki ţví margt skemmtilegt valt upp úr skókössunum sem gaman var ađ staldra viđ og rifja upp. Sumt hafđi ég ekki skođađ í fjölda ára. Ţar á međal voru myndir frá "ferđaţjónustutímabili" lífs míns.

Ríkisstyrkt flugfélög voru lengi vel eins konar ţjóđartákn, skrautfjöđur eđa óskabörn ţeirra ţjóđa sem ţau tilheyrđu.  Sabena, Swissair, Austrian Airlines, Alitalia, Olympic Airways, Iberia, SAS, British Airways, Air France, Lufthansa. Mađur hélt ţessa glćsilegu ósigrandi fáka háloftanna verđa til stađar ađ eilífu eđa ţar um bil. :)

Miklar sviptingar í resktri flugfélaga hafa orđiđ síđustu 10 - 15 árin. Amerísku flugfélögin byrjuđu mun fyrr en ţau evrópsku ađ sameinast/yfirtaka hvert annađ til hagrćđingar í rekstri. Líklega voru ţađ ríkisstyrktu flugfélögin í Evrópu sem síđust lögđu upp laupana gegn sífellt harđara samkeppnisumhverfi, lćgri fargjöldum og hćrra olíuverđi. (Ekki voru ţađ launagreiđslur starfsmanna sem sliguđu reksturinn frekar en nú er í ferđaţjónustu). Ríkiskassar ýmissa landa hafa stađiđ undir margbreytilegum rekstri...Bandit 

Á MÍNUM Iberia árum hefđi samruni međ öđru félagi og allrasíst ţví breska ţótt algjörlega óhugsandi. VIĐ (Iberia) vorum ţjóđarsál Spánar fannst okkur. Tjallinn hefur jú ekki veriđ Evrópubúi no 1 á visćldalistum spánverja.Wink

En, svona getur neyđin kennt  - stundum.


mbl.is BA og Iberia í eina sćng
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heiđarlegt innlegg

Ingibjörg Sólrún

Ađ gangast viđ mistökum og sjá sína eigin ábyrgđ, er stórmannlegt.

Ingibjörg Sólrún á ţakkir skildar fyrir sitt heiđarlega innlegg í ţađ uppgjör sem nú er framundan. 


mbl.is „Mér finnst ég hafa brugđist“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Leshringurinn tekur sumarfrí

finley-parkSćl öll.
Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson var síđasta bókin sem hópurinn tekur fyrir sameiginlega í vetur.

Sjálf ćtla ég nćst ađ lesa Sumariđ og svo kemur nóttin eftir ţennan sama höfund. Hrönn var ađ mćla međ ţeirri bók. Bókmenntaverđlaunin fékk hún á sínum tíma en međmćli Hrannar vega ţyngra á mínum kaliber. Joyful

Viđ byrjum svo aftur í haust og ég held áfram..., mun senda á ykkur email ţegar ţar ađ kemur, til ađ hnippa í ţá sem vonandi vilja vera međ.

Takk fyrir áhugaverđ og frábćr samskipti í vetur. InLove

Njótiđ sumarsins.


Voriđ er komiđ

Krókusarnir eru komnir upp í garđinum heima hjá mér og brosa til heimsins.

Heiđlóan er komin til Vestfjarđa, í fyrradag sáust nokkrar í Önundarfirđi og í Dýrafirđi.

Ţrátt fyrir allt og alllt....,

ţá er allvega voriđ komiđ og viđ getum öll glađst yfir ţví.  HappyWizard


mbl.is Lóan komin til Vestfjarđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gerpla fćr nýjan sess - gott leikhús

Gerpla eftir Halldór Kiljan Laxnes er nú í fyrsta sinn í leikhúsi. Ţetta meistaraverk Nóbelskáldsins hefur aldrei áđur veriđ sett á sviđ. 

Sagan gerist á mínum ćskuslóđum. Sem unglingur var ég látin lesa Gerplu í skóla. Ég hóf lesturinn af áhuga sem dvínađi fljótt. Harmsaga vonleysis og vondra örlaga náđi ekki ađ fanga huga unglingsins. Snilld höfundarins og málfariđ sem honum tókst ađ skapa fór fyrir ofan garđ og neđan hjá krakkagerpinu. 

gerpla2

Nú hefur Gerpla öđlast alveg nýjan sess!  Ég fór ađ sjá sýningu Ţjóđleikhússins á dögunum og naut virkilega góđs leikhúskvölds. 

Mig langar til ađ mćla eindregiđ međ sýningunni. Wizard  

Rangsnúin hetjuharmsaga

Gerpla kom út áriđ 1952. Sagan gerist á 11. öld ţegar tveir vestfirskir garpar sverjast í fóstbrćđralag ađ fornum siđ. Ţorgeir Hávarsson er vígreifur kappi sem vill heldur herja en hokra. "Hann brosti ţví ađeins ađ honum vćri víg í hug ellegar nokkurt annađ stórvirki". Ţormóđur Bessason er hćglátt skáld sem ann konum og hetjum meir; međan hann situr heima í friđi fer Ţorgeir í víking og finnur sér kóng ađ berjast fyrir en lćtur ađ lokum líf sitt. Ţá er skáldiđ skyldugt ađ halda af stađ og hefna fóstbróđur síns og yrkja kóngi hans dýr kvćđi.

Gerplu má kalla rangsnúna hetjuharmsögu. Hún er í sögualdarstíl en hetjurnar fallnar af stalli. Sagan er margrćđ og beitt háđsádeila á stríđsrekstur og hetjudýrkun ađ fornu og nýju – en ekki síđur á ţá sem fylgja í blindni leiđtoga eđa hugsjón og fórna allri mennsku fyrir ímyndađa dýrđ.

Einvala liđ

Leikgerđin er í höndum Baltasar Kormáks og Ólafs Egils Egilssonar, unnin í samvinnu viđ ţađ einvala liđ sem leikhópurinn er!  

Baltasar Kormákur hefur á undanförnum árum sett upp frábćrar sýningar í Ţjóđleikhúsinu. Ţar hefur hann tekiđ vinsćl og virt skáldverk, hrist upp í ţeim á skemmtilegan hátt og lađađ fram ţađ besta úr hverju verki. Útkoman er yfirleitt frumleg og ögrandi túlkun. 

Hópnum hefur tekist ađ gera ţessa sýningu í senn sprellfjöruga og bráđfyndna á köflum. Hér er hörđ ofbeldis- og stríđsádeila, óvćgiđ uppgjör viđ hetjudýrkun og mikilmennskuhugmyndir á öllum tímum. 

Í hlutverkum  

Međ hlutverk fóstbrćđranna Ţorgeirs Hávarssonar og Ţormóđs Kolbrúnarskálds fara tveir ţekktir leikarar af yngri kynslóđinni, ţeir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Björn Thors. Einn af mínum uppáhaldsleikurum Ólafur Darri Ólafsson er ekki síđur ţungamiđja í sýningunni og ber hana uppi ásamt Ilmi Kristjánsdóttur og Ólafíu Hrönn. Öll eiga ţau frábćran leik. Mér ţótti líka gaman ađ sjá glćnýtt og efnilegt fólk..., Stefán Hall Stefánsson.

Vel valin tónlist

Í sýningunni flytur leikhópurinn nokkur ţekkt sönglög sem eru skemmtilega valin og passa inn í sýninguna eins og ţau hafi aldrei veriđ samin af öđru tilefni :) Ég er kominn heim eftir Kalmann sem er eitt af mínum uppáhalds sönglögum, Stuđmannalagiđ Íslenskir karlmenn, Pínulítill kall  -Ţursaflokkurinn og Stolt siglir fleyiđ mitt eftir Gylfa Ćgisson. Wink

Búningar og sviđsmynd,  frumleg og listrćn upplifun

Samspil búningahönnunar Helgu I Stefánsdóttur og leikmynd Grétars Reynissonar er frumleg og listrćn upplifun sem lyftir sýningunni um mörg ţrep.

InLove


Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband