Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2008

Glćsileg myndlistarsýning í Ráđhúsi Reykjavíkur

Bodskort[1]Nokkrar bloggvinkonur af Moggablogginu opnuđu glćsilega samsýningu í Ráđhúsi Reykjavíkur laugardaginn 30.ágúst sem mun standa til 14.september.

Ţćr Zordís, Guđný Svava Strandberg, Katrín Snćhólm Baldursdóttir, Elín Björk Guđbrandsdóttir og Katrín Níelsdóttir sýna mjög ólík verk en Gegnsći er ţema sýningarinnar.  

Innilega til hamingju stelpur og takk fyrir mig HeartKissingInLove

Guđný Anna, Guđmundur og Guđný SvavaDúa og kATRÍNbloggvinkonur_samsýning_1IMG_0350_3IMG_0358


Leshringur, nú veljum viđ nýjan bókalista

skruddurnar hansKćru Leshringsfélagar.

Ţegar spjalli um nćstu bók er lokiđ ţá er tćmdur bókalistinn okkar ađ ţessu sinni. Ţađ er bókin Karítas án titils eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, spjalldagur 14.sept. Ađ ţví loknu erum viđ verkefnalaus.W00t  

Hvađ viljiđ ţiđ helst ađ hópurinn lesi sameiginlega núna á haustinu og fram eftir vetri? Cool

Vegna ţeirra sem eru nýkomnir í hópinn ćtla ég ađ útskýra hvernig val á bókum fer fram:

Mig langar núna til ađ biđja ykkur ađ tilnefna minnst 3 bćkur sem ţiđ viljiđ helst ađ hópurinn taki fyrir og senda mér heiti bókatitils og höfundar hér í athugasemdakerfinu. Viđ höfum hingađtil afmarkađ valiđ viđ skáldsögur ca 200-300 síđur ađ lengd til ađ setja viđmiđ en er samt alls ekki neitt ófrávíkjanlegt lögmál.Sideways Ég stilli síđan upp lista úr ţeim tilnefningum. Viđ kjósum svo af listanum nokkurskonar vinsćldakosningu. Sú bók sem fćr flest "atkvćđi" skv vinsćldakosningunni verđur tekin fyrir fyrst og svo koll af kolli.

Hér vinstra megin á síđunni neđarlega er bókalistinn birtur međ dagsetningum spjalldaga svo ţar er alltaf hćgt ađ fylgjast međ hvađ viđ erum ađ taka fyrir hverju sinni.

Gaman vćri einnig ađ ţiggja bođ Jóhanns Páls Valdimarssonar hjá Forlaginu ađ standa ađ rithöfundaspjalli viđ hentugleika á vetrinum. Ţá tćkjum viđ fyrir einhvern rithöfund sem okkur ţykir áhugaverđur og fáum svo viđkomandi til ađ hitta okkur í bókaumrćđu á kaffihúsi.  

Bókaspjalliđ byggist á ţátttöku ţeirra sem kjósa ađ vera međ hverju sinni. Allt veltur ţetta á ykkur sjálfum, enda er fólk ađ ţessu fyrir ánćgjuna.

 Wizard

Alls 76 eru núna skráđir í Leshringinn: Ađalheiđur Ámundadóttir, Auđur H Ingólfsdóttir, Ása Hildur Guđjónsdóttir, Ágúst Bjarnason, Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir, Ásdís Sigurđardóttir, Björg K.Sigurđardóttir, Bryndís R., Búkollabaular, Edda Agnarsdóttir, Edda Magnúsdóttir, Einar Bragi Bragason, Einar Indriđason, Eirný Vals, Erna, Fanney Bj., Fararstjórinn, Gísli Hjálmar, Guđbjörg Erlingsdóttir, Guđlaug Helga Konráđsdóttir, Guđni Már Henningsson, Guđný Anna Arnţórsdóttir, Guđný Svava Strandberg, Guđríđur Haraldsdóttir, Guđríđur Pétursdóttir, Halldór Egill Guđnason, Hallgerđur Pétursdóttir, Hanna Birna Jóhannsdóttir, Helga Björg, Hrafnhildur Eyjólfsdóttir, Hrönn Sigurđardóttir, Huld Ringsted, Högni Sigurjónsson, IbbaSig, Ingibjörg Hinriksdóttir, Ía-Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jenný Anna Baldursdóttir, Jóhanna Magnúsar -og Völudóttir, Jóna Á Gísladóttir, Júlíus Valsson, Katrín Snćhólm Baldursdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Kolbrún Stefánsdóttir, Kristín Björg Ţorsteinsdóttir, Kristín Katla, Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir, Lína Rut, Margrét Annie Guđmundsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Marta Helgadóttir, Ólafur Helgi Marteinsson, Ólína Ţorvarđardóttir, Ragnhildur Birna Hauksdóttir, Renata Agnes, Rósa, Rósa Harđardóttir, Rúna Guđfinnsdóttir, Sara Jóhanna Vilbergsdóttir, Sigríđur Inga, Sigrún, Sigurlaug Lára, Dúa-Sigţrúđur Ţorfinnsdóttir, Sólveig Aradóttir, Sólveig Baldursdóttir, Sólveig Jörgensdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Steingerđur Steinarsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Svanur Heiđar Hauksson, Vigdís Stefánsdóttir, Vilborg Traustadóttir, Ţorbjörg Ásgeirsdóttir, Ţorsteinn Ingimarsson, Ţóra Guđmundsdóttir, Ţröstur Unnar, Ćgir Magnússon.


Brák, einstök sýning

brynhildur_í brák'Ég vil hvetja alla áhugamenn um íslenska menningu, íslenskar fornsögur og íslenska leiklist ađ láta ekki undir höfuđ leggjast ađ sjá ţessa sýningu. Hún er listaverk hvar sem á hana er litiđ'.

Ţessa umsögn rakst ég á fyrir allnokkru síđan á vef Tímarits Máls og Menningar, varđ auđvitađ forvitin og pantađi miđa hjá Landnámssetrinu í Borgarnesi

Ţvílík sýning. Brynhildur Guđjónsdóttir leikur og segir sögu af Ţorgerđi brák, írsku ambáttinni sem fóstrađi Egil Skallagrímsson. Ég vil gera umsögnina hér ađ ofan ađ mínum orđum og hvet fólk til ađ sjá ţessa eftirminnilegu sýningu.

Markmiđ sýningarinnar er ađ varđveita minningu mćtra kvenna og ţađ finnst mér hafa tekist. 

Brynhildur er ein á sviđinu allan tímann. Áhorfendur sjá og heyra allt í senn sorgleg örlög ambáttar hjá ţumbaralegum bćndum í Borgarfirđi, öfgarnar í Agli Skallagrímssyni og skuld okkar viđ keltneska menningu.

Textinn í leiksýningunni er eftir Brynhildi sjálfa og ţetta er flottur texti. Hún byggir í senn á Egils sögu, Laxdćlu, Landnámu og írskum heimildum og fléttar inn í textann fornum kveđskap sem hún syngur bćđi á írsku og íslensku. Ţetta er vandađur sögulegur skáldskapur og tekst vel ađ spinna magnađa sögu kringum ţćr takmörkuđu heimildir sem til eru. Brynhildur kann líka allar galdrakúnstir góđra leikara, sýningin er bćđi sorgleg og fyndin.

 

 

brak2Brákin er minnismerki um Ţorgerđi brák. Taliđ er ađ Ţorgerđur hafi fengiđ viđurnefni sitt af ţeim starfa sínum ađ elta skinn, ţ.e. gera skinn mjúkt međ ţví ađ draga ţađ fram og aftur í gegnum hring eđa boga úr horni.  Verkfćriđ hét einmitt brák. 

Listaverkiđ er eftir Bjarna Ţór Bjarnason og var reist áriđ 1997.


Forsetafrú í gulli og silfri

news2Ég er íhaldssöm í viđhorfum til framkomu og hegđunar fólks. Mér finnst skipta máli ađ sú framkoma og hegđun sem viđ mćtum hvar sem er, hvort sem um ađ rćđa ţjónustustörf eđa önnur almenn samskipti sé međ viđeigandi hćtti hver sem vettvangurinn er hverju sinni.

Oft er litiđ međ meiri virđingu til ţeirra sem kunna og sýna almennar kurteisisvenjur. Ţetta skiptir mestu máli hjá ţeim sem starfa í framlínu. Ţetta gildir ekki síst um opinber embćttisstörf s s ţjóđhöfđingja.

Á Íslandi fćđist fólk ekki inn í hlutverk ţjóđhöfđingja heldur er ţađ kosiđ til starfans tímabundiđ hverju sinni í lýđrćđislegum kosningum. Ţjóđhöfđingjar okkar fá ţess vegna ekki endilega ţađ stranga og agađa uppeldi í siđum og venjum eins og kóngafólk Evrópu er aliđ upp í frá blautu barnsbeini.

Síđustu dagana hafa birst myndir af núverandi forsetafrú okkar Íslendinga sem hafa ţótt fréttaefni bćđi hér og erlendis. Í ţýsku blađi er forsetafrúin sýnd á íţróttavelli ađ taka ţátt í fagnađarlátum međ "strákunum okkar" handboltaliđinu. Í íslenskum blöđum er hún sýnd í nuddherbergi íţróttamannanna ţar sem hún leggur sína hönd á plóg viđ verkiđ. 

Nú veit ég ekki hvort blađaljósmyndarar hafa sérstaklega tekiđ sig saman um ađ elta uppi vandrćđalegar og óviđeigandi myndir af núverandi forsetafrú frekar en fyrirrennurum hennar..., mér ţykir ţađ heldur ólíklegt.

Hvar var veraldarvön ljósmyndafyrirsćtan Carla Bruni forsetafrú Frakklands ţegar Frakkar unnu gulliđ?   


Ţegar vinnan slítur í sundur frítímann

Á haustin eru mörg spennandi ný frístundanámskeiđ í bođi, yfirleitt alltof mörg. Mann langar til ađ taka ţátt í ýmsu sem auglýst er...,  

bara verst hvađ vinnan slítur í sundur frítímann hjá manni.Tounge 

Dansnámskeiđ og fuglaskođunarnámskeiđ er međal ţess sem helst hefur kveikt áhuga hjá mér í auglýsingaflóđinu um ţessar mundir. 

Nokkuđ sem ég hnaut um líka og sem mér finnst spennandi er námskeiđ í skapandi skrifum auglýst hjá kennsla.is ţar sem leiđbeinandinn er einn höfundurinn sem viđ höfum lesiđ sameiginlega síđasta ár í Leshringnum..., Ţorvaldur Ţorsteinsson.

Ég kann vel ađ meta myndrćnan ritstíl Ţorvaldar sem rithöfundar, finnst hann alveg frábćr.InLove

Sjá nánar hér 


Tvćr sem mćlt er međ

Einstöku sinnum fć ég sendar ábendingar um góđar bćkur frá lesendum síđunnar sem eru ekki í Leshringnum en sem fylgjast međ. 

Hér koma tvćr umsagnir sem ég fékk sendar á dögunum:    

crimsonpetalbók sem kom út fyrir fáeinum árum sem heitir ´The Crimson Petal and the White´og er eftir Michel Faber.  Bókin er 800bls ..., og hrikalega erfitt ađ leggja hana frá sér ; )

Góđ skáldsaga í anda Dickens.

Nánari uppl um hana má sjá hér og ţá ekki síđur hér Joyful

 

 

fortunetellertoldmeOg ekki er hún síđri ţessi:

‘A Fortuneteller Told Me’  eftir ítala nokkurn sem bjó í Bangkok, Tiziano Terzani.

Örlögin höguđu ţví svo ađ hann fór í ferđalag á milli spámanna hér og ţar um heiminn. Ţetta er yndisleg bók, vel ţess virđi ađ lesa.

Nánar um hana sjá hér  Joyful

 


Fallinn á eigin bragđi

Ferill Ólafs F Magnússonar er međ ţeim hćtti alla tíđ ađ hann stendur međ sjálfum sér einvörđungu og hefur svikiđ ć ofan í ć ţađ fólk sem reynt hefur ađ starfa međ honum.GetLost

ţađ var einmitt Ólafur sem splundrađi Tjarnarkvartettinum og sveik ţar sitt samstarfsfólk sem treysti á hann á ţeim tíma. Áđur hafđi hann svikiđ međ svipuđum hćtti ţađ samstarfsfólk sem hann var međ áriđ 2002 ţar sem Frjálslyndi flokkurinn átti í hlut.

Skv ţeim ummćlum Ólafs sem fram koma í međfylgjandi frétt er Dagur B Eggertsson eini góđi gćinn í borgarstjórnarpólitíkinni. Segir Ólafur ađ brugguđ séu launráđ í Valhöll gegn honum nú sem áđur og ađ ţađ sé misskilningur hjá Valhallarmönnum ađ hans pólitíska ferli sé  lokiđ.

Hvers vegna sćkir Ólafur sér ţá ekki bakland hjá Samfylkingu međ framhaldiđ?

Er hugsanlegt ađ hann hafi ţegar gert ţađ og Dagur hafi ráđiđ honum heilt...,  ađ hćtta nú í pólitík? Alien Mér ţykir ţađ furđulegt ađ hann gangi ţá ekki til liđs viđ vin sinn Dag B Eggertsson  ţ e - ef hann vill vera samkvćmur sjálfum sér og ţessari yfirlýsingu sinni!

Skammtímaminni fjölmiđlafólks og annarra kjósenda er stundum međ ólíkindum.  


mbl.is „Nýr meirihluti grundvallađur á óheilindum og lygum"
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađ spara sparifötin

Ţegar andlát á sér stađ, fjarskyldur ćttingi eđa gamall kunningi deyr, hvarflar hugurinn til liđinna atburđa. Ţćr minningar sem viđ eigum um samverustundir međ viđkomandi einstaklingi rifjast upp og verđa ljóslifandi á ný.   
Í okkar hrađa samfélagi lifum viđ mikiđ í framtíđinni. Hugurinn er viđ ţađ sem viđ ćtlum ađ gera á morgun, í nćstu viku, í vetur eđa síđar.  Dagurinn í dag skiptir ţá gjarnan litlu máli. Viđ gleymum ađ njóta hans og gera úr honum ţađ besta a m k ađ ţví leyti sem viđ getum haft áhrif á í tilveru okkar. 
Sumir einstaklingar og jafnvel ţjóđir virđast kunna betur en ađrir ţá kúnst ađ lifa í núinu. Ţađ er reyndar ekki algengt á Íslandi held ég, en ţví sunnar sem viđ förum í Evrópu ţví algengara er ađ fólk láti sér ţađ nćgja
 - bara núiđ sjálft.

Ferđalag í mynd

Á ferđalagi um landiđ síđustu sólarhringa: 

IMG_0085

IMG_0086


Leshringurinn eins árs. Afmćlisbókaspjall, sunnudaginn 17.ágúst

birthday-cakeKćru félagar í leshópnum.

Ţá er komiđ ađ bókaspjalli okkar í tólfta sinn og Leshringurinn um leiđ orđinn eins árs.

balloonsÍ september í fyrra tókum viđ okkur saman örfáir bloggvinir og "lásum saman" eina bók í mánuđi fram eftir vetri. Góđ ástundum örfárra einstaklinga og minni en samt frábćr og skemmtileg ţáttaka fjölda annarra hefur veriđ ógleymanlegt ćvintýri sem ég hefđi ekki viljađ missa af.  Öđru hvoru bćtast nýir félagar í hópinn. Örfáir sem hafa skráđ sig í Leshringinn hafa aldrei látiđ frá sér heyra í bókaspjallinu en vilja samt fylgjast međ. Ef einhver vill afskrá sig ţá endilega látiđ mig bara vita. Kvađir eru engar, fólk tekur einfaldlega ţátt ţegar ţví hentar. 

Vonandi lifir Leshringurinn vel og lengi. Fyrir suma ţáttakendur hefur val á lesefni orđiđ fjölbreyttara og smekkurinn breikkađ nokkuđ međ ţátttöku í hópnum.

Mig langar til ađ ţakka innilega fyrir mig og fyrir alla ánćgjuna sem ég hef orđiđ ađnjótandi í ţessum "félagsskap" ef kalla má netsamskipti ţví nafni

GrinTounge

__________________________

Í ţetta sinn fjöllum viđ um bókina      

aska

yrsa

 

 Aska eftir Yrsu Sigurđardóttur 

 

 

Til upplýsinga fyrir ţá sem nýlega hafa bćst í hópinn: Viđ notum ţessa fćrslu fyrir umrćđurnar og notum athugasemdarkerfiđ fyrir spjalliđ.

__________________________

Undir fćrsluflokknum bćkur hér til vinstri á síđunni má skođa annađ sem leshópurinn hefur veriđ ađ gera sameiginlega síđustu mánuđina.  

Nćsta bókaspjall í Leshring er svo ţann 14.september og ţá rćđum viđ bókina: Karítas án titils, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur

 

Góđa skemmtun.Wizard


Nćsta síđa »

Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband