Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Herman Koch og Sumarhús međ sundlaug

Sumarhus_Herman KochFyrir nokkru skrifađi ég hér á blogginu um Herman Koch, hollenskan rithöfund sem ratađi á fjörur mínar fyrir nokkrum misserum síđan.  

Ég var núna ađ lesa Sumarhús međ sundlaug.

Mig langađi til ađ lesa ţessa bók af ţví höfundurinn er góđur og hann er einn af ţessum "miskunnarlausu" nútímahöfundum sem hristir duglega upp í lesandanum međ óhefđbundnum íhugunarefnum sínum. 

Ég las hana frá byrjun til enda í einni lotu án ţess ađ leggja hana frá mér.

Hann veltir ţarna upp ekki óskyldu ţema og í fyrri bókinni Kvöldverđurinn, en ţessar tvćr bćkur eru sjálfstćđ verk.

Hann gagnrýnir smáborgarahátt okkar vesturlandabúa og bendir á ađ ekki er allt sem sýnist. Stundum er líf fólks slétt og fellt á yfirborđinu - en bara á yfirborđinu. 

"Góđborgarar" samfélagsins eru ekki endilega allir svo góđir borgarar sem halda mćtti. Hann persónugerir tvískinnungsháttinn međ sjálfum sögumanninum sem er heimilislćknir. Međ innsýn í hugarheim hans er ekki horft inn í neina stásstofu. Mađurinn er flókinn persónuleiki, siđblindur, ofur stjórnsamur og á flestan hátt andstyggilega ţenkjandi einstaklingur. 

Ţessi bók er mjög vel skrifuđ, sannfćrandi og eftirminnileg,  en vissulega ógeđfelld á sinn hátt eins og viđ mátti búast.

Herman Koch er alltaf fyndinn ţó svartur húmor sé. Kafla í bókinni má líkja viđ góđan íronískan farsa, en ţar finnst mér höfundur óborganlegur ţar sem hann fjallar um og kryfur til mergjar ţá breytingu á hegđun sem áfengisneysla kallar fram hjá "mikilsvirtum" stútungskörlum í strandpartýi á sumarleyfisstađ.  

Umfjöllun útgefanda fylgir hér:


Leshringur, nú er komiđ ađ bókaspjalli um Kvöldverđinn eftir Herman Koch

Kvöldverđurinn_Herman Koch

 

Hvađ myndirđu ganga langt til ađ verja börnin ţín?

Hollenski rithöfundurinn Herman Koch er ţekktur fyrir ágengan stíl, góđ skrif og húmor í dekkri kantinum.

Nú er komiđ ađ spjallinu okkar um bókina: Kvöldverđurinn eftir Herman Koch

Útgefandi Forlagiđ,  ţýđandi Jóna Dóra Óskarsdóttir.

Um efni sögunnar:

Brćđurnir Paul og Serge sitja á glćsilegu veitingahúsi međ konum sínum. Ţau spjalla um kvikmyndir, sumarleyfi ….. á yfirborđinu virđist allt slétt og fellt. En mikiđ hvílir á ţeim, annar er atvinnulaus, hinn er í stjórnmálum. Fimmtán ára synir ţeirra hafa framiđ ódćđisverk sem vekur óhug hjá ţjóđinni. Ađeins foreldrarnir vita hverjir hinir seku eru - enn sem komiđ er. Eiga ţau ađ horfast í augu viđ vođaverkiđ og kalla drengina til ábyrgđar? Eđa eiga ţau ađ vernda synina og orđspor fjölskyldunnar hvađ sem ţađ kostar?

 

Góđa skemmtun. Happy


Leshringur, viđ seinkum bókaspjallinu til 20.febrúar

Nćsta bókaspjall er um Kvöldverđinn eftir Herman Koch.  

Sjá kynningu hér

Til stóđ ađ taka hana fyrir á sunnudegi 6.febrúar. 

Mig langar til ađ seinka spjalldeginum um tvćr vikur, til  20.febrúar.


Leshringur, bókaspjalliđ sunnudaginn 9.janúar. Bókmennta og kartöflubökufélagiđ.

bókmennta&kartöflubökufélagiđBókmennta- og kartöflubökufélagiđ eftir Mary Ann Shaffer & Annie Barrows.
Útgefandi Bjartur bókaforlagIngunn Ásdísardóttir ţýddi.

Juliet Ashton er ungur rithöfundur og áriđ er 1946. Hún er ađ leita ađ efni í nćstu skáldsögu ţegar hún fćr bréf frá manni sem hefur fyrir tilviljun eignast bók sem skáldkonan unga átti áđur. Ţegar í ljós kemur ađ hann er félagi í Bókmennta- og kartöflubökufélaginu á Guernsey-eyju er forvitni hennar vakin og fyrr en varir kynnist hún fleirum í ţessum merka selskap.
Bréfin ganga manna á milli og skáldkonan kynnist ást og sorgum á Guernsey undir ţýsku hernámi, finnur efni í nćstu skáldsögu og vináttu sem er engri lík.
 

 

Mary Ann SchafferMary Ann Shaffer var af fátćku fólki í Vestur Virgínu. Hún var bókelsk og starfađi alla tíđ í bókabúđum, á bókasöfnum og síđar hjá forlagi í Kaliforníu. Hún sást víst sjaldan án ţess ađ vera međ bók í hönd (og sígarettu og kaffi, yfirleitt kalt) og var nösk á umhverfi sitt og flinkur sögumađur, en skrifađi aldrei staf.

Áriđ 1976 fór hún í ferđalag til Bretlands og varđ veđurteppt á Guernsey á dimmum ţokudegi sem urđu heilir ţrír sólarhringar. Hún fór aldrei út af flugvellinum heldur beiđ ţokuna af sér ţar, enda fátt ađ sjá í dimmunni. Hún las allt sem hún komst yfir um Ermasundseyjarnar og Guernsey sérstaklega. Flestar ţeirra fjölluđu um hernám Ermarsundseyjanna sem setti mark sitt á líf fólks ţar. Kveikjan ađ sögunni var hér komin Happy

 

Mary Ann Shaffer lést í febrúar áriđ 2008. Um ţađ bil sem hún var ađ ljúka Bókmennta- og kartöflubökufélaginu hrakađi heilsu hennar og hún fékk frćnku sína til ađ ađstođa sig viđ ađ leggja lokahönd á verkiđ. Ađ henni látinni var útgáfurétturinn á bókinni seldur á fjölmörg tungumál um víđa veröld viđ fádćma fögnuđ lesenda og gagnrýnenda.

Ég hvet ykkur til ađ hlusta á viđtal viđ Annie Barrows neđarlega á ţessari síđu:  hér

 


Menningartímaritiđ Spássían og umfjöllun um leshringinn

Spássían 

 

Ítarleg umfjöllun um leshringinn okkar hér á Moggablogginu er í jólablađi tímaritsins Spássían sem kom út 16. desember. 

 

 

 

Ţann 1. júlí kom út fyrsta tölublađ nýs menningartímarits sem ber nafniđ Spássían.

Útgefendur og ritstjórar blađsins eru bókmenntafrćđingarnir Ásta Gísladóttir og Auđur Ađalsteinsdóttir. Markmiđ blađsins er fyrst og fremst ađ mćta eftirspurn eftir meiri menningarumfjöllun og ţá sérstaklega bókmenntaumfjöllun en tímaritiđ mun einnig fjalla um ađrar listgreinar. Áhersla er lögđ á fjölbreytilegt efni og efnistök.

Fyrst um sinn mun blađiđ koma út ársfjórđungslega.

Spássían er seld í lausasölu á 790 krónur. Engir fjárfestar standa ađ útgáfunni en Penninn sér um dreifingu í helstu bókabúđir. Einnig má panta eintök hjá Ástríki ehf, símar 551 9200 & 692 6012. Hćgt er ađ gerast vinur Spássíunnar á Facebook og einnig er hćgt ađ gerast áskrifandi og fá nýjustu blöđin ársfjórđungslega í pósti. Sérstakt áskriftartilbođ er í gangi.


Senn kemur nýtt ár

draumar rćtast

Kćru vinir og félagar í leshring
 
Ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar bestu óskir um gleđilegt ár og farsćld á nýja árinu.  
 
Ég ţakka innilega fyrir gefandi og góđ samskipti á liđnum árum.

Megi allir ykkar draumar rćtast á nýju ári!

 engill4.jpg

 


Leshringur, ţá er komiđ ađ bókaspjallinu okkar um "Barniđ í ferđatöskunni"

Barnid_i_toskunniBarniđ í ferđatöskunni.

Eftir Lene Kaaberbřl og Agnete Friis.

Ólöf Eldjárn ţýddi.

 

Nína er hjúkrunarkona og vinnur fyrir Rauđa krossinn í Danmörku. Hún starfar einkum viđ umönnun flóttamanna og hirđir ţá ekki um hvort ţeir eru löglegir eđa ólöglegir í landinu. Hún hefur ţurft ađ horfa upp á átakanlegt ofbeldi, misnotkun og mansal án ţess ađ geta mikiđ viđ ţví gert annađ en veita ţá hjálp sem hún má. En ţegar hún finnur lítinn dreng í ferđatösku á Ađaljárnbrautarstöđinni í Kaupmannahöfn, samanbrotinn eins og skyrtu en lifandi, getur hún ekki látiđ hann strax í hendur yfirvalda. Hún verđur fyrst ađ komast ađ ţví hver hann er, hvađan hann kom og hvort hann á mömmu. Ţađ reynist lífshćttuleg ákvörđun.

Barniđ í ferđatöskunni eftir Lene Kaaberbřl og Agnete Friis fékk Harald Mogensen-verđlaunin sem besta danska spennusagan 2008 og var tilnefnd til Glerlykilsins 2009.

Lene Kaaberbřl og Agnete Friis eru báđar ţekktir barnabókahöfundar.

Barniđ í ferđatöskunni er fyrsta sameiginlega glćpasaga ţeirra og fyrsta sagan af ţrem sem ţćr hyggjast skrifa um hugsjónakonuna Ninu Borg.

 

agnete-friisAgnete Friis hefur starfađ sem blađamađur og skrifađ bćkur fyrir börn og unglinga.

 

lene-kaaberboelLene Kaaberbol starfađi sem kennari en hefur í raun veriđ ţekktur rithöfundur allt frá 15 ára aldri. Fyrstu bćkurnar hennar voru um Tinu og voru skrifađar fyrir börn. Norrćnu barnabókaverđlaunin 2004 féllu í hennar hlut fyrir bókina "Dóttir ávítarans".  

 

Nćstu bćkur sem Leshringurinn hefur valiđ ađ taka fyrir sameiginlega eru:    

Bókmennta og kartöflubókafélagiđ, eftir Mary Ann Schaffer. Bókaspjall 9.jan.2011.

Kvöldverđurinn, eftir Herman Koch. Bókaspjall 6.feb.2011.

HappyWizard


Leshringur, nćstu bćkur

Kćru félagar í leshópnum.

Enn er skemmtilegt bókspjall í gangi hér tveimur fćrslum neđar á síđuni fyrir hvern ţann sem vill taka ţátt í umrćđunni.  Athugsemdakerfiđ verđur opiđ nćstu tvćr vikurnar ef einhverjir hafa ekki getađ útvegađ sér bókina eđa ekki náđ ađ ljúka viđ hana.    

Wizard

Nćsta bók sem hópurinn hefur valiđ ađ taka fyrir sameiginlega er Barniđ í ferđatöskunni, eftir Lene Kaaberbol og Agnete Friis. Bókaspjall um hana hefst sunnudaginn 28.nóvember hér á bloggsíđunni.

Nánar um bókina, af vef útgefenda:

Áhrifarík spennusaga međ óvćgnum skotum á danskt samfélag
„Í töskunni var drengur. Nakinn ljóshćrđur strákur, lítill og grannur, varla meira en ţriggja ára. Ninu brá svo mikiđ ađ hún hrökklađist upp ađ hrjúfum plastgámnum. Hnén voru alveg uppi viđ bringu, hann var samanbrotinn eins og hann vćri skyrta".
Hann var međ lokuđ augu og húđin var fölhvít í skini flúrljósanna. Ţađ var ekki fyrr en hún sá ađ hann bćrđi ađeins varirnar sem henni varđ ljóst ađ hann var lifandi.“
Nina vinnur fyrir Rauđa krossinn í Danmörku og hirđir ekki um hvort flóttamennirnir sem hún mćtir í starfi sínu séu löglegir eđa ólöglegir. Hún hefur ţurft ađ horfa upp á ofbeldi, misnotkun og mansal en ţegar hún finnur litla drenginn í ferđatöskunni getur hún ekki látiđ hann í hendur yfirvalda. Hún verđur ađ komast ađ ţví hver hann er, hvađan hann kom og hvort hann á mömmu. Ţađ reynist lífshćttuleg ákvörđun.

glerauguOg ţá verđur röđin komin ađ ţessum:   

Bókmennta og kartöflubókafélagiđ,  eftir Mary Ann Schaffer, bókaspjall 9.jan.2011

Kvöldverđurinn, eftir Herman Koch, bókaspjall 6.feb.2011


Leshringur, ţá er komiđ ađ bókaspjalli um Sítrónur og saffran eftir Kajsa Ingemarsson

Sitronur_og_SaffranKćru félagar í Leshring. 

Nú er komiđ ađ bókaspjalli um Sítrónur og saffran eftir Kajsa Ingemarsson.

Ţađ er öllum opiđ ađ taka ţátt í umrćđu um ţessa bók. Ef ţiđ kjósiđ ađ segja okkur eitthvađ um höfundinn og önnur verk hans ef ţiđ ţekkiđ til ţeirra vćri ţađ líka mjög skemmtilegt. 

Hér í athugasemdakerfinu á bloggsíđunni fer spjalliđ fram. Wink 

 

Upplýsingar af vef útgefanda:  

Sítrónur og saffran er bráđfyndin og dramatísk saga um sorgir og sigra, ástir og vináttu, mat og mannlíf eftir einn vinsćlasta rithöfund Svíţjóđar. Kajsa er ţekkt dagskrárgerđar- og leikkona sem hefur ţegar gefiđ út sex skáldsögur og nýtur mikillar hylli í Skandinavíu, Ţýskalandi og víđar.

Ţórdís Gísladóttir ţýddi.

Starfiđ í leshringnum verđur aldrei meira eđa merkilegra en ţađ sem viđ sjálf leggjum til ţess.

Góđa skemmtun  HappyWizard


Leshringur - bókalisti tilbúinn

Kćru félagar í leshring. 

Ţá hefur mannskapurinn valiđ lesefni fyrir nćstu mánuđi og bókalisti tilbúinn.   

 

Sitronur_og_SaffranFyrst tökum viđ fyrir ţá bók sem fékk flest atkvćđi. 

Ţađ er Sítrónur og Saffran eftir Kajsa Ingemarsson 

Viđ höldum bókaspjall um hana sunnudaginn 31.október hér á síđunni.

 

Eftirtaldar ţrjár bćkur fengu jafn mörg atkvćđi. Viđ tökum ţćr fyrir í ţessari röđ:

Barniđ í ferđatöskunni  eftir Lene Kaaberbol og Agnete Friis. (Bókaspjall 28.nóv). 

Bókmennta og kartöflubókafélagiđ  eftir Mary Ann Schaffer. (Bókaspjall 9.jan).

Kvöldverđurinn  eftir Herman Koch í ţýđingu Jónu Dóru Ósarsdóttur.  (Bókaspjall 6.feb).

 

Á eftir ţeim komu svo međ jöfn atkvćđi

Afleggjarinn eftir Auđi Ólafsdóttur  og  

Uppvöxtur litla trés eftir Forrest Carter

Viđ tökum ţćr fyrir seinna í vetur...skođum ţađ betur síđar Happy

--

Kajsa IngemarssonNánar um Sítrónur og Saffran af vef Forlagsins:

Agnes er komin í óskastöđu. Hún er orđin yfirţjónn á fínasta veitingastađ Stokkhólms, sćti kćrastinn hennar er frćgur gítarleikari og hún á frábćra vinkonu sem styđur hana í einu og öllu.

En á einni kvöldstund breytist allt; hún er rekin úr vinnunni og kćrastinn tekur bakröddina međ risabrjóstin fram yfir hana. Agnes ţarf ađ byrja aftur frá byrjun og lćra sitthvađ um ástina um leiđ og hún uppgötvar nýjar hliđar á vináttunni.

Sítrónur og saffran er bráđfyndin og dramatísk saga um sorgir og sigra, ástir og vináttu, mat og mannlíf eftir einn vinsćlasta rithöfund Svíţjóđar. Kajsa er ţekkt dagskrárgerđar- og leikkona sem hefur ţegar gefiđ út sex skáldsögur og nýtur mikillar hylli í Skandinavíu, Ţýskalandi og víđar.

Ţórdís Gísladóttir ţýddi.


Nćsta síđa »

Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

  • Herman Koch : Kvöldverđurinn
    Bókaspjall 20.feb.2011
  • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
    Bókaspjall 9jan2011
  • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
    Bókaspjall 28nóv2010
  • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
    Bókaspjall 31okt2010
  • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
    Bókaspjall 28.mars
  • Paul Auster : Lokađ herbergi
    bókaspjall 21.febrúar
  • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
    Spjalldagur 17.jan
  • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
    Bókaspjall 6.desember 2009
  • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
    Bókaspjall 8.nóvember 2009
  • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
    bókaspjall 24.maí 2009
  • Einar Kárason: Ofsi
    bókaspjall 26.apríl 2009
  • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
    Bókaspjall 29.mars 2009
  • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
    Spjalldagur 22.feb 2009
  • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
    Spjalldagur 18.janúar 2009
  • Liza Marklund: Lífstíđ
    Spjalldagur 14.desember 2008
  • Jeanette Walls : Glerkastalinn
    Spjalldagur 16.nóvember 2008
  • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
    spjalldagur 12.október 2008
  • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
    Spjalldagur 14.sept 2008
  • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
    Spjalldagur 17.ágúst 2008
  • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
    Spjalldagur 13.júlí 2008
  • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
    Spjalldagur 15.júní 2008
  • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
    spjalldagur 18.maí 2008
  • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
    spjalldagur 13.apríl 2008
  • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
    spjalldagur 9.mars 2008
  • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
    spjalldagur 10.febrúar 2008
  • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
    spjalldagur 6.janúar 2008
  • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
    spjalldagur 25.nóvember 2007
  • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
    spjalldagur 4.nóvember 2007
  • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
    spjalldagur 30.september 2007
  • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
    spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband