Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2009

Örţreytt Spaugstofa hvetur til skemmdarverka

Spaugstofan hóf göngu sína ađ nýju á laugardaginn. Stundum er sagt ađ fátt sé eins ófyndiđ eins og pćlingar fólks um hvađ sé fyndiđ. Nú ćtla ég ekkert ađ vera fyndin en langar ađeins til ađ velta ţví upp hér hvađ sé fyndiđ.

Hvađ ER fyndiđ?

Sá sem semur efniđ veit hvađ hann var ađ pćla. Síđan er ţađ bćđi menningarbundiđ og ekki síst persónubundiđ hvađ skilar sér til áhorfandans sem fyndni.  Húmor er mikilvćgt verkfćri og getur veriđ beitt vopn sem hefur oft meiri áhrif en annađ tjáningarform. 

Hjá RÚV hefur lengi veriđ ákveđiđ tregđulögmál viđ líđi. Framhaldsţáttur sem einu sinni kemst á dagskrá hefur tilhneigingu til ađ hverfa ţađan ekki hvort sem vinsćldir hans hverfa eđa ekki.  

Hingađ til hef ég haldiđ ađ Spaugstofunni vćri ćtlađ ađ skemmta fólki.  Á vef RÚV segir í dag ađ Spaugstofan "muni verđa óţreytandi í ţví ađ finna fleti á samfélagi okkar sem gćtu nýst til ađ lyfta brá og koma brosi á vör". Ţáttur Spaugstofunnar á laugardaginn var fyrsti ţáttur eftir sumarfrí. Sumariđ var atburđaríkt međ eindćmum í íslensku samfélagi og af nógu ađ taka fyrir ţá sem vilja spauga međ samfélagsmál.

Ţessi fyrsti ţáttur eftir frí hófst međ löngum kafla ţar sem birtar voru myndir af nokkrum íslendingum, svokölluđum útrásarvíkingum og síđan var skvett yfir myndirnar rauđlituđum vökva.

Var ţetta fyndiđ?

Mér fannst Spaugstofan ţarna einfaldlega hvetja til skemmdarverka og ţađ átti ađ vera fyndiđ.

Skemmdarverk eru afbrot. Ţađ er upplausnarástand í landinu og ţađ er ábyrgđarhluti ađ hvetja til slíks. Ţađ er bćđi rangt og hćttulegt ađ tala ţađ upp í fólki ađ sjálfsagt sé ađ ganga berseksgang - BARA af ţví einhvern langar til ţess ţá stundina! Ekki í neinum tilvikum er ţađ afsakanlegt ađ leggja stund á yfirgang af ţví tagi. Hafa ber í huga ađ hinir svokölluđu útrásarvíkingar eiga fjölskyldur, ţađ búa börn í flestum ţeim húsum sem veriđ er ađ stunda skemmdarverk á. Ţađ skiptir máli ađ ţessir menn hafa ekki enn veriđ dćmdir og ađ saklaus er hver ţar til sekt er sönnuđ.  


Leshringur - nú veljum viđ lesefni nćstu mánađa

bćkur

 

Kćru félagar í Leshring.

Ég vona ađ ţiđ hafiđ öll notiđ sumarsins vel.  

 

Ţá er komiđ ađ ţriđja starfsári Leshringsins á Moggablogginu og vali lesefnis fyrir nćstu mánuđi. Viđ tökum fyrir eina bók í mánuđi. Mig langar til ađ biđja ykkur ađ senda mér ţrjár tillögur ađ lesefni, bókatitil og höfund. Mig langar til ađ biđja ykkur ađ velja sem fjölbreyttast lesefni. Í fyrravetur vorum viđ komin inn á ţá braut ađ fátt annađ en glćpasögur var um ađ velja á listanum okkar. Ţó glćpasögur séu í tísku bćđi hjá útgefendum og hjá hinum almenna lesanda eru bara svo mörg önnur skálverk áhugaverđ. Fyrir alla muni breikkum okkar val!  

Mig langar einnig ađ takmarka val lesefnis viđ ca 200 síđna bćkur til ađ sem flestir sjái sér fćrt ađ vera međ. Sumum finnst ţađ kannski í of mikiđ ráđist en mín reynsla er sú ađ ţetta getur hentađ flestum. Ef ţiđ viljiđ hafa annađ fyrirkomulag ţá endilega sendiđ mér línu um ţađ og látiđ mig vita. Ţeir sem lesa mikiđ meira en ţetta eru hvort eđ er međ svo margt annađ í takinu ađ ţá munar ekkert um ađ skjóta einni og einni Leshringsbók inn á milli ;)

Hlakka til ađ heyra frá ykkur.


Ţín uppáhalds bók

null 

 Hvađa bók hefur orđiđ ţín no 1 uppáhalds bók alla tíđ ?


Íslenskir hönnuđir og alţjóđleg fjöldaframleiđsla

Íslenskir hönnuđir standa vel í verđsamanburđi.

Ég átti leiđ um eina af verslunarmiđstöđvum borgarinnar á dögunum.  Ţar blasti viđ mér hve mínar íslensku launakrónur eru lítils virđi núorđiđ ţegar kemur ađ innfluttum varningi. Í stórmarkađi sem selur fatnađ í miđlungs gćđaflokki kostar "ný vara" allt annađ og mikiđ meira en sambćrileg vara kostađi í sömu verslun fyrir hálfu ári síđan. Einföld og látlaus bómullarblússa kostar tćpar 8 ţús krónur sem hefđi kostađ um 5 ţús kr snemma í vor. 

GuStdesigners02

Mér varđ hugsađ til okkar ungu og glćsilegu fatahönnuđa sem eru ađ bjóđa sína vöru í litlum sćtum verslunum viđ Laugaveginn, Skólavörđustíg og víđar.

GuStdesigners01GuSt, Birna, ELM, Spaksmannsspjarir, Rósa, Hanna, Icelandic Design og fleiri vandađir og flottir hönnuđir. 

Ţađ er í raun tiltölulega lítill munur í verđi á annarsvegar fallegri og vandađri vöru hjá flottum íslenskum hönnuđum og ţessum einföldu og látlausu flíkum sem fjöldaframleiddar eru fyrir fjölţjóđaleg fyrirtćki og fást hvar sem er í heiminum liggur mér viđ ađ segja á mun lćgra verđi en hér.


Hvađ er ódýrt í kreppunni

latteBćkur hafa nánast ekki hćkkađ í verđi í krónum taliđ síđan áriđ 2000!  en bćkur voru reyndar orđnar óskaplega dýrar í samanburđi viđ margt annađ.

Í uppáhalds bókabúđinni minni var mér sagt núna í hádeginu ađ sala á kiljum sem fólk virđist ađallega kaupa til eigin nota hafi aukist verulega undanfarin ár og gengiđ sérstaklega vel núna í sumar. 


mbl.is Bćkur rokseljast í kreppunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Námslán eru ekki styrkir

Í umrćđu síđustu vikna í fjölmiđlum um framfćrslukostnađ nemenda sem eru međ lánafyrirgreiđslu hjá Lánasjóđi íslenskra námsmanna hefur mátt skilja ađ valkostir ungs fólks sem vill stunda nám séu ţeir helstir ađ vera annarsvegar međ atvinnuleysisbćtur eđa hinsvegar ađ lifa á námslánum. Eins og málum var háttađ í framfćrsluviđmiđum lánasjóđsins var komin upp sú stađa ađ atvinnuleysisbćtur "kćmu betur út". 

Í allri ţessari umrćđu hef ég saknađ ţess ađ gerđur sé skýr greinarmunur á ţessu tvennu en sá greinarmunur skiptir bćđi nemendur og skattgreiđendur ţessa lands verulegu máli. 

Greiđslur úr lánasjóđnum eru lán! Fólk gerir samning viđ lánasjóđinn skv ákveđnum forsendum um námsárangur. Ađeins ţeir sem eru virkir og eru ađ sinna sínu námi geta notiđ lánafyrirgreiđslunnar. Námslán eru ţví ekki greidd til ţeirra sem eru "iđjulausir".

Ađ loknu námi greiđir nemandinn tilbaka lán sín ađ fullu og endurgreiđsla er ţá í hlutfalli viđ tekjur.  

Atvinnuleysisbćtur eru hinsvegar styrkir og endurgreiđast ekki ţó hagur einstaklingsins vćnkist síđar. Ţađ eru skattgreiđendur ţessa lands sem standa undir ţessum styrkjum til samborgara sinna.


mbl.is Hćkkuđ framfćrsla LÍN
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Garđbekkir í borgarlandinu: hagnýti og augnayndi

finley-parkEitt af ţví sem er nauđsynlegt ađ kunna er ađ gera ekki neitt. Ţađ er hverjum manni hollt ađ geta slakađ vel á. Slökun er kennd já hún er kennd á rándýrum námskeiđum en sum okkar förum akandi langar vegalengdir stundum í miklum flýti til ađ mćta á réttum tíma til ađ lćra ađ slaka á.

Eftir annasaman dag kýs ég helst ađ fara í langan góđan göngutúr sem er óbrigđul slökunarađferđ. Öđrum finnst gott ađ mćta í sund eđa í rćktina, púla og svitna vel, enn ađrir kjósa t d ađ dunda sér í rólegheitum viđ matargerđ, hlusta á tónlist eđa lesa.   

Í göngutúrunum upplifir mađur umhverfi sitt á annan hátt heldur en í bíl.  Ţegar fallegt veđur er langar mann iđulega til ađ setjast niđur  reka nefiđ upp mót sólu og hlusta á fuglana um stund og njóta útsýnisins. Alltof sjaldan eru garđbekkir sjáanlegir í námunda viđ hinar hefđbundnu gönguleiđir innan borgarinnar.

Garđbekkjum fylgir almennt fegurđ finnst mér, rómantísk stemning og friđsamt yfirbragđ stóískrar rósemi sem viđ eigum alltof lítiđ af í okkar ofurhrađa samfélagi. Sumt eldra fólk velur sér gönguleiđir einmitt međ tiliti til ţess hvar er hćgt ađ hvílast viđ og viđ án ţess ađ ţurfa ađ leggjast í jörđina.

Garđbekkir eru ódýr ţjónusta viđ borgarbúa og ţörfin fyrir hana virđist hafa veriđ vanmetin.

Víđa erlendis, ekki síst í Suđur Englandi hef ég séđ slíka garđbekki sem gefnir hafa veriđ af einkaađilum. Ţeir eru ţá merktir međ litlum skildi međ áritun á. Stundum er ţađ í minningu látins maka sem vaniđ hefur komur sínar á viđkomandi gönguleiđ eđa almenningsgarđ eđa einfaldlega ţakkir til umhverfisins frá einstaklingum sem hafa notiđ dvalar um sinn t d vegna heilsubótar.  

Í Borgarnesi hef ég séđ bekki í almenningsgarđi sem merktir eru sem gjöf frá einkaađilum svo fordćmi eru fyrir hendi á Íslandi. Fyrir nokkrum dögum birtist tilkynning í Fréttablađinu frá hverfaráđi Vesturbćjar ţar sem sagt er frá áskorun til stjórnenda hjá borginni ađ fjölga bekkjum viđ geysivinsćla gönguleiđ á Ćgisíđu. 

DUB_StephensGreenNýjung hjá Reykjavíkurborg

Nú liggur tillaga fyrir umhverfisráđi Reykjavíkurborgar um ađ bjóđa svipađ og mađur sér víđa á heimasíđum borga ţar sem hćgt er ađ kaupa bekk eđa tré eftir ákveđinni forskrift.

Ađ öllum líkindum verđur ţetta mögulegt á nćstu vikum sem tilbúin "vara" hér í Reykjavík.

HavanaCubaParqueJohnLennon

Garđbekkir hafa orđiđ mörgum listamanninum tilefni til hugarsmíđar af ýmsu tagi. 

Flottur skúlptúr á garđbekk er augnakonfekt og ekki verra ef smá húmor fylgir međ í myndlistinni sbr myndina hér til hliđar af John Lennon. Sjaldnast eru ţađ mótív af konum sem sitja á bekk, kannski hefur ţađ međ ađ gera gömul viđhorf til siđprýđi. Kona situr/sat venjulega ekki langtímum saman á bekk nema ađ hún vćri í besta falli ađ bíđa eftir strćtó. Guđ forđi oss konum frá ţví ađ gefa umhverfinu röng skilabođ í ţeim efnum :-) og fćstir virđast búast viđ ađ kona sitji til ţess eins ađ hvíla lúin bein eftir göngu eđa sitji bara til ađ gera ekki neitt (eins og hún lćrđi á rándýra námskeiđinu sínu :)  Enn síđur ađ kona sitji og hugsi.  Ađ karlmađur sitji, já eđa liggi á bekk á almannafćri til ţess eins ađ hugsa, jafnvel reykja pípu og horfa á mannlífiđ ţykir ekkert athugavert. Ţar er einfaldlega hugsandi mađur.  

Sleeping

park-bench_13_at lunch


Fyrsta jólakortaauglýsingin komin

Fyrsta jólakortaauglýsingin ţetta áriđ barst til mín 31.ágúst.  Mér ţótti ţetta OF SNEMMT.

Ađ auglýsa jólatengt efni svo snemma hefur öfug áhrif á mig sem neytanda. Ţađ virkar beinlínis frekt og grćđgislegt ađ seljendur jólavarnings reyni svo snemma ađ hefja sína vertíđ. Mađur fer í einhverskonar bakkgír og kýs ađ versla einmitt alveg örugglega EKKI viđ ţá ađila sem ganga fram međ ţessum hćtti. Í öllu ţví auglýsingaflóđi sem tengist jólum á hverju ári fyndist mér einn mánuđur af ósköpunum alveg nóg. 


Brain drain

brain_drainSpekileki (brain drain) er orđinn blákaldur veruleiki á Íslandi. Okkar fámenna ţjóđ ţarf ađ sjá á bak vel menntuđu og hćfu fólki sem leitar tćkifćra erlendis. Helstu orsakir eru atvinnuleysi, háir vextir húsnćđislána í samanburđi viđ nágrannalöndin og linnulausar skattahćkkanir stjórnvalda á Íslandi. 

___

Einn helsti styrkleiki okkar sem ţjóđar er hve almenn menntun á Íslandi er góđ og hve virkilega góđ menntun er algeng. Jöfn tćkifćri til menntunar fyrir alla var eitt helsta ađalsmerki okkar samfélags. Bćđi heimaviđ og á alţjóđavettvangi gátum viđ hreykt okkur og veriđ stolt af ţessari stađreynd. Mannauđurinn okkar er ţađ dýrmćtasta sem viđ höfum haft.  Nú er sem sagt ađ verđa breyting ţar á. Vel menntađa fólkiđ leitar burt nema ađ viđ gerum STRAX ráđstafanir sem tryggja ungu fólki lífskjör sem ţađ getur sćtt sig viđ.

Afnám verđtryggingar vćri fyrsta stóra skrefiđ í ţá átt sem mig langar til ađ sjá stjórnvöld taka.  Mér stendur hjartanlega á sama hvađ sá stjórnmálaflokkur heitir sem myndi eigna sér heiđurinn ađ ţeirri framkvćmd. Hagsmunamáliđ er miklum mun stćrra en svo ađ ţađ hafi yfirhöfuđ nokkuđ međ flokkapólitík ađ gera. Hér er um ađ rćđa eitt stćrsta hagsmunamál ţjóđarinnar allrar  til ađ skapa heilbrigđara efnahagsumhverfi og viđunanlegri forsendur fyrir afkomu, ekki síst ungs fólks.

___

Í međfylgjandi frétt er fjallađ um brotthvarf fólks frá Íslandi, ađ margir leiti ađ betri framtíđarmöguleikum annarsstađar en hér. Flestir ku halda til Noregs, en búist sé viđ ţví ađ um 1000 Íslendingar fari ţangađ fyrir árslok. Ţađ sé mikil blóđtaka fyrir litla ţjóđ. Međal ţeirra sem fari eru tćkni- og sérmenntađ fólk sem á góđa möguleika á ţví ađ finna vinnu í öđru landi. Sömuleiđis er fjallađ um í fréttinni ađ margt ungt vel menntađ fólk hyggist stefna út í nám, t.d. til Bretlands eđa Bandaríkjanna, í stađ ţess ađ vera áfram í óvissunni á Íslandi í vetur.


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gátur

Fékk ţessar skemmtilegu gátur sendar  fyrir nokkru.  Vill einhver spreyta sig?   :)

1.  Eftir teinum ávallt dreginn. Einhver mađur hét ţví nafni. Hangir í bíl sem brunar veginn. Brot af geimsins stjörnusafni.

_ _

2.  Ţarna dvelja ţeir er lögin brjóta. Ţunn og heit úr iđrum landsins fljóta. Víđa hylur svörđ og grćnar grundir. Gćđabýliđ hvössum tindum undir. 
 
 _ _
 
3.  Frá einum bakka yfir á hinn. Yngisfrú međ rjóđa kinn. Heila í máli hana ég finn. Hérna rćđur skipstjórinn.
 

 


Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband