Leita í fréttum mbl.is

Allt er hverfult

Daglega erum viđ minnt á hve allt er hverfult - ekki síst völd, peningar og heilsa.

Hún er hreint ótrúleg sú framvinda mála sem átt hefur sér stađ á Íslandi síđustu mánuđina. Ţessi röđ atburđa á skömmum tíma sem skrifar söguna um framtíđ ţjóđarinnar. Rithöfundur sem myndi senda frá sér ţessa sögu sem skáldverk fengi líklega ţá umsögn ađ honum hćtti til ađ fara fram úr sér, skjóta yfir markiđ.  

______

Geir ćtlar ekki ađ sćkjast eftir endurkjöri sem formađur Sjálfstćđisflokksins eftir ađ hann greindist međ illkynja ćxli. Skynsamleg ákvörđun sem vonandi eykur líkur á góđum bata hans til frambúđar.

Ingibjörg komin heim eftir sínar rannsóknir og niđurstađan, góđkynja ćxli. Dugnađarforkurinn ćtlar beint á vaktina í ríkisstjórn Íslands.

Ýmsar breytingar í landslagi stjórnmálanna blasa viđ. Í núverandi stjórnarflokkum hljóta ađ verđa mannabreytingar í fremstu víglínu. Ungir og óreyndir stjórnmálamenn eru samt ekki endilega ţađ efttirsóknarverđasta fyrir okkur kjósendur núna ţegar svo gífurlega alvarlegan vanda er viđ ađ fást. Ađ breyta bara breytinganna vegna er ekki skynsamleg leiđ í jafn alvarlegri stöđu og ţjóđin er í. Viđ viljum breytingar til hins betra. Ađ gott teymi veljist saman til starfa hlýtur ađ vera lykilatriđi eins og í hverjum öđrum rekstri. 

Mjög hćfum einstaklingum er völ á í öllum flokkum. Óskastađan fyndist mér sem kjósandi ađ geta valiđ úr allri flórunni ţá einstaklinga sem ég hef mesta trú á til góđra verka. Ég hef aldrei gerst félagi í stjórnmálaflokki og mun líklega seint gera ţađ. Ástćđan er sú sem ég nefndi, mig langar ađ kjósa fólk en ekki flokka. Whistling


mbl.is Geir: Kosiđ í maí
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn - Cacoethes scribendi

Ég held ég taki undir međ ţessari grein sjálfstćđismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóđ : http://baldur.xd.is/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Góđ hugleiđing Marta.

kv.Guđrún María.

Guđrún María Óskarsdóttir., 24.1.2009 kl. 01:37

3 identicon

Ég er sammála ţér međ ađ mikiđ er til af vel hćfu fólki innan allra stjórnmálaflokka og ađ sjálfsögđu einnig međal óflokksbundinna.  Hins vegar er ađ mínu mati hćtta á ađ til verđi mikiđ af "eins máls" ţingmönnum ef eingöngu er valiđ til ţings á persónugrunni og ađ til verđi ákveđin tískumálefni fyrir hverjar kosningar.  Hin hliđiđ á ţeim peningi er ađ ákveđnir málaflokkar verđi hreinlega útundan.  Opiđ öflugt grasrótarstarf flokka sem og reglubundin prófkjör eru hjálpleg, en besti kosturinn vćri ađ mínu mati hins vegar ađ venja ungt fólk á ţađ strax í skóla ađ ţađ eigi ađ sýna frumkvćđi og láta til sín taka í ţjóđfélagsumrćđu og mótun samfélagsins á grundvelli ţeirra gilda sem viđ höfum sett okkur. 

mbk

ÓA 

Ólafur Adolfsson (IP-tala skráđ) 24.1.2009 kl. 09:46

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Góđar hugleiđingar en ég hvet ţig til ađ vinna í stjórnmálaflokk ţví ţar fer fram skođanaskipti og ţar er stefnan mótuđ. Ţađ hafa allir stjórnmálaflokkar málefnahópa og í ţeim eigum viđ borgara ađ vinna ađ málum okkar ég ber virđingu fyrir fólki ţó ţađ hafi ađra skođun en ég ţví ţađ engin ein skođun rétt ef svo vćri ţá vćri bara einn flokkur og ein skođun ţá er lýđrćđiđ fariđ og ţess vegna eigum viđ ađ hafa skođanir og rökrćđa ţćr ţannig verđur samfélagiđ best.

Heilbrigđisráđherra kom međ heilmiklar breytingar á ţví sviđi og sagđi ţćr spara 1,3 miljarđa  ég vil sjá útreikninga og ef ţar eru fćrđar sönnur á hvađ hver breyting sparar ţá kaupi ég ţađ en ef ekki er hćgt ađ sýna útreikninginn ţá er eitthvađ ađ viđ eigum ađ breyta međ rökum en ekki eftir klíku og kunningja greiđa.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.1.2009 kl. 13:36

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Góđ hugleiđing hjá ţér Marta. 

Marinó Már Marinósson, 24.1.2009 kl. 17:01

6 identicon

Ţakka ţér fyrir ţessa hugleiđingu. Er ţér mjög sammála Marta.

Hallgerđur Pétursdóttir (IP-tala skráđ) 24.1.2009 kl. 21:15

7 Smámynd: Guđrún Emilía Guđnadóttir

Takk fyrir mig og er ţér hjartanlega sammála mundi vilja kjósa gott fólk til ađ stjórna landi voru.
Kveđja
Milla

Guđrún Emilía Guđnadóttir, 28.1.2009 kl. 21:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband