Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2009

Undarleg fréttamennska um tímamótaskýrslu finnska bankasérfrćđingsins Kaarlos Jännäris

Okkur bloggurum líđst..., ađ vađa samhengislítiđ úr einu í annađ ţegar ţörfin til ađ tjá sig segir til sín. Alvöru blađamenn međ háskólamenntun í fjölmiđlafrćđum eiga hinsvegar ađ skila vandađri vinnu GetLost

Nokkuđ sem skiptir alla Íslendinga máli og er međ ţví athyglisverđara sem flotiđ hefur á fjörur almennings í vetur er tímamótaskýrsla finnska bankasérfrćđingsins Kaarlos Jännäris! Hún mun fara í nefnd ţriggja ráđuneyta til frekari umfjöllunar sem ekki getur leitt annađ en gott af sér  - ekki síst fyrir starfsheiđur ţeirra eftirlitsađila sem hafa unniđ störf sín í fjármálageira af heilindum og ţekkingu en ekki haft nćgilega víđtćkar lagaheimildir!

Samskeytingarađferđ fréttamanna mbl.is birtist međ undarlegum hćtti. Á dögunum var skeytt saman í eina fádćma smekklausa frétt frásögn af starfslokum Geirs H Harde og tilkomu blindrahunds Helga Hjörvar á Alţingi ţann sama dag. Í međfylgjandi fétt sem hangir hér neđanviđ virđist svipađur fréttastíll á ferđ. Í sömu fréttinni er fjallađ annarsvegar rétt lauslega um ađ skýrlsan sé tilbúin og hinsvegar og ađallega um ţinglok og hvenćr ţau verđi tímasett eins og ţađ sé ţjóđţrifamál sem brennur mest á almenningi.


mbl.is Óljóst um ţinglok
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Leshringur, bókaspjalliđ er hafiđ

SkaparinnKćru félagar í Leshring.

Ţá er loks komiđ ađ ţví ađ rćđa bókina Skaparinn eftir Guđrúnu Evu Mínervudóttur. 

Umrćđan fer fram nćstu daga hér í athugasemdakerfinu viđ ţessa fćrslu.

Góđa skemmtun WizardHappy

 

 

Umsögn Söru McMahon um Skaparann, af vefnum student.is :

Skáldsaga Guđrúnar Evu Mínervudóttur, Skaparinn, fjallar í stuttu máli um Svein, sem hefur lifibrauđ sitt af ţví ađ smíđa sérstaklega vandađar kynlífsbrúđur. Sveinn býr og starfar einn og er hálfgerđur einfari en kynnist óvćnt Lóu ţegar springur á bíl hennar fyrir utan hús hans. Sveinn finnur sig knúinn til ađ koma henni til ađstođar og býđur henni inn á heimili sitt og í kjölfariđ dregst hann ósjálfrátt inn í atburđarrás ţar sem mannlegt eđli og tilfinningar spila stórt hlutverk.

Skaparinn er sjötta skáldsaga Guđrúnar Evu en áđur hefur hún međal annars gefiđ frá sér skáldverkin Yosoy og Sagan af sjóreknu píanóunum. Hún hefur einnig gefiđ frá sér smásagnasafniđ Á međan hann horfir á ţig ertu María mey og ađ auki nokkrar ljóđabćkur.

Guđrún Eva er einn ţeirra ungu rithöfunda sem hefur vakiđ hvađ mesta athygli síđustu ár og hefur hún hlotiđ ýmis verđlaun fyrir verk sín, ţar á međal Menningarverđlaun DV áriđ 2005 fyrir skáldsöguna Yosoy.

Í Skaparanum veltir Guđrún Eva fram ýmsum heimspekilegum spurningum um samskipti kynjanna, siđferđislega ábyrgđ einstaklingsins og samfélagslega ábyrgđ okkar sem lifum og hrćrumst í nútíma samfélagi ţar sem nánd og samkennd virđist oft vera á undanhaldi, en Guđrún Eva stundađi nám í heimspeki á yngri árum og ţví er ekki ađ undra ađ í sögum hennar sé ađ finna heimspekilegann undirtón.

Međal ţess sem Guđrún Eva tekur fyrir í Skaparanum er siđferđisleg ábyrgđ einstaklingsins, Sveinn veltir til dćmis fyrir sér hvort honum beri siđferđisleg og samfélagsleg skylda til ađ framleiđa dúkkur međ barnavöxt, ţrátt fyrir ađ ţađ veki međ honum viđbjóđ, ţar sem ţađ gćti mögulega komiđ í veg fyrir ađ menn međ slíkar langanir herji á börn. Sveinn veltir einnig fyrir sér hvort fyrrverandi sambýliskona hans hafi veriđ öfundsjúk út í lýtalausar brúđurnar sem hann handleikur allan daginn og hvort konur og karlar líti á brúđurnar sömu augum.

Sagan fjallar einnig um einsemd og einveru, óttann viđ höfnun sem viđ flest berum í brjósti, en tekst einnig á viđ alvarleg vandamál líkt og lystarstol.

Brúđusmiđurinn Sveinn býr einn á Akranesi og umgengst fáa, hann virđist eiga ađeins einn vin, Kjartan, en hann er einnig viđskiptavinur Sveins. Ţví má segja ađ Sveinn búi í hálfgerđu karlasamfélagi, ţó lítiđ sé, ţar sem hann á engin samskipti viđ konur ađra en móđur sína svo vitađ sé. Ţegar Sveinn eltir Lóu til Reykjavíkur gengur hann aftur á móti inn í lítiđ og lokađ samfélag kvenna, Lóa á tvćr dćtur og hjá henni býr einnig gömul vinkona. Móđir Lóu er sömuleiđis henni til halds og trausts á erfiđum tímum. Ţetta kvennasamfélag kallast á viđ karlasamfélagiđ í annari sögu Guđrúnar Evu, Ljúlí, ljúlí, sem kom út áriđ 1999, en ţar býr söguhetjan, Saga, á heimili fullu af karlmönnum.

Skaparinn gerist í mjög hversdagslegu umhverfi en er ţó á mörkum ţess hryllilega og ţess ótrúlega líkt og margar ađrar sögur Guđrúnar Evu, og má ţá helst nefna smásagnasafn hennar Á međan hann horfir á ţig ertu María mey ţar sem umhverfiđ er hversdagslegt en atburđirnir oft absúrd. Sagan er vel skrifuđ og er stíll Guđrúnar Evu mjög hreinn og beinn en sérstaklega áhrifamikill. Sagan sjálf gerist á einni viku, frá föstudegi til föstudags, og er atburđarrásinni lýst bćđi frá sjónarhorni Sveins og frá sjónarhorni Lóu og ţví fćr lesandinn góđa sýn á hversu ólík kynin geta veriđ.

Skaparinn er spennandi og skemmtileg lesning og gott dćmi um ótvírćđa hćfileika Guđrúnar Evu til ađ segja sögur.

_____________________________________

Nánar um höfundinn Guđrúnu Evu Mínervudóttur:

Guđrún Eva MínervudóttirGuđrún Eva Mínervudóttir (f. 17. mars 1976) er íslenskur rithöfundur og ljóđskáld. Hún vakti almenna athygli fyrir smásagnasafniđ Á međan hann horfir á ţig ertu María mey áriđ 1998. Áriđ 1999 kom út Ljúlí ljúlí og 2000 Fyrirlestur um hamingjuna sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverđlaunanna ţađ ár. Síđan ţá hafa komiđ út Albúm og Sagan af sjóreknu píanóunum (báđar 2002) og Yosoy: Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu viđ Álafoss sem hlaut Menningarverđlaun DV áriđ 2005 og Skaparinn 2008. Hún hefur gefiđ út eina ljóđabók (2000) Á brún alls fagnađar: ljóđ handa Hrafni sem er tvöföld bók; hin hliđin geymir ljóđabókina Stiginn til himna: ljóđ handa Evu eftir Hrafn Jökulsson.

Joyful


Selkonan eftir Sólveigu Eggerz

seggerz-Seal_woman

Mig langar til ađ benda ykkur á bók sem ég var ađ ljúka viđ ađ lesa: 

Selkonan eftir Sólveigu Eggerz.

Heiti bókarinnar vakti fyrst forvitni mína. Í íslenskum ţjóđsögum segir ađ Selkonan hafi orđiđ manninum fylgisöm, en fellt skap sitt miđur viđ ađra.

Bók Sólveigar segir sögu ungrar ţýskrar konu sem leitar nýrra tćkifćra og nýs lífs í ađstćđum seinni heimstyjaldarinnar. Hún svarar auglýsingu í íslensku dagblađi og verđur síđar bóndakona upp á Íslandi og seinni eiginkona manns sem lifir viđ harđrćđi og mjög erfiđar ađstćđur. Fátt hefur fram til ţess tíma mildađ líf hans annađ en "gamla konan" sem er kannski og kannski ekki mamma hans.

 

solveig-eggerzÉg mćli eindregiđ međ ađ ţiđ gefiđ ykkur tíma til ađ hlusta á viđtal viđ höfundinn sem fylgir hér:

Viđtal viđ höfundinn.

Heimasíđa Sólveigar Eggerz.


Evrópusinnum á Íslandi stendur enginn skýr valkostur til bođa fyrir nćstu kosningar

faniEvrópusambandsinsŢeir sem vilja ađ Ísland hefji ađildarviđrćđur viđ Evrópusambandiđ stendur enginn skýr valkostur til bođa í nćstu kosningum.

Ţađ er ţví kćrkomiđ fyrir okkur sem viljum láta reyna á ađildarviđrćđur ađ Bjarni Benediktsson Sjálfstćđisflokki, sem gefur kost á sér í formnnskjöri flokksins skuli hafa tekiđ jákvćtt á málinu. Ţađ verđur spennandi ađ fylgjast međ hver verđur niđurstađa landsfundar Sjálfstćđisfólks um nćstu helgi. 

Fái Samfylking og Vinstri grćn sameiginlega meirihluta í alţingiskosningunum og haldi áfram stjórnarsamstarfinu er nćsta víst ađ ekki verđur sótt um ađild ađ Evrópusambandinu. Steingrímur J Sigfússon nefndi ESB ekki einu orđi í rćđu sinni á landsfundi flokksins sem birt var í fjölmiđlum í vikunni. Alien Ţađ orđagjálfur S listafólks sem eru höfđ sem lokaorđ í međfylgjandi frétt segja ekkert. Ţađ er ljóst ađ himinn  og haf er á milli Samfylkingarinnar og VG í Evrópumálum og Samfylkingin fórnađi Evrópusambandsáherslum sínum ţegar flokkurinn fór í samstarf viđ Vinstri Grćna.  

Önnur smćrri frambođ eiga fátt eftir annađ en ađ ţurrkast út m a vegna afsöđuleysis eđa andstöđu viđ ađildarviđrćđur.  Í dćmaskyni skal á ţađ bent ađ  Frjálslyndi  flokkurinn Gasp  mćldist međ 1,3% fylgi í vikunni.


mbl.is Ţjóđin sjálf hafi síđasta orđiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skilabođ páfa til Afríkubúa eiga fullt erindi viđ Íslendinga

Hvort sem okkur líkar ţađ vel eđa ekki ţá eru skilabođ páfa til Afríkubúa sem hann flutti í forsetahöll Angóla í gćr í samrćmi viđ margt ţađ sem leggja ţarf áherslu á hér í okkar samfélagi.

Benedikt XVI páfi hvatti Afríkubúa til ţess ađ útrýma spillingu. Hann hvatti til ţess ađ mannréttindi yrđu virt í álfunni, stjórnsýsla yrđi gagnsć og dómskerfi óháđ stjórnvöldum. Hann sagđi nauđsynlegt ađ almannaţjónusta byggđist á heilindum og hvatti til ţess ađ fjölmiđlar yrđu frjálsir..

Whistling


mbl.is Páfinn: Útrýmiđ spillingunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Páll Rósinkrans

..ţetta er eina myndbandiđ sem ég finn á Youtube međ Páli Rósinkrans en mig langađi til ađ deila međ ykkur ađdáun minni á ţessum frábćra söngvara. Ég var viđstödd hugljúfa og fallega útför í gćr ţar sem Páll fór á kostum í söng sínumJoyfulHeart

 


Einn sterkasti stjórnmálamađur samtímans

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Ţađ er sannkallađ áfall fyrir íslenskt stjórnmálastarf og ekki síst fyrir réttindabaráttu kvenna í íslensku samfélagi ađ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hverfi af vettvangi stjórnmálanna.

Viđ höfum ekki haft marga svo sterka og heisteypta stjórnmálamenn. 

Vegna heilsuleysis hennar hefur markvisst veriđ veist ađ henni og störf hennar gagnrýnd síđustu mánuđi. Ţađ er stađreynd sem er og verđur um alla framtíđ mikill ljóđur á ţví Samfylkingarfóki sem ađ ţví stóđ og vćri ţađ í hvađa stjórnmálaflokki sem er. 

Á međan Ingibjörg ţurfti veikindanna vegna ađ vera fjarverandi ţá rottuđu sig saman metnađarfullir óvildarmenn hennar sem áttu annars ađ heita samherjar og höfđu jú ekki komist til valda fyrir sitt eigiđ ágćti heldur fyrst og fremst fyrir díplómatíksa samstarfs- og stjórnunarhćfni foringja síns.

 

Mig langar til ađ óska Ingibjörgu Sólrúnu minni gömlu skólasystur og fyrrum nágranna til margra ára góđs bata og velferđar í framtíđinni. Ég sendi fjölskyldu hennar mínar bestu óskir um góđa daga í framhaldinu.

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún hćttir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband