Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Lífstíll

Takk ferđamenn

Einstöku sinnum les mađur pistil frá fólki sem hittir algjörlega beint í mark hjá manni.

Hér er einn slíkur.

Viđ lesturinn leiđ mér eins og einhver hefđi lesiđ hugsanir mínar og skifađ ţćr niđur, eđa ađ ég hefđi skifađ ţetta sjálf, en myndi bara ekki eftir ađ hafa gert ţađ. Í gríni auđvitađ.

Ég birti umrćddan pistil hér á síđunni minni til ađ ýta undir ţau sjónarmiđ sem ţar er fjallađ um. Nánari upplýsingar um rétta höfundinn eru neđanmáls í fćrslunni.  Ýmsum mun koma á óvart hver hann er, ţví ég hef alls ekki alltaf veriđ sammála höfundinum í hans skođunum.    

 

Eitt af ţví sem Ísland vantar sárlega eru fleiri íbúar. Milljón vćri fínt. Ţrjár milljónir enn betra. Ţá gćti veriđ fleiri en ein borg á Íslandi.

En ţess er langt ađ bíđa ađ fólksfjöldinn verđi slíkur.

Á međan getum viđ huggađ okkur viđ ađ hafa ţó ferđamenn.

Eđa eins og Pawel Bartoszek skrifar á vef Deiglunnar:

“Mađur hefur vissulega séđ Íslendinga skokkandi eđa hjólandi. Stundum má sjá íslenskar mćđur og íslenska feđur međ barnavagna eđa íslensk hjón í labbitúr. Einstaka sinnum má sjá Íslendinga međ innkaupapoka, en bara niđri í bć. En fjórir fertugir edrú íslenskir karlmenn í Hlíđunum. Ţađ er nýtt".

Ţetta fćr mann reyndar til ađ átta sig á ţví ţvílík vítamínssprauta fyrir allt mannlíf ferđamenn geta orđiđ. Ţeir labba í stađ ţess ađ keyra. Ţeir borđa á veitingastöđum. Ţeir skođa söfn. Ţeir versla mat í allt of dýrum búđum. Og stundum gera ţeir kröfur um ađ eitthvađ sé smekklegt. Sem er gott.

Ţađ eru ekki mörg ár síđan ţeir sem ferđuđust um Ísland gátu helst valiđ um ţađ hvort ţeir vildu fá kokteilsósu međ hamborgaranum eđa ekki. Ţetta horfir nú allt til batnađar. Á Ísafirđi, ţar sem ţessi orđ voru skrifuđ, taldi ég minnst sex veitingastađi. Svona stađi međ vínveitingaleyfi og kvöldmatseđil. Ţađ er mjög jákvćtt.

Í Reykjavík keyrir djammlífiđ nú á tveimur vöktum. Margir Íslendingar mćta, líkt og áđur, ekki í bćinn ţann fyrr en RÚV spilar útvarpsfréttir í dagskrárlok. En sé Laugavegurinn genginn um sjöfréttaleytiđ má sjá hóflega drukkiđ fólk í flís og polýester leitandi ađ hótelinu sínu eđa pítsusneiđ.

Ég segi: “Takk, ferđamenn”. Og ţá meina ég ekki fyrir gjaldeyrinn. Nóg er talađ um hann. Takk fyrir ađ gera Ísland örlítiđ meira klassý.”

 

Pistill Egils er hér 

 


Nafnleysi í netfjölmiđlum

dagens-nyheterŢrjú af stćrstu dagblöđum Svíţjóđar, Afton Bladet, Expressen og Dagens Nyheter, hafa ákveđiđ ađ koma í veg fyrir ađ einstaklingar geti í skjóli nafnleysis notađ athugasemdadálka ţeirra til ađ breiđa út hatursáróđri. Framvegis munu blöđin einungis birta athugasemdir frá fólki sem skrái sig undir fullu nafni í gegnum Facebook eđa ađra netmiđla. expressen

Einhverjum getur ţótt ţetta bera keim af forsjárhyggju eđa ritskođun en ég tel ţetta vera skref í rétta átt sem verđur vonandi til ţess ađ fólk temji sér ađ sýna virđingu í netsamskiptum. 

Ég er ekki í neinum vafa um ađ Internetiđ er langmerkasta framţróunarskref sem orđiđ hefur á minni lífstíđ. Vissulega vćri fyrirmyndarkerfiđ óheft skođanaskipti án nokkurs eftirlits. Ţannig var vefumhverfiđ lengi framanaf. En ţví miđur hafa ýmsir hópar og einstaklingar notađ athugasemdadálka netfjölmiđlanna til ađ koma á framfćri margvíslegum óhróđri.

Í Danmörku hefur lögreglan mćlt međ ţví viđ ţingiđ ađ setja lög sem gera ómögulegt fyrir almenning ađ nota internetiđ án ţess ađ auđkenna sig.  Samkvćmt dönsku bloggsíđunni Computerworld Denmark er tillögunni ćtlađ ađ styrkja eftirlit “gegn hryđjuverkum”.

Sjálf hef ég haldiđ úti bloggsíđu frá ţví snemma vors 2006. Ég fjalla ekki oft um dćgurmál eđa stjórnmál á ţessum vettvangi, hef haldiđ mig ađ mestu viđ menningartengt efni og eigin dćgurflugur. Samt hef ég séđ ástćđu til ađ loka á skrifađgang tiltekinna harđskeyttra penna sem vanda ekki orđfćri sitt og ausa úr sér á lyklaborđum sínum hvađ sem fyrir verđur.

Bloggiđ er ágćtur samskiptamiđill, einn af mörgum. Íslendingar í útlöndum fylgjast sumir međ bloggskrifum til ađ hafa púls á samfélagiđ okkar. Á blogginu er tćkifćri fyrir almenning til ađ fara ađeins örlítiđ dýpra í umfjöllunarefniđ en gert er međ örstuttum sendingum til dćmis á Facebook eđa Twitter.

Hinsvegar er full ástćđa til ađ spyrja sig hvort gúglvćđing hugarfarsins er ekki komin ađeins of langt ţegar einföldustu ţýđingum milli tungumála er slegiđ upp/gúglađar í stađ ţess ađ nota  "litlu gráu sellurnar" sbr Hercule Poirot eđa virtar orđabćkur. Útkoman getur orđiđ bráđfyndin endemis vitleysa sem ekki alltaf er viđeigandi ađ senda frá sér.  Wink


Svo einfalt, en samt ..

stórir steinarStórir steinar

Leiđbeinandi í tímastjórnun var ađ kenna hópi háskólanema. Til ađ leggja áherslu á orđ sín notađi hann sýnikennslu sem nemendurnir gleyma líklega aldrei. Ţar sem hann stóđ fyrir framan ţennan hóp af metnađarfullu fólki tók hann 10 lítra krukku međ stóru víđu opi og setti hana á borđiđ fyrir framan sig. Svo tók hann um ţađ bil 10 hnefastóra steina og varfćrnislega kom ţeim fyrir í krukkunni. Ţegar ekki komust fleiri steinar í hana, ţá spurđi hann: Er krukkan full? Nokkrir í bekknum svöruđu: Já. Jćja sagđi hann. Hann teygđi sig undir borđiđ og tók upp fötu međ möl. Ţví nćst sturtađi hann smá möl í krukkuna og hristi hana um leiđ til ađ mölin kćmist niđur í holrúmin á milli stóru steinanna. Svo spurđi hann hópinn aftur: Er krukkan full?

Í ţetta sinn grunađi nemendur hvađ hann var ađ fara. Sennilega ekki, svarađi einn ţeirra. Gott svarađi kennarinn. Hann teygđi sig undir borđiđ og tók upp fötu af sandi. Hann hellti úr henni í krukkuna og sandurinn rann í öll holrýmin sem eftir voru milli malarinnar og stóru steinanna. Enn spurđi hann: Er krukkan full? Nei! ćptu nemendurnir. Aftur svarađi hann: Gott. Hann tók ţví nćst könnu af vatni og hellti í krukkuna ţar til hún var alveg full.

Svo leit hann yfir bekkinn og spurđi: Hver er tilgangur ţessarrar sýnikennslu? Einn uppveđrađur nemandi rétti upp hönd og sagđi, tilgangurinn er ađ sýna ađ ţađ er sama hversu full dagskráin hjá ţér er, ef ţú virkilega reynir ţá geturđu alltaf bćtt fleiri hlutum viđ.  Nei svarađi kennarinn, ţađ er ekki ţađ sem ţetta snýst um.

Ţetta kennir okkur ađ EF ţú setur ekki stóru steinana í fyrst, ţá kemurđu ţeim aldrei fyrir.

Hverjir eru 'stóru steinarnir' í ţínu lífi?  Börnin ţín? Fólkiđ sem ţú elskar? Menntunin ţín? Draumarnir ţínir?  Verđugt málefni? Ađ kenna eđa leiđbeina öđrum? Gera ţađ sem ţér ţykir skemmtilegt? Tími fyrir sjálfa(n)
ţig? Heilsa ţín? Maki ţinn.

Ef ţú veltir ţér upp úr litlu hlutunum (mölin, sandurinn, vatniđ) ţá fyllirđu líf ţitt međ litlum hlutum sem skipta í raun ekki meginmáli og ţú munt aldrei hafa góđan tíma fyrir ţađ sem mikilvćgast er.

Ég fékk ţessa ágćtu punkta senda. Vafalítiđ ţekkja mörg ykkar ţessa hugleiđingu en síst er hún verri fyrir ţađ. Góđar stundir. Joyful


Breytt borgarlandslag: í stađ blađasala - betlarar

Mér ţykir vćnt um miđborg Reykjavíkur. Ég hef starfađ í miđbćnum lengst af um starfsćvina og bjó lengi í námunda viđ bćinn. 

Mest er skrifađ um höfuđborgina okkar ţegar kosningar eru í nánd.  Ég ćtla ađ bregđa útaf ţeim (ó)vana og velta upp hugleiđingum. Smá tuđ fylgir međ.    

Mér finnst miđbćrinn hafa breyst mjög mikiđ síđustu árin. Fátt til hins betra. Viđhald gamalla húsa hefur dregist á langinn og ţau fengiđ ađ drabbast niđur. Viđ höfum gleymt ađ leggja rćkt viđ fólkiđ í bćnum eins og ég vil kalla miđborgina og nánasta umhverfi hennar. Ţá á ég ekki ađeins viđ íbúa miđborgarinnar heldur líka ţá sem ţar dvelja yfir daginn. 

Miđborgin eins og hún er núna tekur fyrst og fremst miđ af óskum ţess fólks sem stundar nćturlífiđ. Ţjónustufyrirtćki eru horfin. Ţćr verslanir sem enn eru til stađar eru einsleitar, selja flestar dýran varning fyrir erlenda ferđamenn. Stella í Bankastrćti stendur fyrir sínu til ađ minna okkur á gömlu kaupmennina á horninu.     

Fjölskyldufólk velur annađ en miđbćinn til ađ eyđa sínum frístundum í. Börn sjást ţar nćstum aldrei nema á allra sólríkustu dögum á sumrin en ţá er helst ađ sjá einstaka mömmur eđa pabba međ barnavagna eđa kerrur. Hljómskálagarđurinn er ţar međtalinn ţví miđur.

Á Austurvelli eru bćđi rónar og betlarar. Ţeir eru auđvitađ í fullum rétti ađ vera ţar eins og alls stađar annarsstađar nema ađ ţeir fyrrnefndu ganga örna sinna viđ nćsta tiltćka runna! Hvor hópur um sig virđist hafa "eignađ" sér ákveđin götuhorn eđa húsveggi, ţar sem ţeir stunda iđju sína.

Ég er orđin svo háöldruđ ađ ég man allt aftur til ársins 1992 Wink 

Auđunn blađasaliŢá voru enn blađasalar á götuhornum í Reykjavík. Blađasalarnir voru í viđskiptum sem ţeir sinntu fagmannlega og af dugnađi.

Ţeir "eignuđu" sér ákveđin svćđi sem ţeim ţóttu vćnleg til söluárangurs. Ţeir voru mćttir eldsnemma á morgnana til ađ selja ţeim sem voru á leiđ til vinnu. Ţarna stóđu ţeir fram eftir degi eđa ţangađ til blađabunkinn var uppseldur. Yfirleitt voru ţađ svo einhverjir ađrir sem mćttu eftir hádegiđ til ađ selja síđdegisblöđ á ţeim tíma sem ţau voru ennţá gefin út á Íslandi. Oft var ţađ skólafólk.

Ţađ má vera ađ ég sé hér í einhverjum nostalgíuţönkum. Hvađ sem ţví líđur ţá er ég ekki sátt viđ ađ rónar og annađ útigangsfólk geti gengiđ ţarfa sinna á Austurvelli án ţess ađ lögreglan eđa ađrir skipti sér af ţví. Miđborgareftirlitsađilar ef ţeir vćru til gćtu sinnt miđbćnum betur en gert er nú. Ţađ er mannekla hjá lögreglunni. Kannski er ţarna komin viđskiptahugmynd fyrir einhverja - ađ selja borgarstjóranum(?) ţá hugmynd ađ ráđa sérstaka eftirlitsađila međ lystigörđum borgarinnar. 

Međ fullri virđingu fyrir ţeim sem eiga bágt og hafa sína veikleika varđandi áfengisneyslu og fleira, ţá er ţađ bara ekki sjarmerandi ţrátt fyrir bekki, falleg blóm og tré, ađ setjast niđur í hádeginu og njóta umhverfisins á Austurvelli ţegar sauđdrukkiđ og mígandi fólk stendur álengdar viđ nćsta runna.

Óli blađasali

Ţessi mynd er tekin viđ gatnamót Pósthússtrćtis og Austurstrćtis á björtum sólskinsdegi.

Óli blađasali var eitt af andlitum miđbćjarins.

Óli Sverrir Ţorvaldsson, ţekktur sem Óli blađasali, stendur á apótekshorninu og býđur vegfarendum nýjustu fréttir til kaups. Óli hóf ađ selja blöđ níu ára gamall og starfađi viđ blađsölu mestan sinn starfsaldur eđa í ríflega hálfa öld.


Myndlist: Ágústhópurinn í Ráđhúsinu til 12.september

Á laugardaginn var opnuđ skemmtileg samsýning fjögurra myndlistarkvenna sem kalla sig Ágústhópurinn.

Ţćr stöllur heita Elín Björk Guđbrandsdóttir, Guđný Svava Strandberg, Katrín Níelsdóttir og Zordis. 

Innblástur myndanna er einlćgni og bjartsýni. Fjallađ er međal annars um frelsi, lífsgleđi, ást, fallegar bćnir, náttúrufegurđ og annađ ţađ sem gerir daglegt líf okkar ađ betri tilveru. Heart 

Ekki spillir fyrir heldur ađ verđlagning myndanna er vinsamleg fyrir pyngjuna. Ég mćli međ ađ ţiđ skođiđ ţessa skemmtilegu sýningu.

SÝNINGIN STENDUR TIL 12.SEPTEMBER.


Um áhyggjur

Ţađ eru bara tveir hlutir sem ţú ţarft ađ hafa áhyggjur af. Annađ hvort ertu veikur eđa ţú ert heilbrigđur. Ef ţú ert heilbrigđur ţá ţarft ţú ekki ađ hafa neinar áhyggjur. Ef ţú ert veikur ţá ţarftu  bara ađ hafa áhyggjur út af tveim hlutum. Annađ hvort batnar ţér eđa ţú deyrđ. Ef ţér batnar ţá ţarftu ekki ađ hafa neinar áhyggjur. Ef ţú deyrđ ţá ţarftu bara ađ hafa áhyggjur af tveim hlutum. Annađ hvort ferđu til himna eđa ţú gerir ţađ ekki. Ef ţú ferđ til himna ţá ţarftu ekki ađ hafa neinar áhyggjur en ef ekki ţá verđur ţú önnum kafinn viđ ađ heilsa upp á gamla vini ţannig ađ ţú hefur ekki tíma til ađ hafa áhyggjur. Ţannig ađ ţú skalt bara njóta lífsins eins og ţú ţurfir ekki ađ hafa áhyggjur af neinum hlutum.


Erkifjendur sćnga

Ég starfađi hjá spćnska flugfélaginu Iberia í 3 ár   ...í gamla daga. 

Í fréttinni hér neđantil er fjallađ um ađ Breska flugfélagiđ British Airways og Iberia hafi gert samkomulag um samruna. Tilgangurinn er ađ stofna flugfélag sem verđi í forystu í Evrópu.

Mér varđ hugsađ til míns Iberia-tíma einmitt nýveriđ ţegar ég fór í gegnum gamlar myndir. Ţađ átti ađ heita tiltekt og flokkun til undirbúnings fyrir skönnun og enn betri vistun. Skókassar hafa hingađ til veriđ mín myndageymsla. Konan var sem sagt ađ ljúka enn einu ljósmyndanámskeiđinu í vetur og uppátćkiđ sjálfsagt framhald af ţví. Lítiđ varđ reyndar úr verki ţví margt skemmtilegt valt upp úr skókössunum sem gaman var ađ staldra viđ og rifja upp. Sumt hafđi ég ekki skođađ í fjölda ára. Ţar á međal voru myndir frá "ferđaţjónustutímabili" lífs míns.

Ríkisstyrkt flugfélög voru lengi vel eins konar ţjóđartákn, skrautfjöđur eđa óskabörn ţeirra ţjóđa sem ţau tilheyrđu.  Sabena, Swissair, Austrian Airlines, Alitalia, Olympic Airways, Iberia, SAS, British Airways, Air France, Lufthansa. Mađur hélt ţessa glćsilegu ósigrandi fáka háloftanna verđa til stađar ađ eilífu eđa ţar um bil. :)

Miklar sviptingar í resktri flugfélaga hafa orđiđ síđustu 10 - 15 árin. Amerísku flugfélögin byrjuđu mun fyrr en ţau evrópsku ađ sameinast/yfirtaka hvert annađ til hagrćđingar í rekstri. Líklega voru ţađ ríkisstyrktu flugfélögin í Evrópu sem síđust lögđu upp laupana gegn sífellt harđara samkeppnisumhverfi, lćgri fargjöldum og hćrra olíuverđi. (Ekki voru ţađ launagreiđslur starfsmanna sem sliguđu reksturinn frekar en nú er í ferđaţjónustu). Ríkiskassar ýmissa landa hafa stađiđ undir margbreytilegum rekstri...Bandit 

Á MÍNUM Iberia árum hefđi samruni međ öđru félagi og allrasíst ţví breska ţótt algjörlega óhugsandi. VIĐ (Iberia) vorum ţjóđarsál Spánar fannst okkur. Tjallinn hefur jú ekki veriđ Evrópubúi no 1 á visćldalistum spánverja.Wink

En, svona getur neyđin kennt  - stundum.


mbl.is BA og Iberia í eina sćng
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gerpla fćr nýjan sess - gott leikhús

Gerpla eftir Halldór Kiljan Laxnes er nú í fyrsta sinn í leikhúsi. Ţetta meistaraverk Nóbelskáldsins hefur aldrei áđur veriđ sett á sviđ. 

Sagan gerist á mínum ćskuslóđum. Sem unglingur var ég látin lesa Gerplu í skóla. Ég hóf lesturinn af áhuga sem dvínađi fljótt. Harmsaga vonleysis og vondra örlaga náđi ekki ađ fanga huga unglingsins. Snilld höfundarins og málfariđ sem honum tókst ađ skapa fór fyrir ofan garđ og neđan hjá krakkagerpinu. 

gerpla2

Nú hefur Gerpla öđlast alveg nýjan sess!  Ég fór ađ sjá sýningu Ţjóđleikhússins á dögunum og naut virkilega góđs leikhúskvölds. 

Mig langar til ađ mćla eindregiđ međ sýningunni. Wizard  

Rangsnúin hetjuharmsaga

Gerpla kom út áriđ 1952. Sagan gerist á 11. öld ţegar tveir vestfirskir garpar sverjast í fóstbrćđralag ađ fornum siđ. Ţorgeir Hávarsson er vígreifur kappi sem vill heldur herja en hokra. "Hann brosti ţví ađeins ađ honum vćri víg í hug ellegar nokkurt annađ stórvirki". Ţormóđur Bessason er hćglátt skáld sem ann konum og hetjum meir; međan hann situr heima í friđi fer Ţorgeir í víking og finnur sér kóng ađ berjast fyrir en lćtur ađ lokum líf sitt. Ţá er skáldiđ skyldugt ađ halda af stađ og hefna fóstbróđur síns og yrkja kóngi hans dýr kvćđi.

Gerplu má kalla rangsnúna hetjuharmsögu. Hún er í sögualdarstíl en hetjurnar fallnar af stalli. Sagan er margrćđ og beitt háđsádeila á stríđsrekstur og hetjudýrkun ađ fornu og nýju – en ekki síđur á ţá sem fylgja í blindni leiđtoga eđa hugsjón og fórna allri mennsku fyrir ímyndađa dýrđ.

Einvala liđ

Leikgerđin er í höndum Baltasar Kormáks og Ólafs Egils Egilssonar, unnin í samvinnu viđ ţađ einvala liđ sem leikhópurinn er!  

Baltasar Kormákur hefur á undanförnum árum sett upp frábćrar sýningar í Ţjóđleikhúsinu. Ţar hefur hann tekiđ vinsćl og virt skáldverk, hrist upp í ţeim á skemmtilegan hátt og lađađ fram ţađ besta úr hverju verki. Útkoman er yfirleitt frumleg og ögrandi túlkun. 

Hópnum hefur tekist ađ gera ţessa sýningu í senn sprellfjöruga og bráđfyndna á köflum. Hér er hörđ ofbeldis- og stríđsádeila, óvćgiđ uppgjör viđ hetjudýrkun og mikilmennskuhugmyndir á öllum tímum. 

Í hlutverkum  

Međ hlutverk fóstbrćđranna Ţorgeirs Hávarssonar og Ţormóđs Kolbrúnarskálds fara tveir ţekktir leikarar af yngri kynslóđinni, ţeir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Björn Thors. Einn af mínum uppáhaldsleikurum Ólafur Darri Ólafsson er ekki síđur ţungamiđja í sýningunni og ber hana uppi ásamt Ilmi Kristjánsdóttur og Ólafíu Hrönn. Öll eiga ţau frábćran leik. Mér ţótti líka gaman ađ sjá glćnýtt og efnilegt fólk..., Stefán Hall Stefánsson.

Vel valin tónlist

Í sýningunni flytur leikhópurinn nokkur ţekkt sönglög sem eru skemmtilega valin og passa inn í sýninguna eins og ţau hafi aldrei veriđ samin af öđru tilefni :) Ég er kominn heim eftir Kalmann sem er eitt af mínum uppáhalds sönglögum, Stuđmannalagiđ Íslenskir karlmenn, Pínulítill kall  -Ţursaflokkurinn og Stolt siglir fleyiđ mitt eftir Gylfa Ćgisson. Wink

Búningar og sviđsmynd,  frumleg og listrćn upplifun

Samspil búningahönnunar Helgu I Stefánsdóttur og leikmynd Grétars Reynissonar er frumleg og listrćn upplifun sem lyftir sýningunni um mörg ţrep.

InLove


Skóverđ og mćlistikur

alexander_mcqueen_shoesHryllingsfrétt fyrir skó- ađdáendur blasti viđ í fréttum vikunnar. Verđ á skóm hćkkađi í febrúar um 19,9% frá febrúar í fyrra. Crying Verđlagning á skóm er fyrir ...hmmm skófíkla ekki vitlausari mćlistika en hvađ annađ á ţá kaupmáttarskerđingu sem á sér stađ í landinu ţessi misserin ;-)  


mbl.is Skóverđ hćkkađi um fimmtung
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband