Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Umhverfismál

Ein höfuđborg

Á miđvikudagsmorguninn tók mig 57 mínútur ađ komast úr Hafnarfirđi í vesturbć Rvíkur. Nćsta morgun tók ţađ 27 mínútur. Vegalengdin er 10,7km. Í bćđi skiptin var ég á einkabíl, á mesta annatíma morguns. Ég hef oft tekiđ strćtó ţessa sömu leiđ og finnst ţađ áhyggjulaus og ţćgilegur ferđamáti.

Eins og skipulagiđ í umferđinni er núna, gildir einu hvort farartćkiđ er einkabíll eđa strćtó. Ţegar mađur leggur af stađ á annatímum, er allsendis óvíst hvađ ferđin mun taka langan tíma. Langflestir fara á milli stađa í upphafi og lok hefđbundins vinnudags. Ef aftanákeyrsla eđa önnur truflun verđur í umferđinni á ţessum tímum, einhversstađar á stofnbrautunum, ţá seinkar öllu jafnt. Hjáleiđir eru engar. Ökutćkin hvađa nafni sem ţau nefnast, eru hvort eđ er akandi eftir sömu brautum. 

Ef höfuđborgarsvćđiđ vćri skipulagt sem ein borg en ekki sem mörg bćjarfélög, vćri auđveldara ađ leysa ţessi mál og bćttar almenningssamgöngur eru ţar lykilatriđi. Íbúafjöldi á suđvestur horni Íslands vex mest í úthverfum Reykjavíkur og nágrannabćjum, en ekki í elstu borgarhverfum. Ţessi ţróun er ţekkt fyrirbćri í hvađa höfuđborg sem er.  

Umrćđan um umferđarteppur á höfuđborgarsvćđinu ţarf ekki ađ fjalla um andstćđa póla, annađhvort almenningssamgöngur EĐA einkabílinn. Allt ţarf ţetta ađ komast fyrir í borgarumferđinni svo vel fari og ekki síst heilsusamlegri ferđamáti, gangandi og hjólandi.

Borgir á norđurlöndum hafa leyst ţessi mál međ sóma, viđ eigum ađ geta ţađ líka.

 

 

montreal__1_


mbl.is Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţegar bođiđ er til veislu

Í fréttum er ţađ helst ađ Íslendingar eru nýbúnir ađ uppgötva ađ útlendir ferđamenn hafa sömu líkamlegu ţarfir og innfćddir, ţeir ţurfa ađ hafa hćgđir og ţvaglát daglega, sumir jafnvel oft á dag.

 

Eftir ađ hafa kappkostađ ţess í áratugi ađ fá erlenda ferđamenn til landsins međ öllum tiltćkum ráđum, kemur í ljós ađ gleymst hefur ađ gera ráđ fyrir ţessari litlu grunnţörf.

Innfćddir eru kampakátir međ ţau nýju störf sem skapast vegna ţessara erlendu gesta og allar ţćr stórauknu tekjur sem ţeim fylgja og fita ríkissjóđ hraustlega svo um munar.

Mörgum ţykir ţó ekki til greina koma ađ eyđa örlitlu broti af ţessum auknu tekjum til ađ byggja upp innviđi, ađ taka sómasamlega á móti gestunum (salerni, göngustíga, bílastćđi).

 


Náttúran getur ekki beđiđ

Náttúran getur ekki beđiđ

 

Náttúran getur ekki beđiđ.

Fyrir liggur ađ ferđaţjónustan er sú atvinnugrein sem er í mestum vexti í samfélaginu.  Kannanir međal gesta sem heimsćkja landiđ,  sýna ađ náttúran er ótvírćtt helsta ađdráttarafliđ. 

Ţörf er fyrir opinbera stefnumótun og langtímaáćtlun í greininni. Viđ sem samfélag  ţurfum ađ leggja af mörkum, til ađ hafa áhrif á ţróun ţessara mála. Mestu skiptir ađ ţróunin verđi í sátt viđ náttúruna okkar. 

Ferđaţjónustan á inni fyrir útgjöldum 

Ţćr náttúruperlur sem mest á mćđir, eru í raun ekki margar. Setjum viđhald og verndun ţeirra á fjárlög.  

Ferđaţjónustan "á inni" fyrir ţeim útgjöldum úr ríkissjóđi. Ţannig sleppa allir viđ ţann hvimleiđa hátt, ađ settir verđi upp rukkunarskúrar út um hvippinn og hvappinn.

Ferđaţjónustan er orđin afgerandi, langstćrsta gjaldeyrisskapandi atvinnugreinin hér á landi. Tekjur íslenskra fyrirtćkja af erlendum ferđamönnum námu í fyrra rúmlega 300 milljörđum, tćpri milljón á hvern Íslending og voru rúmlega fjórđungi meiri en tekjur af sjávarútvegi. Tekjur af íslenskum ferđamönnum eru hér ekki teknar međ í reikninginn. Ferđamönnum er jafnt og ţétt ađ fjölga um allan heim, sér í lagi í Norđur-Evrópu.  

Ríkiđ, ţ.e. viđ, höfum skyldur í ţessum efnum, viđ náttúruna og komandi kynslóđir.
Tekjustofninn er til stađar og hann er sannarlega stór. Greinin er atvinnuskapandi fyrir mikinn fjölda fólks og ţađ er hagkvćmt fyrir samfélagiđ. Um helmingur allra nýrra starfa sem skapast hafa í landinu frá árinu 2010 eru í ferđaţjónustu. Til ađ setja stćrđargráđuna í samhengi, er ţessi helmingur sem telur um 4600 störf, nokkru fleiri en allir íbúar Seltjarnarness ađ börnum međtöldum.

Öll vitum viđ ađ launţegar ţessa lands borga skattana sína, enginn kemst upp međ annađ. Skattţrep tvö hefst viđ 290 ţúsund króna mánađarlaun og tekjuskattsprósentan er 37.3%. Hliđartekjur ríkins af ferđaţjónustu eru ţannig mjög miklar. Fleira mćtti upp telja í ţeim efnum. Hvort tekjur ríkisins ćttu ađ vera meiri, má lengi velta fyrir sér. Leiđirnar eru margar og mismunandi, sem hćgt vćri ađ fara.

Hćttum ađ karpa um leiđir 

Umhverfisáhrif ferđaţjónustunnar ţarf ađ skođa sem umhverfismál, en ekki bara sem ferđamál. 

Náttúran getur ekki beđiđ, á međan fólk karpar um leiđir.
Nefnd eru komugjöld, gistináttagjöld, náttúrupassi og hver bendir á annan í umrćđunni. 

Ef viđ skođum ţetta í stćrra samhengi og tökum dćmi úr öđrum atvinnugreinum, s.s. sjávarútvegi og landbúnađi, ţá er ríkiđ ađ leggja ţeim atvinnuvegum til býsna mikiđ fé. Í ferđaţjónustunni er ţađ hins vegar alls ekki svo. Áliđnađurinn er ţriđji stćrsti atvinnuvegurinn í landinu. Ţar ku ekki greiddir skattar, heldur hagnađur fluttur úr landi međ gerviskuldsetningu og ráđamenn standa ráđalausir.

Opinberar tölur sýna ađ enginn atvinnuvegur í landinu hefur haft jafn lítiđ rannsóknarfé og ferđaţjónustan. Viđ/skattgreiđendur berum kostnađinn af rannsóknum fyrir sjávarútveginn, ţađ eru ekki bara eigendur sjávarútvegsfyrirtćkjanna sem borga ţćr og ţađ sama á viđ um rannsóknir í landbúnađi. Styrkjakerfi  landbúnađarins kostar okkur líka skildinginn. Viđ/skattgreiđendur berum kostnađinn af rekstri ráđherraembćtta, ráđuneytum og öđrum tilheyrandi stofnunum fyrir sjávarútveg og landbúnađ. Umhverfisráđuneyti var hins vegar lagt niđur og ráđuneyti ferđaţjónustu hefur aldrei veriđ til.

Viđ sem samfélag ţurfum ađ gera ráđstafanir í ţessum efnum, viđurkenna í verki ađ viđ öll berum ábyrgđ á náttúrunni okkar. Nćsta verkefni vćri, ađ koma á sanngjarnari skiptingu milli atvinnuvega, úr tekjustofnum ríkissjóđs. 

 

Greinin var áđur birt í Morgunblađinu 12.mars 2015

 

.


Breytt borgarlandslag: í stađ blađasala - betlarar

Mér ţykir vćnt um miđborg Reykjavíkur. Ég hef starfađ í miđbćnum lengst af um starfsćvina og bjó lengi í námunda viđ bćinn. 

Mest er skrifađ um höfuđborgina okkar ţegar kosningar eru í nánd.  Ég ćtla ađ bregđa útaf ţeim (ó)vana og velta upp hugleiđingum. Smá tuđ fylgir međ.    

Mér finnst miđbćrinn hafa breyst mjög mikiđ síđustu árin. Fátt til hins betra. Viđhald gamalla húsa hefur dregist á langinn og ţau fengiđ ađ drabbast niđur. Viđ höfum gleymt ađ leggja rćkt viđ fólkiđ í bćnum eins og ég vil kalla miđborgina og nánasta umhverfi hennar. Ţá á ég ekki ađeins viđ íbúa miđborgarinnar heldur líka ţá sem ţar dvelja yfir daginn. 

Miđborgin eins og hún er núna tekur fyrst og fremst miđ af óskum ţess fólks sem stundar nćturlífiđ. Ţjónustufyrirtćki eru horfin. Ţćr verslanir sem enn eru til stađar eru einsleitar, selja flestar dýran varning fyrir erlenda ferđamenn. Stella í Bankastrćti stendur fyrir sínu til ađ minna okkur á gömlu kaupmennina á horninu.     

Fjölskyldufólk velur annađ en miđbćinn til ađ eyđa sínum frístundum í. Börn sjást ţar nćstum aldrei nema á allra sólríkustu dögum á sumrin en ţá er helst ađ sjá einstaka mömmur eđa pabba međ barnavagna eđa kerrur. Hljómskálagarđurinn er ţar međtalinn ţví miđur.

Á Austurvelli eru bćđi rónar og betlarar. Ţeir eru auđvitađ í fullum rétti ađ vera ţar eins og alls stađar annarsstađar nema ađ ţeir fyrrnefndu ganga örna sinna viđ nćsta tiltćka runna! Hvor hópur um sig virđist hafa "eignađ" sér ákveđin götuhorn eđa húsveggi, ţar sem ţeir stunda iđju sína.

Ég er orđin svo háöldruđ ađ ég man allt aftur til ársins 1992 Wink 

Auđunn blađasaliŢá voru enn blađasalar á götuhornum í Reykjavík. Blađasalarnir voru í viđskiptum sem ţeir sinntu fagmannlega og af dugnađi.

Ţeir "eignuđu" sér ákveđin svćđi sem ţeim ţóttu vćnleg til söluárangurs. Ţeir voru mćttir eldsnemma á morgnana til ađ selja ţeim sem voru á leiđ til vinnu. Ţarna stóđu ţeir fram eftir degi eđa ţangađ til blađabunkinn var uppseldur. Yfirleitt voru ţađ svo einhverjir ađrir sem mćttu eftir hádegiđ til ađ selja síđdegisblöđ á ţeim tíma sem ţau voru ennţá gefin út á Íslandi. Oft var ţađ skólafólk.

Ţađ má vera ađ ég sé hér í einhverjum nostalgíuţönkum. Hvađ sem ţví líđur ţá er ég ekki sátt viđ ađ rónar og annađ útigangsfólk geti gengiđ ţarfa sinna á Austurvelli án ţess ađ lögreglan eđa ađrir skipti sér af ţví. Miđborgareftirlitsađilar ef ţeir vćru til gćtu sinnt miđbćnum betur en gert er nú. Ţađ er mannekla hjá lögreglunni. Kannski er ţarna komin viđskiptahugmynd fyrir einhverja - ađ selja borgarstjóranum(?) ţá hugmynd ađ ráđa sérstaka eftirlitsađila međ lystigörđum borgarinnar. 

Međ fullri virđingu fyrir ţeim sem eiga bágt og hafa sína veikleika varđandi áfengisneyslu og fleira, ţá er ţađ bara ekki sjarmerandi ţrátt fyrir bekki, falleg blóm og tré, ađ setjast niđur í hádeginu og njóta umhverfisins á Austurvelli ţegar sauđdrukkiđ og mígandi fólk stendur álengdar viđ nćsta runna.

Óli blađasali

Ţessi mynd er tekin viđ gatnamót Pósthússtrćtis og Austurstrćtis á björtum sólskinsdegi.

Óli blađasali var eitt af andlitum miđbćjarins.

Óli Sverrir Ţorvaldsson, ţekktur sem Óli blađasali, stendur á apótekshorninu og býđur vegfarendum nýjustu fréttir til kaups. Óli hóf ađ selja blöđ níu ára gamall og starfađi viđ blađsölu mestan sinn starfsaldur eđa í ríflega hálfa öld.


Mávurinn: Jónatan, hvađ er til ráđa

SílamávurÍ hádeginu var ég stödd viđ Reykjavíkurtjörn. Viđ mér blasti mikiđ breytt fuglalíf frá ţví sem áđur var. Ćđakollurnar héldu sig til hlés úti viđ hólmann á miđri Tjörninni. Sárafáar grágćsir voru uppi á bakkanum hjá okkur mannfólkinu. Virđulegar í fasi horfđu ţćr yfir Tjörnina og nánasta umhverfi hennar og sögđu fátt.  Viđ bakkan ţar sem helst var mat ađ hafa var URMULL af mávum. Tjörnin er bókstaflega yfirfull af ţeim! Heilu flokkarnir görguđu ţar og slógust af mikilli grimmd um hvern brauđbita sem féll í vatniđ. 

viđ TjörninaŢeir fullorđnu sem ţarna voru međ börnin sín völdu ađ gefa brauđ sjálfir frekar en ađ leyfa mávinum ađ glefsa eftir litlum höndum barna sinna.  Skynsöm smábörnin voru dálítiđ hrćdd viđ ţessa hávćru, grimmu og freku fugla  - enda full ástćđa til. Wink

Annarsstađar í borgarlandinu er svipađ ástatt eins og viđ Tjörnina. Mávarnir eru orđnir alltof margir inn til lands. Ţeir éta ţá fćđu sem minni fuglar eru vanir ađ hafa ađgang ađ. Sennilega er fjölgun máva vegna ţess ađ fćđa hans í sjó hefur brugđist. 

Á vef Reykjavíkurborgar eru borgarbúar hvattir til ađ draga úr óbeinum matargjöfum, međ tryggum frágangi á matarleifum og međ ţví ađ draga úr brauđgjöfum á Tjörninni á sumrin. Önnur ráđ en ţessi virđast borgaryfirvöld ekki hafa. GetLost


Lúpínan: Skógrćkt ríkisins leggst eindregiđ gegn bođađri útrýmingarherferđ

Skógrćkt ríkisins hefur sent umhverfisráđherra greinargerđ, ţar sem eindregiđ er lagst gegn bođađri útrýmingarherferđ gegn lúpínunni. 

Jón Loftsson skógrćktarstjóri: "Viđ höfnum ţessu öllu saman á ţeim grunni sem ţađ er sett fram á. [...] Grunnurinn ađ ţessum tillögum er sá ađ líffrćđilegri fjölbreytni stafi hćtta af lúpínunni. Viđ teljum ţađ alrangt. Viđ teljum ađ gera ţurfi miklu ítarlegri úttekt og rannsóknir á lúpínunni, áđur en menn fara af stađ í einhverja herferđ, ég tala nú ekki um einhvern eiturefnahernađ, gegn henni. Fullyrt er ađ hún vađi yfir gróiđ land. Hvar gerir hún ţađ? Ţađ eru ekki til neinar rannsóknir, sem byggja má á hvort og ţá hvar hún er ađ gera skađa."

Mín tilfinning er sú ađ viđ Íslendingar séum nokkuđ gjörn á afdráttarleysi. Međ eđa á móti, svart eđa hvítt skal ţađ vera og helst ekkert ţar á milli. Viđ höfum ekki tíma fyrir umrćđu og kynningarstarfsemi til almennings byggđa á rannsóknum. Enda höfum viđ ekki heldur tíma til ađ rannsaka! Ţetta hefur sýnt sig í fleiri málefnum en ţegar vinkona mín Lúpínan á í hlut..., ég nefni sem dćmi ESB!

Ég vil benda lesendum á vandađa grein Ólafs Stephensen (ef ţiđ hafiđ misst af henni) sem hann birti fyrir nokkru, "Bótanískt útlendingahatur".   Greinin fylgir hér:

Sömuleiđis hefur bloggvinur minn og leshringsfélagi Ágúst H. Bjarnason skrifađ mjög athyglisverđa umfjöllun á bloggsíđu sinni um Lúpínuna (sjá hér og hér). 


Jákvćđ afleiđing kreppunnar

arnarfjörđurOlíuhreinsistöđ í Arnarfirđi í biđstöđu

Fátt er svo međ öllu illt.  Jafnvel kreppan getur leitt af sér eitthvađ gott.  Vegna hennar er framkvćmdum viđ olíuhreinsistöđ í Arnarfirđi frestađ um óákveđinn tíma!  Arnarfjordur_1

Óvissa sem hefur skapast vegna heimskreppunnar slćr á fyrirćtlanir rússneska stórfyrirtćkisins sem hefur tekiđ ađ sér framkvćmdirnar. Vonandi verđur sá "frestur" sem lengstur.

Arnarfjordur_2Ţađ vćru náttúruspjöll ađ koma olíuhreinsistöđinni fyrir í einum fallegasta firđi á vestfjörđum.

Stanslausar ferđir flutningaskipa vćru nauđsynlegur fylgifiskur stöđvarinnar. 

Fullkomlega óásćttanleg mengunarslysahćtta vćri ţví af starfsemi stöđvarinnar, stađsettri inni í firđi ţar sem veđravíti úthafsins eru skammt undan og flutningaskipin á ferđ fullhlađin á öllum árstímum.

 


mbl.is Olíuhreinsistöđ í biđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband