Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2008

Viđvaningsháttur eđa siđblinda

Ég hef furđađ mig á ţeirri umrćđu sem spannst í kjölfar ţess ađ G .Pétur fyrrverandi en gamalreyndur fréttamađur hjá RUV setti ţađ myndband á bloggsíđu sína sem sagt er frá í međfylgjandi frétt. Bloggsíđa mannsins er ekki hans starfsvettvangur, hann ţiggur sín laun frá RUVWhistling

Allir sem starfa međ trúnađargögn í sínum daglegu störfum á hvađa vettvangi sem ţađ er  eiga ađ geta gert greinarmun á hvađ er ţeirra einkaeign og ţeim sjálfum frjálst til ráđstöfunar ađ vild - og hvađ tilheyrir starfinu og ţeirri stofnun eđa fyrirtćki sem viđkomandi er starfandi hjá. Hvort sem um er ađ rćđa heilbrigđisgeira, fjármálageira, lögreglumál eđa annađ ţá er fjöldi fólks ađ starfa međ trúnađargögn alla daga. Sé fólk ekki fćrt um ađ gera greinarmun á prívateign sinni og ţví sem starfsins er ţá er fólkiđ ekki starfi sínu vaxiđ. 

Ţađ ţótti jú tiltökumál ađ kantsteinar Ţjóđleikhússins skyldu hérumáriđ...hafna í garđi hjá einkaheimili í Breiđholtinu og ónefndur Vestmannaeyingur fór í fangelsi fyrir - sem var aldeilis rétt ađ hann gerđi skv lögum ţess lands sem viđ búum í.

    

Stađreyndir myndbandsmálsins eru fáar og alveg skýrar:  Geir Haarde var vissulega viđskotaillur í viđtali ţví sem G. Pétur sýndi á bloggsíđu sinni og viđmót hans ekki sćmandi forsćtisráđherra. Allir geta hinsvegar átt sína slćmu daga. G. Pétur sinnti starfi sínu sem fréttamađur í viđtalinu og spurningar hans voru eđlilegar. G.Pétur Matthíasson tók hinsvegar viđtaliđ fyrir hönd RÚV. Ţví var ţađ augljóst ađ RÚV er eigandi upptökunnar en ekki hann sjálfur. Páll Magnússon átti auđvitađ ađ krefjast ţess ađ G.Pétur skilađi upptökunum.  Ađgerđ Páls snýst á engan hátt um ritskođun eđa skerđingu á tjáningarfrelsi, heldur um ţá einföldu ađgerđ ađ innheimta eign stofnunar sem hann stjórnar.GetLost


mbl.is Vilja ađ RÚV biđji ţjóđina afsökunar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Leshringur, nćsta bókaspjall 14.des

Kćru lesvinir.  

Nćsta bókaspjall verđur sunnudaginn 14.desember.  

lifstidŢá tökum viđ fyrir glćpasöguna Lífstíđ eftir sćnska blađamanninn og rithöfundinn Lizu Marklund. Anna Ragnhildur Ingólfsdóttir ţýddi.

LÍFSTÍĐ er sjöunda sjálfstćđa sagan um ađalpersónuna Anniku Bengtzon og hefst ţar sem bókin Arfur Nóbels endađi. Bćkur Marklund eru skrifađar sem sjálfstćđar sögur og njóta sín mjög vel sem slíkar. Ţeir sem hafa lesiđ fleiri bćkur en ţessa eftir Marklund hafa auđvitađ kynnst ađalpersónunum enn betur.Efni bókar:
Ţegar David Lindholm, fćrasti lögreglumađur Svíţjóđar, finnst myrtur í rúmi sínu fellur grunur á Júlíu eiginkonu hans. Júlía á yfir höfđi sér lífstíđarfangelsi verđi hún fundin sek um morđiđ. Fjögurra ára sonur ţeirra er horfinn sporlaust og er Júlía sterklega grunuđ um ađ hafa myrt hann líka.

Blađamađurinn ANNIKA BENGTZON rannsakar máliđ á sama tíma og hún sjálf liggur undir grun um ađ hafa kveikt í húsinu sínu. Heimur hennar hrynur međan hún kafar sífellt dýpra í ofbeldisfulla og myrka fortíđ hins myrta.

 

MarklundLiza Marklund fćddist 1962 í Norrboten í Svíţjóđ.  

Nánari upplýsingar um höfundinn má t d  sjá hér og  hér

Áriđ 2004 var Marklund útnefnd góđgerđarsendiherra UNICEF. 

 

Ég er sjálf yfirleitt ekki mikiđ sćkin í glćpasögur og hafđi ekki mikiđ tekiđ eftir verkum Lizu Marklund fyrr en ég frétti af höfundinum áriđ 2005 ţegar hún og Lotta Snickare gáfu saman út bókina: "Ţađ er til stađur í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annarri". Titillinn er tilvitnun í Madeleine Albright, fyrstu konuna sem varđ utanríkisráđherra Bandaríkjanna ţegar hún hélt fyrirlestur um ofbeldi í Frćđslumiđstöđ Alţýđu í Stokkhólmi haustiđ 2004.

Marklund hefur skrifađ pistla fyrir dagblöđ og tímarit síđan 1987 og gefiđ út 13 bćkur. Í dag starfar hún m a sem dálkahöfundur fyrir sćnska dagblađiđ Expressen og norska blađiđ Verdens Gang.

 

Bókin Lífstíđ fćst á tilbođi hjá Bóksölu Stúdenta á 1782kr en kostar annars 1990kr í kilju. Fćst einnig sem hljóđbók.Cool

Góđa skemmtunWizard


Sorglegasta fréttin og kossaflens

Stundum ţegar ég opna dagblađ eđa vefmiđil til ađ lesa fréttir ţá blasir viđ ţvílíkt ófagnađarefni ađ ég sé eftir ađ hafa opnađ ...,  "ć af hverju var ég nú ađ opna ţetta" verđur fyrsta hugsunin.  Eflaust kannast flestir viđ ađ hafa hugsađ eitthvađ svipađ yfir fréttaefni ţegar harmleikir eiga sér stađ.

 

Međfylgjandi frétt fjallar um íslensk ungmenni sem ráđast á og ganga í skrokk á jafnaldra sínum. Margir saman ráđast á einn ungling, yfirbuga hann og misţyrma. Ásetningur er svo skýr og algjör ađ gerendur hafa myndatökumann tiltćkan á stađnum sem býr til myndband af hryllingnum sem síđan er sett á netiđ.  Ţvílíkt tilgangsleysi, skepnuskapur, illmennska!AngryDevil Hvernig í ósköpunum er sonalagađ tilkomiđ? Ég vona innilega ađ drengurinn sem varđ fyrir árásinni nái fullri heilsu.

 

Sannkallađur súrealismi ef nokkuđ, er á sömu fréttasíđu sagt frá skóla fyrir ungmenni í Austurríki sem eru á sama aldri og ţau íslensku. Ţar er veriđ ađ glíma viđ annarskonar vanda,..., nefnilega ţann ađ krakkarnir og ţá sérstaklega stelpurnar kyssast of mikiđW00t  Skólameistara ţykir svo langt gengiđ í kossaflensi stelpnanna ađ vćnta mćtti ađ strákarnir gćtu fariđ ađ vilja fá kossa líka ..., og ţví er brugđiđ á ţađ ráđ ađ    banna kossa á skólalóđinni. Crying

 

 

Ég held ég loki fréttasíđunum fyrir kvöldiđ og smelli gömlum og góđum Bond í tćkiđ...., ţar eru ţó bófar bara bófar og skvísur eru skvísur. 


mbl.is Gerđu myndband af líkamsárás
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Leshringur, bókaspjalliđ er í dag sunnudaginn 16.nóv

Glerkastalinn eftir Jeanette Walls  

Anna María Hilmarsdóttir ţýddi Glerkastalann, en bókin geymir áhrifaríkar endurminningar höfundar sem ólst upp ásamt systkinum sínum í strjábýli Bandaríkjanna hjá drykkfelldum og á margan hátt óhćfum foreldrum. Sérvitrir foreldrarnir festu hvergi rćtur, fjölskyldan hraktist á milli stađa og börnin máttu ţola sára fátćkt og vanrćkslu.

Frásögn Jeannette Walls af ćsku sinni er í senn miskunnarlaus og angurvćr; ástin til foreldranna skín í gegn ţrátt fyrir ţćr hörmulegu ađstćđur sem ţau bjuggu börnum sínum.

Jeannette Walls fćddist á nýársdag 1960 í Phoenix Arizona í Bandaríkjunum. Hún er ein fjögurra systkina. Hún nam blađamennsku viđ Barnard Háskóla, samstarfsháskóla Kólumbíu Háskóla, og útskrifađist ţađan međ láđi. Eftir námiđ hóf hún störf sem blađamađur međ góđum árangri. Hún hefur međal annars starfađ fyrir New York Magazine, Esquire og USA Today. Í átta ár var hún slúđurdálkahöfundur á MSNBC.com en hún hćtti ţar haustiđ 2007 og einbeitir sér nú ađ rithöfundaferli sínum.

Fyrsta bók hennar Glerkastalinn, kom út áriđ 2005 og varđ strax gífurlega vinsćl en hún hefur selst í yfir tveimur milljónum eintaka. Jeannette er gift höfundinum John Taylor og býr međ honum í Virginíu ţar sem hún vinnur ađ nćstu bók sinni

 

 


Marley og ég

Marley og ég

Ég var ađ ljúka viđ ađ lesa bók sem mig langar til ađ segja ykkur frá. Hún er í einu orđi sagt dásamleg. Mannbćtandi lestur fyrir hvern sem er, jafnt hundavini sem ađra.

Ég er sjálf ekki hundavinur í ţeim skilningi ađ ég hef ekki átt eđa umgengist hund sem "persónulegan" vin um ćvina. Sem krakki var ég svo hrćdd viđ hunda ađ forđa ţurfti ţeim frá mér en ekki öfugt Grin

Bókin Marley og ég datt eiginlega inná borđ hjá mér fyrir einhverja tilviljun. Undirtitill bókarinnar er "ađ eiga og elska heimsins versta hund". Bókin er eftir John Grogan sem er blađamađur hjá Philadelhpia Inquirer.

Ţetta er sannsöguleg frásögn. Planta drepst hjá Grogan-hjónunum sem verđur til ţess ađ ţau efast um eigin getu til ađ eignast og ala upp börn - fyrst ţau geta ekki haldiđ lífi í einni plöntu, hvernig eiga ţau ţá ađ halda lífi í barni. Ţau ákveđa ţví ađ taka ađ sér hund og athuga hvernig ţađ gangi - en sá reynist heimsins versti hundur og tekur upp á ýmsu. Ţau ákveđa samt ađ eiga ţetta skemmtilega afstyrmi međ öllum ţeim uppákomum sem honum fylgja og skíra hann eftir uppáhaldstónlistarmanni sínum Bob Marley. Ţeim fer ađ ţykja ofur vćnt um stóra erfiđa hundinn sinn, vonlaus og misţroska sem hann er. Ţannig er ţađ víst međ suma hunda ţó hreinrćktađir og ćttbókarfćrđir séu.

Og međan ađ ţau reyna ađ ala hann upp ţá hrúgast börnin niđur.InLove

Frásögnin er í senn bráđskemmtileg og stundum sorgleg - eins og segja má um lífiđ sjálft í flestum fjölskyldum. Hún fer međ lesandann allan heila tilfinningastigann og mađur er orđinn virkur ţáttakandi í daglegu lífi Grogan fjölskyldunnar. Međan ég var ađ lesa bókina stóđ ég sjálfa mig ađ ţví ađ setja skóna mína betur INN í skápana heima hjá mér...,  til ađ hundurinn hann Marley kćmist ekki til ađ naga ţá.Sideways

Eftir lestur raunsannrar sögunnar um hundinn Marley og fjölskyldu hans er ég um margt fróđari varđandi tengsl manns og hunds.    

 

Sagan hefur nýlega veriđ kvikmynduđ og verđur sýnd í bíóhúsunum á Íslandi innan skamms.  

Bókaútgáfan Hólar hefur gefiđ bókina út í kilju. Hún fćst í flestum bókaverslunum. Hćgt er ađ panta hana hjá holar@simnet.is s:5872619. 


Ekki hetjudáđ - heldur dómgreindarskortur

Bjarni gerist sekur um ótrúlegan dómgreindarskort.

Ţađ er fullkomlega óţarft ađ slá manninn til riddara eđa gera hann ađ hetju fyrir ađ "axla ábyrgđ" og hćtta, heldur er ţađ sjálfsagt og eđlilegt ađ hann hćtti störfum.

Ţađ sem hann var ađ ađhafast hafđi ekki beinlínis mikiđ međ ábyrgđ ađ gera og ţví síđur hetjuskap. Ţetta varpar nokkru ljósi á baktjaldamakk innan flokkanna og ţarf enginn ađ halda ţví fram ađ eitthvađ svipađ eigi sér ekki stađ í öđrum flokkum sem er samt engin réttlćting.

Ţegar fólk hefur komiđ sér og málum sínum í svona klúđur ţá er ţađ eina rétta - ađ segja af sér.  

Bjarni hefđi bara átt ađ gagnrýna Valgerđi undir nafni en ekki vera ađ pukrast ţetta í skjóli nćtur og burđast viđ eftir krókaleiđum ađ láta birta efniđ undir nafnleynd.

Slíkt orsakar ódaun sem almenningur hefur fengiđ yfriđ nóg af. 


mbl.is Guđni: Bjarni axlar ábyrgđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ er sagt um danska

Ţađ er sagt um bossana á dönskum konum ađ ef bóndinn danglar í bossann á konunni sinni ţegar hann fer í vinnuna ţá sé hann enn ađ hristast ţegar hann kemur heim aftur.

Ekki af ţví ađ bossarnir séu svo stórir á vinkonum okkar í DK, heldur af ţví vinnutíminn sé stuttur. ___________________ 

Sander hafđi lagt höndina neđarlega á bakhluta ţingkonunnar ţegar hún gekk framhjá honum skömmu áđur en lokađur fundur um heimsviđskipti hófst í ráđuneytinu. Hann viđurkennir ekki ađ athćfiđ hafi veriđ óviđeigandi.

Skyldi honum ţykja ţađ sama ef kona eđa karl hefđi klappađ honum sjálfum neđarlega á bossalinginn viđ sambćrilegar ađstćđur?  Bandit Sideways


mbl.is Danskur ráđherra sakađur um kynferđislega áreitni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hlaupinn sólarhringur

Uppá síđkastiđ má einna helst líkja sólarhringum mínum viđ flík sem hefur "lent" í ţvottavél. Flíkin var ţvegin á of miklum hita og kemur út hlaupin, hefur skroppiđ saman og minnkađ um nokkrar stćrđir.

Mig langar til ađ fylgjast međ skrifum ykkar bloggvina minna en ég finn fćrri og fćrri stundir í sólarhringnum til ţess. Bćđi til ađ skrifa blogg og lesa og kvitta hjá öđrum. 

Moggabloggiđ er skemmtileg samskiptaleiđ. Bloggiđ er frábćr leiđ til ađ halda dagbók yfr pćlingar sínar og hugdettur. Sumar bloggfćrslur eru eins og ferskvara sem úreldist hratt og örugglega, önnur skrif eiga sér lengri og betri líftíma.

 

Ég er í nýju starfi međ öllu sem ţví fylgir. Nýtt starf í glćnýju fyrirtćki en samt á gamla stađnum. Sérkennileg blanda og skemmtileg áskorun. Ţađ er margt ađ lćra í nýju krefjandi starfi og mörgum ađ kynnast. Í hvorutveggja fer mikil orka.

Ég á von á ađ endrum og sinnum finni eg samt tíma til ađ kíkja í heimsókn á bloggin ykkar nćstu vikurnar til ađ skođa hvađ ţiđ eruđ ađ pćla ţó ekki verđi tíđar heimsóknir. Ég skil ekki endilega alltaf eftir spor í athugasemdakerfunum ykkar.

Leshringnum mun ég ekki sleppa hendi af og vil standa mína vakt ţar enda lítiđ fyrir honum haft einn sunnudag í mánuđi ;)  Hlakka til ađ hitta á vonandi sem flesta úr ţeim hópi í bókaspjallinu hér á síđunni sunnudaginn 16.nóv.

Wizard


Leshringur, bara 11 dagar í nćsta bókaspjall

glerkastalinn

Glerkastalinn eftir Jeanette Walls  

Nćsta bókaspjall verđur sunnudaginn 16.nóvember

svo ađeins eru 11 dagar til stefnu ađ klára bókina.Cool W00t  

 

 

 


Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband