Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007

Efst í huga um áramót

newyearseve

Um áramót reikar hugurinn meira til liđinna atburđa en á öđrum tímum árs.  

Eitt af ţví sem stendur uppúr af atburđum ársins hjá mér sjálfri og sem viđeigandi er ađ fjalla um hér, eru fyrstu skrefin mín í bloggheimum í sumarbyrjun.    

Ađ kynnast bloggheimum hefur veriđ skrýtiđ og skemmtilegt ćvintýri sem ég vildi alls ekki hafa misst af.

Hverjir verđa bloggvinir og hvernig? Á haustdögum um ţađ leyti sem Leshringurinn hóf göngu sína á síđunni lýsti bloggvinur ţessu fyrir mér eitthvađ á ţessa leiđ: Ţađ minnir ef nokkuđ á mötuneyti á stórum vinnustađ,eđa kaffihús.Fólk hópar sig saman viđ borđin nokkuđ tilviljanakennt.Smám saman fer fólk ađ venja komur sínar ađ ákveđnum borđum, hjá ţví fólki sem ţađ hefur fundiđ einhvern samhljóm međ...ţannig myndast bloggvinahópur...svo finna menn sér sessunaut sem ţeir sitja alltaf viđ hliđina á. 

Bloggsamfélagiđ hefur komiđ mjög á óvart og veriđ bćđi skemmtilegt, gefandi og stundum frćđandi. Fólk er upp til hópa hresst og afar kurteist. Ég hef eins og margir fleiri losađ mig viđ hugarfóstur... og tjáđ mig um ýmis málefni, bćđi ţau sem ég hef nokkurt vit á, líka ţau sem ég hef ekki nokkurt vit á. Í sumum tilvikum er mađur ađ opna augun fyrir ýmsu í lestrinum hérna í bloggheimum sem mađur er annars ekki ađ hugleiđa svona yfirleitt. Gaspri og gjammi frá manni er almennt tekiđ eins og hjá góđu kennurunum á skólaárunum... međ ţökkum og háttvísi, enda hafa flestir bloggvinir meiri ánćgju af gagnvirkum samskiptum en drottningarpistlum. Nóg er jú úrvaliđ af ţeim á öđrum vettvangi.  

New_Years_Toast

 

Ég vil óska ykkur bloggvinum mínum og fjölskyldum ykkar árs og friđar og ţakka innilega fyrir eftirminnilegt og frábćrt fyrsta bloggár.

Megi framhaldiđ verđa jafn innihaldsríkt og skemmtilegt.  InLove 

 

WizardWizardWizard


Ivanov í Ţjóđleikhúsinu

tsjekov

Ţjóđleikhúsiđ frumsýndi Ivanov eftir Anton Tsjekov á annan í jólum.

Ég var gjörsamlega heilluđ af sýningunni InLoveInLoveInLove:

sviđsmyndin eftir Grétar ReynissonHearteinstök snilld, sem virtist einföld viđ fyrstu sýn er var flókin tćknileg útfćrsla, tónlistin sem var í umsjá Sigurđar Bjólu var m.a. eftir Tom Waitts og átti vel viđ..., lipur ţýđing textans sem er gerđ af Baltasar og Ólafi Agli, 

...og svo ţau snillingarnir öllsömul:  Hilmir Snćr hreint frábćr og ótrúlega sannfćrandi í hlutverki Ivanovs sem er eigingirnin uppmáluđ, sneyddur lífsgleđi og sama um allt og alla. Margrét Vilhjálmsdóttir sem eiginkona hans gyđingurinn Anna. Margrét er frábćr í hádramatísku en um leiđ lágstemmdu hlutverki. Ólafur Darri var magnađur sem Shabelski greifi. Hann er gífurlega sterkur á sviđinu ţessi hćfileikaríki leikari. Kornung leikkona Laufey Elíasdóttir fannst mér eftirtektarverđ í hlutverki dótturinnar Söshu, sem ţróast úr ástsjúkri unglingsstúlku í harđákveđna unga konu. Laufey skilar sínu hlutverki mjög vel.  

Baltasar leikstýrir og tekst ađ skapa ákveđinn léttleika í annars ţungu verki. Ivanov var eitt fyrsta leikverk Tsjekovs sem hann skrifađi í fullri lengd. Glćný kvikmynd Baltasars Brúđguminn, fjallar sömuleiđis um Ivanov. Nú bíđ ég spennt eftir ađ sjá hana.

Mađurinn er ţađ sem hann trúir  - er haft eftir Anton Tsjekov.Wizard

Nýtt á mbl.is:  leikhúsin 

 

 hilmir Hilmir Snćr

 Laufey

laufeyeliasd

Ólafur Darri 

olafurdarri

 

 

 

 


Viltu lána mér ţitt símanúmer?

Fáránleg spurning finnst ykkur ekki? Sumum finnst símanúmeriđ sitt vera hluti af persónuupplýsingum.Fyrir ţví má fćra ýmis rök, allavega kjósa margir ađ nota óskráđ númer.   

wbush-telephoneStađreynd er ađ hver sem er getur hringt inn til ja.is og látiđ skrá á sitt nafn hvađa símanúmer sem er án ţess ađ hafa fyrir ţví nokkra heimild, viđkomandi ţarf ekki ađ vera eigandi/rétthafi símanúmersins.Ţetta hljómar auđvitađ eins og hvert annađ bull en svona er ţetta samt.

Tökum nćrtćkt dćmi sem var kveikjan ađ ţessari fćrslu: ćttingi minn uppgötvađi á dögunum ađ hann var skráđur fyrir gsm símanúmeri á ja.is sem er ekki hans númer og sem hann hefur aldrei haft.Hann hefur aldrei óskađ eftir viđkomandi númeri og ţví síđur ađ vera skráđur fyrir númerinu í símaskrá.Annar einstaklingur hefur ţetta númer, sem hann ţekkir ekkert og veit engin deili á.  

Ţegar óskađ var skýringa hjá já.is og ţeir beđnir ađ framvísa gögnum um ađ óskađ hefđi veriđ eftir ţessari skráningu fengust ţau svör ađ engin undirrituđ beiđni vćri fyrir skráningunni og enginn gögn til stađar um ađ óskađ hafi veriđ eftir ţessu.  “Ţađ virđist hafa veriđ hringt inn til okkar og beđiđ um ađ setja ţetta númer inn og ég hef ekki upplýsingar um hvađan var hringt.Símafyrirtćkin hringja í okkur og skrá inn símanúmerin eđa viđ fáum beiđni í gegnum tölvukerfiđ eđa tölvupóst hjá okkur”.  

Fyrirtćkiđ er ađ skrá inn bara einhverjar upplýsingar í símaskrána, án ţess ađ hafa til ţess nokkurt leyfi viđkomandi einstaklings eđa undirritađ upplýst samţykki frá viđkomandi viđskiptamanni. Í raun getum viđ bloggvinir tekiđ okkur til og látiđ skrá símanúmer hvers annars á nafn hvers annars, allt sem ţarf er bara ađ hringja eđa senda tölvupóst til ja.is ţađ er ekki flóknara. Angry

Hljóđ myndi heyrast úr horni er ég hrćdd um, ef ýmis önnur ţjónustufyrirtćki fćru jafn frjálslega međ jafn persónulegar upplýsingar.


Ljúf tónlist fyrir svefninn

Tek smá hlé á jólatónlistina, í bili allavega Whistling


Talandi um mat

Talandi enn og aftur um mat. Ţennan ćđislega kjúklingarétt fann ég á netinu í vetur. Ég man ţví miđur ekki hver höfundurinn er:

Kjúklingur međ pestó, rjómaosti, grćnum ólívum, hrísgrjónum og salati

Hlutađi heilan kjúkling niđur í fjóra bita og var međ aukalega nokkra leggi. Hellti 1-2 msk af jómfrúarolíu í botninn á eldföstu móti og dreifđi svo heilum gróft söxuđum hvítlauk í fatiđ. Lagđi kjúklingabitana ţar ofan á. Setti 100-130 gr af hreinum rjómaosti í skál og blandađi saman viđ 3/4 krukku af pestó. Ţetta var hrćrt vel saman og saltađ ađeins og piprađ. Ţessari blöndu var svo makađ á kjúklinginn. Restinni af pestóostinum var svo dreift međ í fatiđ. Einni lítilli krukku af góđum ólívum var svo dreift á milli. Bakađ í forhituđum ofni, 200 gráđur, í 35-45 mínútur eđa ţar til kjarnhiti nćr 82 gráđum í kjötmćli.

Ţegar kjúklingurinn var tilbúin var honum rađađ á fat og ferskri steinselju dreift yfir. Sósan var einföld, vökvinn (rjómaosturinn, pestó, ólívur, hvítlaukur og olían) sem rann af kjúklingum viđ bökunina hellt í skál og borin fram međ. Međ matnum var borin fram sođin jasmín hrísgrjón. Ferskt salat međ grćnum laufum, vínberjum, konfekttómötum og papríku.


Kjöt, konfekt og klisjuást - letin komin á hćsta stig

Fćrlsa er í fćđingu í huga mér, er ađ reyna ađ hugsa skýrt en ţađ reynist erfitt. Kjötátiđ, rjómasósurnar, konfektiđ og allt hitt sem ég er búin ađ borđa á jólunum stendur eins og stífla í hausnum á mér og fćrslan er í ţoku, engin hugsun er alveg skýr, letin er komin á ţetta stig. Hún heltekur mann og lamar, ekki bara líkamlega, andinn verđur tregur til vandrćđa og nennir ekkert ađ láta hrófla viđ sér.

Ég fór nú samt á gönguskíđi í morgunn, ţađ er snjór yfir öllu og jólaveđriđ er eins fallegt eins og frekast er hćgt ađ óska sér.

Hvernig yrđi mađur ef ţetta fćđi vćri á matseđlinum allt áriđ, rjómasósur, reykt kjöt, konfekt og annađ góđgćti sem viđ borđum á jólunum. Eins gott ađ blessuđ jólin eru bara einu sinni á ári.

Ţessi fćrsla átti reyndar ađ fjalla um allt annađ, hún átti ađ fjalla um ţađ sem ég kalla klisjuást. Kjötstíflan í hausnum á mér gerir ţađ ađ verkum ađ fćrslan fer út og suđur. 

Klisjur eru setningar sem einhverjum hefur ratast um munn einhverju sinni og sem ađrir endurtaka og/eđa ofnota sí og ć. Ţetta er algengast međal fjölmiđlafólks, stjórnmálamanna og annarra sem reyna ađ láta taka mark á sér, en nenna ekki ađ hafa fyrir ţví ađ upphugsa ţađ sem segja ţarf um málefnin. Kannski er klisjuást bara kjötsvimaeinkenni. Klisjur eru allavega ekki sama og spakmćli eđa orđtök. Tökum dćmi um nokkrar klisjur sem á ţessari stundu eru nćrtćkar: ţú ert ţađ sem ţú borđar, ţú ert ţađ sem ţú hugsar, ţú ert ţađ sem ţú lest Grin


Af hremmingum og jólaskapi

13152Mjög sérstakur ađfangadagur er liđinn og Martan vöknuđ, södd og löt eins og restin af ţjóđinni. Yndislegt ţetta jólafrí međ tilheyrandi leti, ađ ţurfa ekki ađ fara af stađ út í kuldann og geta bara hreiđrađ um sig međ góđa bók. Er rétt byrjuđ ađ lesa nýju bókina hans Jóns Kalmann. Ég er sannfćrđ um ađ jólasveinninn les bloggiđ mittHeart

 

Ýmislegt fór úrskeiđis í jólaundirbúningnum í gćr ađfangadag og á Ţorláksmessu en ekkert gat spillt jólaskapinu. 

Ljósaserían á jólatrénu gaf upp öndina snemma morguns á ađfangadaginn sjálfan, gullfalleg sería, gylltir englar sem ég keypti í Asíu hér um áriđ. Hún er búin ađ duga vel og núna var hún sem sagt búin ađ gera sitt fannst henni og slökkti bara á sér ganske pćnt og ţađ á ađfangadagsmorgunn! Í geymslunni var til sería sem ég var fljót ađ skella á tréđ og sómdi sér eiginlega enn betur en dýrindis serían međ englaljósunum, ţá var ţađ mál leyst.

Ţađ nćsta sem hćtti störfum alveg óumbeđiđ var hrćrivélin mín, einmitt ţegar ég var ađ útbúa eftirréttina til ađ frysta! Ţessa Kitchenaid hrćrivél eignađist ég ţegar ég var 19 ára gömul og ţađ er langt síđan....hmm. Hér kom sér vel ađ eiga bćđi handţeytara og góđa nágranna og ţannig leystist ţađ.     

Ryksugan bilađi! Ég var reyndar ađ mestu búin ađ ljúka ţrifunum sem betur fer ţegar ţetta gerđist og litla handryksugan mátti duga til ađ klára restina.  

Ţegar hér var komiđ sögu var sko ekki öllum hremmingum lokiđ enn, en Martan og Pollýanna vinkona hennar spiluđu bara nýja Frostrósadiskinn og söngluđu međ, alveg ósnertanlega sćlar međ sinn jólaundirbúning og stemninguna.  

Á flugvellinum í Mílanó keypti ég fyrir nokkrum árum dýrindis gullfallegt handmálađ kjötfat og ćtlađi ađ nota ţađ fyrir steikina á ađfangadagskvöld. Ţegar ég tók fatiđ út úr stáss-skápnum ţar sem húshaldsdjásnin eru geymd, ţá datt botninn úr kassanum, fatiđ datt í gólfiđ og brotnađi! Allt er ţegar ţrennt er segjum viđ stundum en af hverju ţurfti fernt ađ gerast? Er ţađ ekki nokkuđ ósanngjarnt?  

f_snoopieŢetta eru auđvitađ dauđir hlutir alltsaman sagđi Pollýanna viđ Mörtuna, sumt ţarf einfaldlega ađ endurnýja en óneitanlega sérstakt ađ allt ţetta fari úrskeiđis á rétt rúmum síđasta sólarhringnum fyrir jólahaldiđ. 

 ...en ekkert ekkert gat spillt jólaskapinu:  sonur heima, góđir gestir í mat, snjór úti og logn, fallegt jólaskraut og jólaljós allsstađar í nágrenninu hvert sem litiđ er, húsin skarta sínu fegursta og mannfólkiđ líka. Ţó enn fleiri heimilishlutir hefđu orđiđ til trafala hefđi Martan ekki haggast held ég. Ţetta eru jú dauđir hlutir sem viđ reyndar treystum nokkuđ oft á og yfirleitt alveg hugsunarlaust.   

Kannski veit ţetta á eitthvađ, kannski er bara kominn tími á ýmsa innviđi heimilisins ađ ganga í endurnýjun lífdaga á einhvern hátt, eđa ţá ađ ţađ er rétt sem sumar húsmćđur segja, ţađ er eins og ţessir heimilishlutir tengist tryggđaböndum viđ hver annan, ef einn ţeirra gengur úr sér ţá fylgja fleiri á eftir.

 

-  En jólamaturinn heppnađist einstaklega vel og kvöldiđ var yndislegt. Miđnćturmessa í Dómkirkjunni var svo punkturinn yfir iiđ, skemmtilega predikun biskups má lesa hér.


Jólakveđja

Nćstu dagana mun lífiđ snúast um matarbođ, tónleika og hittinga ýmiskonar en ţó ekki síst, notalegt hvíldarfrí frá daglegum önnum. Jólatréđ er komiđ á sinn stađ heima og heimiliđ orđiđ yndislega hlýlegt og jólalegt. Á ađfangadag verđa svo góđir gestir í mat hjá okkur í litlu fjölskyldunni.Heart

Christmas-Snoopy-Lights-Tree

 

 

Kćru bloggvinir. 

Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleđilegra jóla. 

Eigiđ góđar stundir um hátíđarnar. Halo

 


 


Flottar ljósmyndir

solarlag_halldorsig

Ţessa fallegu ljósmynd tók Halldór Sigurđsson ljósmyndari og bloggari hér á Mbl. Ég var svo heppin ađ eignast mynd eftir Halldór á dögunum, en á međal verka hans er margt augnakonfekt ađ finna sjá m a hér:

http://iceland.photium.com/


Af smekkvísi og RUV

Smekkvísi kostar mismikiđ, ţađ sama gildir um smekkleysu. Ţađ myndi kosta RUV 3 milljónir ţetta áriđ ađ halda í ţá hefđ ađ senda út Áramótaskaupiđ án auglýsinga. Dropi í hafiđ í jafn viđamiklum rekstri sem RUV ohf er.

Stjórnendur RUV eru međ ţessu ađ brjóta ísinn fyrir ţađ sem koma skal. Markađsstjóri RUV sagđi í Kastljósviđtali kvöldsins: "Á međan viđ erum á auglýsingamarkađi hljótum viđ ađ nýta ţćr heimildir sem viđ höfum". Heimildir eru sagđar til ađ rjúfa dagskrá fyrir auglýsingahlé í öllum útsendingum nema í messum og fréttaţáttum.

Varđandi Skaupiđ eru heimildir sagđar fyrir 6 mínútna auglýsingatíma. Viđ áhorfendur megum sem sagt ţakka fyrir ađ menn ćtli einungis ađ nýta 60 sekúndur ţetta áriđ af 360 sek. Ţćr 3 milljónir króna sem RUV fćr fyrir auglýsinguna, munu ekki skipta sköpum um afkomu RUV. Sagt er ađ ţađ kosti um 84 milljónir ađ framleiđa Skaupiđ. Ţarna er hinsvegar veriđ ađ brjóta hefđ sem mörgum landsmönnum er kćr en allt er jú falt fyrir peninga, ekki síst í neyslusamfélagi.

Skođum hlutina í stćrra samhengi:

Hvar viljum viđ setja mörkin eđa ţurfum viđ einhver mörk í nokkru? Hefđir og önnur tilfinningaleg gildi sem skipta almenning máli, t d hvort símtćki eru auglýst í Guđs nafni, auglýsing sem truflađi marga og skapađi umrćđur sem margfölduđu virđi auglýsingarinnar. Var ţá tilganginum náđ? Eđa hvort pizzafyrirtćki sendir viđskiptavinum sínum sms kl 18:00 á ađfangadagskvöld, sendir svo afsökunarbeiđni í fjölmiđlum eftirá, margföld umrćđa/auglýsing

... sniđugt - eđa hvađ? 

Eigum viđ ađ láta hráa neyslusmekkleysuna ćđa yfir okkur gagnrýnislaust hvar og hvenćr, og á hvern hátt sem er? Bara ef smekkleysan er fyndin er ţá allt ásćttanlegt sbr nefnda auglýsingu hér ađ framan? Hefđu sms skilabođin veriđ fyndin sem bárust kl 18 á ađfangadag hérumáriđ, hefđu menn varla brugđist illa viđ eđa hvađ? 

RUV gat orđiđ menningarleg stöđ sbr evrópskar fyrirmyndir. Nú er ljóst ađ fyrirtćkiđ ćtlar ekki ađ feta ţađ einstigi ţrátt fyrir styrki til íslenskrar dagskrárgerđar, heldur verđur stöđin smám saman jafn útţynnt og metnađarlaus eins og hver önnur.

Nćsta skref á ţessari braut er ţá ađ fólk hafi val um, hvort ţađ borgar afnotagjöld RUV eđa ekki. 


Nćsta síđa »

Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband