Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2009

Hughrif, sýning í Gallerí Ófeigs.

Vinur minn Garđar Bjarnar Sigvaldason opnađi sýningu í gćr í Gallerí Ófeigs Skólavörđustíg 5.

Garđar kallar sýninguna Hughrif sem er sannkallađ réttnefni. Gullfallegir litir og birta eru ţađ sem einkennir sýninguna. Hrífandi samspil náttúrunnar, manna og dýra í nánasta umhverfi okkar borgarbúa setur svip sinn á ţessi fallegu hughrif Garđars. Myndirnar eru málađar í olíu á striga. Myndin "Gönguferđ" og tvíeykiđ "Litiđ inn" og "Litiđ út" fannst mér bera af öđrum verkum á sýningunni.  

Ég mćli eindregiđ međ ţessari sýningu fyrir forvitna myndlistarunnendur og ađra sem ćtla á bćjarrölt.

Sýningin stendur til 20 júní í Gallerí Ófeigs Skólavörđustíg 5, 2 hćđ og er opin á verlsunartíma.

 


Bloggafmćli: Draumórar og hugarfóstur í tvö ár

duty_calls Í dag eru tvö ár síđan ég steig fyrstu skefin í bloggheimum. Ţađ hefur veriđ skrýtiđ og skemmtilegt ćvintýri ađ kynnast blogginu. Ferđ án fyrirheits sem ég hefđi ekki viljađ missa af. Fyrir mér er bloggiđ fyrst og fremst tómstundafikt, nokkuđ sem ég "gríp í" einstöku sinnum sem hverja ađra dćgradvöl. Joyful   

Ţađ er hinsvegar stađreynd ađ varla líđur sá dagur ađ blogg eđa bloggarar séu ekki međal ţess sem rćtt er međal fólks eđa fjallađ um í fjölmiđlum. Bloggiđ er sérkennilegur fjölmiđill sem á sinn sess međal annarra netmiđla og stćkkar ört ađ vinsćldum enda sjarmerandi sambland af einkaveröld og opinberum vettvangi. Moggabloggiđ átti 3ja ára afmćli fyrir stuttu. Ţađ kom mér satt ađ segja á óvart ađ ekki eldri sé, svo "rótgróinn" sem ţessi vettvangur er orđinn í fjölmiđlaflórunni. 

Tilgangur fólks međ bloggskrifum er mjög mismunandi, allt frá ţjóđmála - og dćgurmálaskrifum til dagbókarforms um ýmis hugđarefni. Bloggiđ nota sumir til ađ “liđka pennann” og ţjálfast í ađ setja frá sér ritađ mál á skipulegan og vel lćsilegan hátt.

Eins og margir fleiri hef ég birt bćđi draumóra og ýmis hugarfóstur á bloggsíđunni. Hef tjáđ mig um ýmis málefni, bćđi ţau sem ég hef nokkurt vit á, líka ţau sem ég hef ekki nokkurt vit á.Cool 

Margt hefur brunniđ á almenningi ađ tjá sig um síđustu misserin, enn frekar nú en endranćr. Til ţess er bloggiđ einmitt frábćr vettvangur. Enginn ŢARF ađ lesa nema ţađ sem honum ţykir áhugavert og ţess vegna gef ég lítiđ fyrir gagnrýni ţeirra sem vilja meina ađ á blogginu séu einskisverđ skrif. Pistlar á ţessum vettvangi eru oft áhugaverđir en auđvitađ er oft veriđ ađ birta hér e-đ sem engum gagnast öđrum en ţeim sem skrifar. Ţađ er ţá lesandans ađ velja og hafna eins og međ allt annađ misgott frambođ efnis í fjölmiđlum. Flestir bloggarar hafa ţó meiri ánćgju af gagnvirkum samskiptum en drottningarpistlum enda hefur úrvaliđ af ţeim veriđ yfriđ nóg á ýmsum öđrum vettvangi. 


Leshringur: bókaspjall um Dimmar rósir

Kćru félagar í leshring.

Ţá er komiđ ađ síđasta bókaspjallinu okkar fyrir sumarfrí. Leshringurinn verđur síđan í fríi til loka ágústmánađar. Ég mun senda tölvupóst á hópinn ţegar viđ hefjum leikinn ađ nýju í haust. Ef ţiđ hafiđ ekki veriđ ađ fá tölvupósta frá mér en viljiđ samt fylgjast međ í leshringnum, vinsamlega sendiđ mér ţá línu á netfangiđ martahelga@gmail.com  og ég bćti netfangi ykkar á póstlistann.

___________________________dimmar rósir___ 

Dimmar rósir eftir Ólaf Gunnarsson

 

Verk Ólafs eru í uppáhaldi hjá mér. Ţađ er nokkuđ um liđiđ siđan ég las bókina en hún kom mér alveg í opna skjöldu verđ ég ađ segja. Ég hélt ađ sagan fjallađi um rómantík og fegurđ en af hverju ég hélt ţađ veit ég ekki.

Umfjöllunarefniđ er allsnakinn ljótleiki tilverunnar.  Veruleiki undirmálsfólks í ađstćđum sem einkennast af úrrćđaleysi og vonleysi.

Bókin er vel skrifuđ, persónusköpun ljóslifandi fyrir lesandanum, heilsteypt og sannfćrandi.  Maki dýralćknisins hitti reyndar ekki alveg í mark hjá mér en slík óendaleg fórnfýsi fyrir áhugasviđi maka síns er víst vel ţekkt fyrirbćri hjá lćknum og hjá rithöfundum svo Ólafur er eflaust á réttri braut í sköpun ţeirrar persónu.

Hiđ algjöra umbúđaleysi ljótleikans kom stundum óţćgilega á óvart viđ lesturinn en samt fékk ég ekki ţá tilfinningu ađ tilgangur höfundar hafi beinlínis veriđ ađ ganga fram af lesandanum. En svona er ţetta bara, svona er lífiđ fyrir suma.

Sagan er mjög vönduđ og umfjöllunarefnin eru "heit" ekki síst eins og ađstćđur eru í samfélaginu núna. Bókin er ţó vćntanlega skrifuđ nokkru fyrir nýorđiđ hrun íslenska neyslusamfélagsins.

__________________________________________

Kćru vinir og félagar í Leshringnum.

Ţegar ég sjálf lít yfir farinn veg í Leshringnum í vetur og ţá bókatitla sem fólk hefur mest óskađ eftir ađ hópurinn taki fyrir, ţá finnst mér um heldur einsleitt val ađ rćđa. Glćpasögur eru í tísku ţađ er alveg ljóst! 

Mig langar til ađ gera orđ Árna Bergmanns ađ mínum ţar sem hann segir í bók sinni Glíman viđ Guđ:  

Ţađ er í tísku ađ skrifa um ţađ sem ljótt er, um illskuna í okkur mannfólkinu. Allir vilja segja af henni sögur, elítuskáld og reyfarahöfundar kvikmyndafólk og fjölmiđlafólk. Illskan er spennandi söguefni. Ţađ sem gott er lćtur hinsvegar lítiđ yfir sér. Ţegar komiđ er ađ gćskunni er eins og allir fari hjá sér. Margir rithöfundar halda ađ ţađ sé ekki hćgt ađ skrifa um gćskuna, menn eigi ţá á hćttu ađ leka niđur í gamlar kristilegar tuggur eđa eitthvađ ţađan af verra. Marir efast um ađ einlćg gćska sé til.

HeartKissing

Wink


Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband