Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

Sumariđ er tíminn

Sumariđ er tíminn ţegar:

bloggletin verđur algjör og ýmis önnur tómstundaiđja höfđar meira til manns heldur en ađ hanga í tölvunni og blađra á blogginu Wink 

garđavinnan og önnur útivera tekur viđ, sem mér finnst notaleg... ađ vera međ puttana á kafi í mold, tćrnar helst líka og hnén skítug Sideways    

ferđalög út á land eru aldrei skemmtilegri en á sumrin. Hópur göngugarpa sem kynntist á vinnustađnum mun stunda bćđi dagsferđir og lengri ferđir í sumar Wizard

ferđalög til útlanda, ó já líka ţađ JoyfulHappy

 

smileysun

Kćru vinir, ég mun lítiđ sinna bloggsíđunni nćstu vikurnar. 

Vona ađ ţiđ njótiđ sumarsins vel og hlakka til ađ hitta á Leshópinn í nćsta bókaspjalli ţann 15.júní. KissingHeart

 

..lesefni sumarsins og dags. fyrir bókaspjallsdaga er neđarlega vinstra megin hér á síđunni.


Eins árs bloggafmćli

duty_callsÍ dag er eitt ár síđan ég steig fyrstu skefin í bloggheimum. Ţađ hefur veriđ skrýtiđ og skemmtilegt ćvintýri ađ kynnast blogginu hér á mbl.is. Ferđ án fyrirheits sem ég hefđi ekki viljađ missa af.  

Varla líđur sá dagur ađ blogg eđa bloggarar séu ekki međal ţess sem rćtt er međal fólks, eđa fjallađ um í fjölmiđlum. 

Bloggiđ er fjölmiđill sem hefur tekiđ sér bólfestu međal annarra netmiđla og stćkkar ört ađ vinsćldum. Samskonar fyrirbćri hefur aldrei veriđ til. “Sjarmerandi sambland af einkaveröld og opinberum vettvangi sem býđur uppá marga möguleika”, sagđi Sigurđur Ţór Guđjónsson, veđurbloggari og rithöfundur í frábćrum pistli sínum fyrir nokkru. 

Moggabloggiđ átti 2ja ára afmćli á dögunum. Ţađ kom mér satt ađ segja á óvart ađ ekki eldra sé, svo "rótgróinn" sem ţessi vettvangur er orđinn í fjölmiđlasamfélaginu. Tilgangur fólks međ bloggskrifum er mjög mismunandi, allt frá ţjóđmála - og dćgurmálaskrifum til dagbókarforms um ýmis hugđarefni. Bloggiđ nota sumir til ađ “liđka pennann” og ţjálfast í ađ setja frá sér ritađ mál á vel lćsilegan og skipulegan hátt.

Eins og margir fleiri hef ég birt bćđi draumóra og ýmis hugarfóstur á bloggsíđunni. Hef tjáđ mig um ýmis málefni, bćđi ţau sem ég hef nokkurt vit á, líka ţau sem ég hef ekki nokkurt vit á.Cool 

Ég hef áđur nefnt ţađ hér, ađ hjá bloggvinum er gaspri og gjammi frá manni almennt tekiđ eins og hjá góđu kennurunum á skólaárunum... međ ţökkum og háttvísi. Enda hafa flestir bloggvinir meiri ánćgju af gagnvirkum samskiptum en drottningarpistlum. Nóg er jú úrvaliđ af ţeim á öđrum vettvangi.  

Fyrir mér er bloggiđ fyrst og fremst tómstundafikt. Samskiptin eru fjölbreytileg og oft ágćt skemmtun. Ég á mína uppáhalds bloggvini sem ég les alltaf. Ég reyni ađ koma ţví viđ ađ kvitta á síđuna hjá ţeim reglulega, vegna ţess ađ mig langar til ađ rćkta bloggvináttuna. Svo sérkennileg og skemmtileg sem hún er.Joyful   


Blowing in the wind

... var lokalagiđ á tónleikum Dylan í gćrkvöldi. Frábćrir tónleikar! Snillingurinn var í góđu stuđi og gaf ađdáendum sínum enn eina dásamlega minninguna í safniđ. InLove  


Nýju háhýsin í 101 Skuggahverfi hrynja, 5 kg í senn

Fimm kílóa flísar detta niđur af veggjunum utanaf háhýsunum í 101 Skuggahverfi og byggingafulltrúi hefur ţetta um máliđ ađ segja: "ţađ er alveg fariđ ađ koma ađ ţví ađ ég fari ađ ganga á eftir svörum".

Nokkur fjöldi fólks á leiđ ţarna um sem gangandi vegfarendur vegna bílastćđa fyrir ţá sem starfa í miđborginni. Eldri borgarar eru nokkuđ oft á gangi ţarna enda býr fjöldinn allur af eldra fólki á ţessum slóđum. 

Ţađ er of seint ađ spyrja ţegar skađinn er skeđur: Fékkstu fimm kíló í hausinn - úbbs! - varstu ekki međ hjálm? PinchAngry


mbl.is Flísum rignir í Skuggahverfinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Leshringurinn á Útvarp Sögu, mánudagsmorgun 26.maí

Gott orđspor Leshringsins okkar fer víđa. Sífellt fleiri sýna ţessari tómstundaiđju áhuga og finnst ţađ bćđi skondiđ og skemmtilegt ađ haldiđ sé úti Leshring hér á mbl.is međal fólks sem býr hér og ţar um landiđ og sumir erlendis.

Menningarblađ Morgunblađsins birti góđa grein um starf hópsins fyrir nokkru.

Nú er ţađ Útvarp Saga sem hefur óskađ eftir ađ fjalla um Leshringinn, en ţađ verđur í ţćttinum hans Markúsar á mánudagsmorguninn 26.maí.  

________________________________________________

ţúsund bjartar sólirBókaspjalliđ um Flugdrekahlauparann eftir Khaled Hosseini er enn í gangi hér neđar á síđunni.

Nćsta bók sem hópurinn hefur valiđ ađ taka fyrir er Ţúsund bjartar sólir eftir sama höfund. Spjalldagur um hana verđur 15.júní.


Fyrsti í Eurovision, Finnarnir bestir ;)

Eurovisionkvöldiđ í gćr skildi fátt eftir sig í mínum huga nema helst gat á pilsum. Ţađ er greinilega í tísku ađ vera međ gat/klauf á pilsinu sínu, hvort sem ţađ er sítt pils eđa stutt skal klaufin vera stór og framaná.  Jebbs! ;)  Sĺ dĺ sĺ, sĺ vet vi det!  

Kerstin vinkona mín í Svíţjóđ er eilífđar forfallinn ađdáandi keppninnar.  Mér fannst ţađ klént sem eftir sat svo ég hafđi samb viđ mína kćru vinkonu og spurđi hana hvort ţađ gćti veriđ ađ ég hefđi sofnađ í miđju fjörinu og misst af einhverju?  

Minn sérlegi Eurovisionsérfrćđingur hafđi ţessu viđ ađ bćta:  Finnarnir góđir ađ vanda, Norđmenn bara góđir núna og fallegasti söngvarinn var ţessi frá Rúmeníu "han duger" ..., og ţađ er stórt hrós frá henni komiđ.Tounge  Ég hlýt ađ hafa dottađ ţví ég missti af honum.Cool


Skalli og skeggvöxtur

Stelpur mínar hann er nokkuđ athyglisverđur ţessi ;)
Annars er allt gott ađ frétta af mér ....svona ţegar ég er búin ađ pússa bringuhárin og greiđa yfir skallann!
 
 
Úr Morgunblađinu 20. júlí 1977 :
Útivinnandi konum hćtt viđ skalla og skeggvexti -segir breskur lćknaprófessor
Lundúnum. 19. júlí AP
 
Professorinn Ivor Hill heldur ţví fram ađ ungar og framgjarnar konur verđi í auknum mćli fórnarlömb streitu, auk ţess sem ć  algengara verđi ađ ţeim spretti grön og aukist hárvöxtur á bringu.
Ţá heldur Mills bví fram, ađ konur sem starfi utan heimilis eigi ţađ á hćttu ađ verđa sköllóttar og megi jafnframt eiga von á ţví ađ kynorka ţeirra aukist til muna.
Prófessorinn hefur undanfarin 14 ár rannsakađ breytingar á hormónastarfsemi útivinnandi kvenna, og skýrir frá niđurstöđum sínum í nýjasta tölublađi vikuritsins "Woman's Own". Hann segist enn ekki hafa komizt ađ raun um hvort ţessi röskun á hormónastarfseminni eigi rót sína ađ rekja til ţessađ karlhormónum fjölgi í umrćddum hópi kvenna eđa kvenhormónum fari fćkkandi viđ aukiđ vinnuálag, en hvetur konur til ađ hafa hćgt um sig og unna sér hvíldar um leiđ og ţćr finna til streitueinkenna eins og svefnleysis, verkfćlni og taugaćsings. Um leiđ beinir hann ţví til eiginmanna ađ ţeir létti undir međ konum sínum innanstokks og taki aukinn ţátt í heimilisstörfum.
Wizard

Leshringur, bókaspjalliđ er hafiđ sunnudaginn 18.maí

JPV302022_2Kćru félagar í Leshring.

Ţá er komiđ ađ bókaspjallinu okkar í níunda sinn.

Ţađ er bókin Flugdrekahlauparinn

eftir Khaled Hosseini sem viđ tökum fyrir. 

Viđ notum ţessa fćrslu fyrir umrćđurnar sem verđa opnar nćstu daga og athugasemdakerfiđ fyrir spjalliđ. 

Nánar um Flugdrekahlauparann:  

 

Góđa skemmtun Wizard

______________________________________________ 

Leshópurinn stćkkar jafnt og ţétt og telur núna 59 manns, nokkrir nýir hafa bćst viđ síđustu vikurnar.

Ţessir eru núna skráđir í Leshringinn:  Ađalheiđur Ámundadóttir, Auđur H Ingólfsdóttir, Ása Hildur Guđjónsdóttir, Ágúst Bjarnason, Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir, Ásdís Sigurđardóttir, Björg K.Sigurđardóttir, Bryndís R., Edda Agnarsdóttir, Búkollabaular, Einar Bragi Bragason, Einar Indriđason, Eirný Vals, Erna, Fanney Bj., Gísli Hjálmar, Guđbjörg Erlingsdóttir, Guđlaug Helga Konráđsdóttir, Guđni Már Henningsson, Guđný Anna Arnţórsdóttir, Guđný Svava Strandberg, Guđríđur Haraldsdóttir, Guđríđur Pétursdóttir, Halldór Egill Guđnason, Hallgerđur Pétursdóttir, Hanna Birna Jóhannsdóttir, Helga Björg, Hrönn Sigurđardóttir, Huld Ringsted, Högni Sigurjónsson, IbbaSig, Ía-Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jenný Anna Baldursdóttir, Jóhanna Magnúsar -og Völudóttir, Jóna Á Gísladóttir, Júlíus Valsson, Katrín Snćhólm Baldursdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Kristín Björg Ţorsteinsdóttir, Kristín Katla, Lilja Guđrún Ţorvaldsdóttir, Lísa Margrét Kristjánsdóttir, Margrét Annie Guđmundsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Marta Helgadóttir, Ólafur Helgi Marteinsson, Ólína Ţorvarđardóttir, Ragnhildur Birna Hauksdóttir, Renata Agnes, Rúna Guđfinnsdóttir, Sigurlaug Lára, Dúa-Sigţrúđur Ţorfinnsdóttir, Sólveig Aradóttir, Sólveig Pétursdóttir, Steingerđur Steinarsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Svanur Heiđar Hauksson, Vilborg Traustadóttir, Ţorbjörg Ásgeirsdóttir, Ţorsteinn Ingimarsson, Ţröstur Unnar, Ćgir Magnússon.


Full ţörf er á ađ bćta ímynd útlendinga á Íslandi

Félag Litháa á Íslandi verđur stofnađ á laugardaginn.

Neikvćđ ímynd hefur skapast um Litháa á Íslandi, sömuleiđis Pólverja og Letta. Ţađ óverđskuldađa slćma orđ sem fer af ţessum ţjóđflokkum hér á landi er tilkomiđ vegna fárra einstaklinga og ţeirra afbrotamála sem upp hafa komiđ.

Viđ eigum ţar sjálf hluta af sökinni. Viđ höfum í einhverjum tilvikum hleypt inn í landiđ og veitt búsetu fólki sem er ađ flýja heimaland sitt vegna eigin afbrota. Ţetta höfum viđ gert án varúđarráđstafana s s kröfu um framvísun sakavottorđa. Um ţađ eitt getum viđ okkur sjálfum kennt, en ekki samlöndum afbrotamannanna.  

Ţađ vill gleymast í umrćđunni ađ mikill meirihluti ţeirra innflytjenda sem hér búa eru fyrirmyndarfólk sem okkur er sómi ađ hafa. Fólk sem almennt er vinnusamt, setur lit á mannlífiđ og lifir hér sínu fjölskyldulífi án nokkurrra afskifta af glćpum. Viđ skulum ekki gleyma ţví ađ börn ţessa fólks eru jafnsaklaus og okkar eigin og verđskulda ađ fá ađ alast upp sem saklaus börn. 

Ţví miđur er ţađ stađreynd ađ einelti vegna ţjóđernis á sér stađ í íslenskum grunnskólum. Ţađ lćra börn sem fyrir ţeim er haft, ef foreldrarnir eru međ fordóma ţá tileinka krakkarnir sér ţađ líka.

Ţađ er óţolandi og heimskulegt finnst mér, ađ ţar sem ţrír útlendingar komi saman sé viđhorf okkar speglađ međ einni fordómafullri setningu eđa samnefnara:  "ć ţessir skrattans pólverjar!"  ...og  samheitiđ pólverjar sé ţá í merkingunni útlendingar Angry


mbl.is Litháar á Íslandi stofna félag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband