Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2008

Einkalífiđ og starfiđ

Flest eigum viđ okkur starfsvettvang og svo eigum viđ einkalíf.  Sjálf hef ég alltaf reynt ađ halda ţessu tvennu nokkuđ ađskildu. Margir segja ađ ţađ sé algengara ađ konur ađskilji mjög skýrt starfiđ annarsvegar og einkalífiđ hinsvegar, frekar en ađ karlarnir geri ţađ. Reyndar held ég ađ ţađ sé einstaklingsbundiđ frekar en kynbundiđ og fari mikiđ eftir hvers eđlis starfiđ er.

Samrćming vinnu og einkalífs nýtur vaxandi athygli í nútímaţjóđfélögum og ýmsar bćkur skrifađar til ađ hjálpa okkur ađ ákveđa hvađ ćtti ađ hafa forgang í okkar lífi. Ýmislegt bendir til ţess ađ viđ eigum í meiri erfiđleikum međ ađ samrćma ţessi tvö mikilvćgu sviđ í dag en áđur, enda hafa ađstćđur og vćntingar fólks breyst í áranna rás. 

Mikiđ álag í vinnu og einkalífi hefur til lengri tíma neikvćđ áhrif á frammistöđu okkar í starfi, á líđan okkar líka í einkalífinu og á almenn lífsgćđi. Rannsóknir sýna ađ ávinningur fyrirtćkja og stofnana, sem á markvissan hátt gera starfsfólki kleift ađ samrćma vinnu og einkalíf, er m.a. aukin starfsánćgja, starfsmenn leggja harđar ađ sér í starfi og afkasta meiru. Ţađ hefur ennfremur jákvćđ áhrif á tryggđ starfsmanna til viđkomandi fyrirtćkis.

 

i_dont_know_how_she_does_itEina bók ćtla ég ađ nefna hér sem fjallar um ţessi mál á bráđfyndinn hátt: 

The Life of Kate Reddy, Working Mother. Höfundur: Allison Pearson. Útgefin í New York áriđ 2002. (Heitir í ísl ţýđingu: Móđir í hjáverkum).

Kate Reddy reynir allt hvađ hún getur ađ samrćma öll hlutverkin sem hún er í: Hlutverki stjórnanda, móđur, eiginkonu, vinkonu, dóttur og hjákonu. Hún ţarf ađ sanna sig í vinnunni en á sama tíma fara á skólaleikrit hjá börnunum, baka afmćlistertur, redda pössun, halda fjölskyldunni gangandi, skipuleggja jólabođ, heimsćkja móđur sína, vera góđ eiginkona, elda, redda afmćlisgjöfum, klćđa börnin í, kaupa jólatré, ná í fötin í fatahreinsunina, venja soninn af snuđinu, viđhalda samskiptum viđ vinkonur o.s.frv. Og eins og hún hafi ekki nóg ađ gera.., ţá fer hún ađ halda framhjá eiginmanninum Richard međ viđskiptavini í New York.AlienSidewaysWhistling


Ný ljóđabók: kćrleikskitl - óbćrileg lífshamingja

Ţetta ljóđ er úr nýútkominni ljóđabók sem mér ákotnađist heim til mín á dögunum og heitir 

kćrleikskitl - óbćrileg lífshamingja

eftir Unni Sólrúnu Bragadóttur.  

 

Kćrleikskitl 

Kveđju ég sendi um krókóttan veg

sem kíkti inn um glugga.

Skýrmćlt er hún og skemmtileg

skjót ţá döpru ađ hugga.

Einnig er hún glađleg og góđ

gjafmild alla daga,

á kvöldin verđur hún vögguljóđ,

eđa viđfelldin nćtursaga,

og stundum er hún kćrleikskitl í maga.  


Liam Neeson og Konstantin Stanislavsky ađferđin

neeson_kinseyÉg er einlćgur ađdáandi Liam Neeson.  Mér finnst hann einn hćfileikaríkasti og eftirminnilegasti leikari samtímans. Neeson hćtti kvikmyndaleik um skeiđ fyrir nokkrum árum síđan og sneri sér aftur ađ leikhúsunum. Einn af fáum sem reynir ađ lifa "eđlilegu" lífi sem fjölskyldumađur og sem mest utan sviđsljóssins ţrátt fyrir frćgđina. Sem betur fer sjáum viđ hann í dag aftur á hvíta tjaldinu.  

Fyrsta myndin ţar sem ţessi leikari varđ virkilega eftirtektarverđur fyrir mér var í Spielberg myndinni, Schindlers List. Af öđrum frábćrum hlutverkum hans er t d alveg ógleymanlegur Michael Collins, sömuleiđis í myndinni Nell og í hlutverki Alfred Kinseys

Ţćr kenningar sem Neeson vitnar til í međfylgjandi frétt eru frá rússneska leikstjóranum Constantín Stanislavsky, fd 1863 d 1938. Ţćr hafa breytt viđhorfum sumra leikara og leikstjóra bćđi í Evrópu og Bandaríkjunum.

Stanislavsky lagđi áherslu á ađ fólk upplifđi sig í ţví hlutverki sem ţađ er ađ vinna međ hverju sinni. Ađ leikarinn ađskilji sig ekki um of frá hlutverkinu í lok dags á međan á tökum stendur. Sumum hefur ţótt ţetta skila meira sannfćrandi túlkun, ađrir vilja meina ađ ţetta sé ekki endilega betri ađferđ en ađrar, heldur bara ein af ţeim sem kennd er. Neeson gefur greinilega ekki mikiđ fyrir kenningar Stanislavskys. Hvađ sem ţví líđur er kenningum ţessa gamla Tsjekov leikstjóra gert hátt undir höfđi víđa í listaskólum á vesturlöndum.

Björk Guđmundsdóttir mun hafa stuđst viđ ţessa ađferđ ţegar hún lék í mynd danska leikstjórans Lars von Trier, Dancer in the dark. Ţađ hefur veriđ haft eftir Björk ađ mánuđum saman eftir ađ hún lauk viđ tökur á myndinni, hafi henni liđiđ eins og hún hafi raunverulega lifađ ţađ sem hlutverkinu fylgdi. Svo raunveruleg var hennar upplifun af ţessi leikađferđ.


mbl.is Neeson hnýtir í Day Lewis og De Niro
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sumir dagar og einlćg bros

Sumir dagar eru góđir dagar og ađrir     - ekki nćstum eins góđir dagar.

 

Suma daga er mađur orkuminni en ađra og suma daga er mađur jafnvel hrukkóttari en ađra.W00t Ég veit reyndar ekki hvort ţađ er svo í raun en manni getur stundum liđiđ ţannig. Á slíkum degi fékk ég gott ráđ eitt sinn frá yndislegri vinkonu.

 

"Besta ráđ sem til er gegn óvelkomnum hrukkum Marta mín er ađ brosa bara sem mest og oftast, ţá spáir enginn í ţađ hvort ţú ert međ mikiđ af hrukkum eđa ekki". 

 

Fallegt bros er ţađ sem fólk man um flestar manneskjur sem ţađ hittir, frekar en nokkuđ annađ HeartHappy  


Heimili til sýnis eđa vistar

Ađ mínu áliti eru heimili heimilisleg ţegar ţađ sést á ţeim ađ ţar búi fólk.  

Á námsárunum í Svíţjóđ kom ég á myndarheimili ţar sem húsráđendur höfđu ţá lífsreglu ađ "Bättre lite skit i hörnan än ett rent helvete". Ţessi yfirsögn heimilisins sem var útskorin í fallegu letri á trjábút í forstofunni getur útlagst eitthvađ á ţessa leiđ: smá óhreinindi í hornunum er betra heimili en tandurhreint fangelsi. Ţessi eftirminnilega speki húsráđenda var skrifuđ til barnanna sem ţurfa frelsi til ađ blómstra m a međ ţví ađ "rusla til" öđru hvoru.

Stundum kem ég á heimili ţar sem naumhyggjan eđa minimalisminn er allsráđandi og ţá líđur mér eins og ég sé stödd í skrifstofuhúsnćđi eđa félagsheimili. Hinsvegar finnst mér heimili ólíkt notalegri ţar sem fólk hefur eitthvađ í kringum sig af minningum og viđfangsefnum. Ţađ getur veriđ gott og ku vera hollt fyrir okkur öll ađ taka til í minningunum viđ og viđ, til ađ skapa rými fyrir nýjar. Ţađ ţarf vissulega ađ taka saman dótiđ í kringum viđfangsefnin ef ţau eru farin ađ dreifa sér um allt heimiliđ. Stundum ţarf ađ rýma til fyrir nýjum minningum og viđfangsefnum en ţađ gerir heimiliđ heimilislegra ţegar ţađ sést ađ íbúarnir gefa sér tíma til ađ dútla eitthvađ í hreiđrinu sem ţeir hafa búiđ sér.


Andrea Bocelli

InLoveHeart 


Matarćđi erfist ekki, ţađ lćrist

Lengi býr ađ fyrstu gerđ.

Stundum kemur sú spurning upp í hugann hvort matarćđi erfist ţegar mađur sér foreldra međ börn sín  - og öll heila fjölskyldan er mjög mikiđ í yfirvigt.  

Vitanlega er ţađ ekki svo, matarćđiđ lćrist, ţađ erfist ekki.

Á ţvćlingi í bćnum eđa í verslunarmiđstöđvum sjást jafnvel ungbarnaforeldrar trođa ýmsri óhollustu ofaní börn sem hafa ekki enn, hvorki málţroska né vilja til ađ biđja um sćtindi frekar en annađ. GetLost

Stađreyndin er sú ađ offita barna og unglinga hefur fariđ hratt vaxandi á Íslandi. Skv upplýsingum af heimasíđu landlćknisembćttisins má ćtla ađ um fimmtungur barna sé of ţungur og eitt af hverjum tuttugu séu alltof feit. Offita á uppvaxtarárunum leiđir oftast til offitu á fullorđinsaldri. Mađur spyr sig hvort viđ foreldrar séum endilega ađ gera rétt međ ţví ađ keyra börnin í bíl flest ţađ sem ţau ţurfa ađ fara og hvort viđ sköpum ţeim ađstćđur til ađ hreyfa sig nóg. Margir leggja mikla natni viđ ađ hafa sem fullkomnastar tölvu og sjónvarpsgrćjur til stađar á heimilum til ađ allir séu "ánćgđir". Oft mćtti setja áherslurnar í ađeins annan fókus og leggja meira upp úr sameiginlegri útiveru og/eđa hreyfingu. Ekki ţarf alltaf ađ kosta miklu til. Ég nefni sundiđ sem dćmi um gott fjöskyldusport sem hćgt er ađ stunda allt áriđ og er alls ekki dýrt.


..brrrr

Bílrúđan mín var frosin í morgunn  

frosin bílrúđa


Áttu flöskur?

Á föstudagskvöldi um verslunarmannahelgina var hringt á dyrabjölluna heima hjá mér um tíuleytiđ. Úti stóđ úlpuklćddur mađur. Sérkennilegur klćđnađur fannst mér á fallegu sumarkvöldi ţrátt fyrir léttan rigningarúđa. 

Nćstu dagana ţar á eftir var ég ađ rekast á nágranna mína öđru hvoru eins og vera ber, ýmist á ferđ til og frá hýbýlum sínum eđa í einhverri hverfisverslananna. Smámsaman kom í ljós ađ mađurinn hafđi hringt á allflestar ef ekki allar dyrabjöllur í götunni og spurt hvort hann gćti fengiđ tómar gosflöskur eđa dósir gefins.

Margir eru ađ heiman um verslunarmannahelgi og einmitt ţess vegna var heimsókn ókunna mannsins enn tortryggilegri. Mađur spyr sig hvort mađurinn hafi veriđ ađ athuga hvar fólk vćri heimaviđ og hvar ekki, eđa hvort hann hafi einfaldlega bara veriđ ađ biđja um dósir.

Ég ćtla ađ játa mig hér stórsynduga, ég sagđi nei viđ manninn ţó ég hafi veriđ međ stóran poka fullan af slíku góssi heimaviđ. 

Eftir á ađ hyggja spyr mađur sig einnig ađ ţví hvort viđ séum orđin svona mikil stórborg hér höfuđborgarsvćđiđ?  Erum viđ komin í ţann borgarbrag sem ţekkist víđa erlendis ađ ţegar kvöldar ţá sé ekki skynsamlegt ađ opna fyrir neinum sem ekki hefur gert bođ á undan sér?


mbl.is Uppgrip í dósasöfnun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um einelti og áfallahjálp

Einelti er í tísku og sömuleiđis áfallahjálp. Bćđi ţessi hugtök eru stórlega ofnotuđ, oft af sáralitlu tilefni.

Ćđi margt ţađ sem fram fer í mannlegum samskiptum er kallađ einelti og nokkuđ margt ţađ sem hendir fólk fyrir mismikla tilviljun virđist kalla á nauđsyn áfallahjálpar. Hvorugt ţessara hugtaka ţekkti ég fyrir ca 10 - 15 árum síđan Undecided

Ţegar ég var krakki ...bara stutt síđanCool  ..var manni strítt og mađur stríddi öđrum. Ţađ hét einfaldlega bara stríđni. 

Sumir gerđu meira af ţessu en ađrir, enn ađrir voru sífellt ađ stríđa en ţeir áttu ţá venjulega eitthvađ bágt međ sig.

Ţeir sem ekki ţoldu neina stríđni voru reyndar oft iđnastir viđ ađ stríđa öđrum en ţeir áttu yfirleitt líka eitthvađ bágt međ sig.

Ţeir sem alltaf voru vćlandi og volandi og klagandi ýmist í foreldra sína eđa kennara, ţeir kölluđust   - ýmsum nöfnum. Shocking

 

..bara nokkuđ gaman ađ rifja ţetta upp he he ..ţiđ vonandi - ykkar vegna ..rekist ekkert a mig á heimleiđ úr vinnunni í dag - BanditAlienNinjaAngry


Nćsta síđa »

Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband