Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Dćgurmál

Vaxtarverkir í miđborginni

Hundrađ ár eru ekki langur tími í sögu borgar. Áriđ 1914 voru íbúar Reykjavíkur 13.771 talsins. Áriđ 2014 voru ţeir orđir 121.230.

Smám saman lćrist okkur ađ verđa borg međal borga, en ţađ tekur tíma og ţví fylgja vaxtarverkir.

Ég hef búiđ lengi og starfađ í Reykjavík, lengst af í hverfi 101 og 107. Ég man ţá tíđ ţegar kaupmenn viđ Laugaveg kvörtuđu yfir ađ verslun flytti í "úthverfi", ţ.e. Kringluna og ekkert vćri gert fyrir miđborgina.

Nú ţrífast í miđborginni tugir, ef ekki hundruđ kaffihúsa og veitingastađa og verslun er í miklum blóma.  - Ţökk sé erlendum ferđamönnum.

En hvađ heyrist nú frá kaupmönnum? Ađ ónćđi sé af ţessu ferđafólki sem ţarf ađ fara um hverfiđ. Stórar rútur og litlar rútur.

Skipulag og upplýsingagjöf

Borgin og íbúar hennar virđast vera sátt viđ tekjur, aukinn fjölbreytileika mannlífsins og fleira jákvćtt sem fylgir ferđamönnum. Ţađ er ţví tvískinnungsháttur ef viljann vantar ţegar upp koma vandamál. Hér er ţađ Reykjavíkurborg sem ţarf ađ vinna ađ lausn MEĐ ferđaţjónustunni, í stađ ţess ađ tala í umvöndunar- og vandlćtingartón til hennar. Erfiđlega hefur gengiđ fyrir ţau hótel og gistiheimili sem nú ţegar eru í rekstri, ađ fá leyfi til ţess ađ kaupa eđa leigja stćđi af Reykjavíkurborg. Borgin leyfir samt nýjar hótelbyggingar í miđborginni. 

Miđborgin sem aldrei sefur

 

 


mbl.is „Ótrúleg mistök“ rútubílstjórans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nafnleysi í netfjölmiđlum

dagens-nyheterŢrjú af stćrstu dagblöđum Svíţjóđar, Afton Bladet, Expressen og Dagens Nyheter, hafa ákveđiđ ađ koma í veg fyrir ađ einstaklingar geti í skjóli nafnleysis notađ athugasemdadálka ţeirra til ađ breiđa út hatursáróđri. Framvegis munu blöđin einungis birta athugasemdir frá fólki sem skrái sig undir fullu nafni í gegnum Facebook eđa ađra netmiđla. expressen

Einhverjum getur ţótt ţetta bera keim af forsjárhyggju eđa ritskođun en ég tel ţetta vera skref í rétta átt sem verđur vonandi til ţess ađ fólk temji sér ađ sýna virđingu í netsamskiptum. 

Ég er ekki í neinum vafa um ađ Internetiđ er langmerkasta framţróunarskref sem orđiđ hefur á minni lífstíđ. Vissulega vćri fyrirmyndarkerfiđ óheft skođanaskipti án nokkurs eftirlits. Ţannig var vefumhverfiđ lengi framanaf. En ţví miđur hafa ýmsir hópar og einstaklingar notađ athugasemdadálka netfjölmiđlanna til ađ koma á framfćri margvíslegum óhróđri.

Í Danmörku hefur lögreglan mćlt međ ţví viđ ţingiđ ađ setja lög sem gera ómögulegt fyrir almenning ađ nota internetiđ án ţess ađ auđkenna sig.  Samkvćmt dönsku bloggsíđunni Computerworld Denmark er tillögunni ćtlađ ađ styrkja eftirlit “gegn hryđjuverkum”.

Sjálf hef ég haldiđ úti bloggsíđu frá ţví snemma vors 2006. Ég fjalla ekki oft um dćgurmál eđa stjórnmál á ţessum vettvangi, hef haldiđ mig ađ mestu viđ menningartengt efni og eigin dćgurflugur. Samt hef ég séđ ástćđu til ađ loka á skrifađgang tiltekinna harđskeyttra penna sem vanda ekki orđfćri sitt og ausa úr sér á lyklaborđum sínum hvađ sem fyrir verđur.

Bloggiđ er ágćtur samskiptamiđill, einn af mörgum. Íslendingar í útlöndum fylgjast sumir međ bloggskrifum til ađ hafa púls á samfélagiđ okkar. Á blogginu er tćkifćri fyrir almenning til ađ fara ađeins örlítiđ dýpra í umfjöllunarefniđ en gert er međ örstuttum sendingum til dćmis á Facebook eđa Twitter.

Hinsvegar er full ástćđa til ađ spyrja sig hvort gúglvćđing hugarfarsins er ekki komin ađeins of langt ţegar einföldustu ţýđingum milli tungumála er slegiđ upp/gúglađar í stađ ţess ađ nota  "litlu gráu sellurnar" sbr Hercule Poirot eđa virtar orđabćkur. Útkoman getur orđiđ bráđfyndin endemis vitleysa sem ekki alltaf er viđeigandi ađ senda frá sér.  Wink


Ađskilnađur ríkis og kirkju

Hér efst til hćgri á síđunni hef ég sett inn mjög vísindalega könnun eins og ţiđ sjáiđ. Spurningarnar eru ađeins ţrjár.    

Fyrri kannanir og umtalsvert vísindalegri:   

Ţjóđarpúls Gallups áriđ 2007 sýndi ađ 51% ţjóđarinnar vćru hlynntir ađskilnađi ríkis og kirkju en 49% andvíg. Áriđ 2005 voru 66% hlynnt ađskilnađi samkvćmt samskonar könnun. Athyglisvert samrćmi var milli ţessara kannana. Karlar voru hlynntari ađskilnađi en konur, höfuđborgarbúar vildu frekar ađskilnađ en íbúar landsbyggđarinnar og yngri svarendur voru hlynntari ađskilnađi en ţeir eldri. Ţeir sem höfđu meiri menntun ađhylltust fremur ađskilnađ en ţeir sem minni menntun höfđu.

LindarkirkjaGrafarholtskirkjaGrafarvogskirkja

Digraneskirkja

Hólmavíkurkirkja

 

 

 

 

Í kjölfar atburđa síđustu daga og vikna hefur umrćđan um ađskilnađ ríkis og kirkju eđlilega komiđ upp og risiđ í nýjar hćđir. Ađskilnađur hefur marga fleti sem full ástćđa er til ađ velta fyrir sér. Kostir og ókostir eru ýmsir á hvorn veginn sem horft er.

Fćstar Evrópuţjóđir hafa ríkiskirkjur. Samt er fólk ekki síđur trúađ í ţeim löndum en hér á Íslandi.

Ţjóđkirkjan er ekki smá í sniđum. Eignir kirkjunnar eru mjög miklar og hefur ný glćsihöll veriđ byggđ međ reglulegu millibili svo lengi sem ég man eftir mér. Ţessar flottu byggingar eru oft sannkölluđ stađarprýđi á hverjum stađ, arkitektúrinn í sumum tilvikum listrćnn og ađdáunarverđur. En ţćr standa auđar stóran hluta ársins. Kirkjusókn hefur ekki veriđ mćlikvarđi á trúarlega sannfćringu fólks á Íslandi.

Fyrir hinn almenna borgara hljóta rökin fyrir ríkiskirkju eđa ekki - ađ fjalla fyrst og fremst um trúfrelsi. 

Ţeir sem hafa trúarsannfćringu eru ýmist međ eđa á móti ađskilnađi ríkisreksturs og kirkjunnar. Samkvćmt okkar stjórnarskrá búum viđ í landi trúfrelsis. Eitt trúfélag, ríkiskirkjan hefur framar öđrum ađgengi ađ skattfé almennings. Rök ađskilnađarsinna eru međal annars ţau ađ slík forréttindi beri ađ afnema. 

Á Íslandi getur einstaklingur ekki ráđiđ hvort hann greiđir sóknargjöld og ekki heldur hvert ţau skuli renna.  

Samt höfum viđ skattgreiđendur međlimir í ţjóđkirkjunni enga möguleika til ađ kjósa okkar biskup.

Íslenskt ţjóđfélag hefur breyst gífurlega á síđastliđnum árum. Ţjóđfélagiđ er orđiđ fjölmenningarlegt og hér býr fjöldi fólks af ýmsum trúarbrögđum. Ef viđ fćrum svipađ ađ og ađrar ţjóđir sem viđ gjarnan berum okkur saman viđ og legđum niđur ríkiskirkjuna í núverandi mynd ţá myndi trúaruppeldi í grunnskólum leggjast af. Í skólum kćmi trúarbragđafrćđi í stađ kristinfrćđslu. Og viđ sem eru kristin settum ţá líklega börnin okkar í biblíuskóla á sunnudögum ;)   Heart


Skylduhlustun

Benedikt ErlingssonEf ţiđ hafiđ misst af góđum pistli Benedikts Erlingssonar á Rás2 í gćrmorgun ţá fylgir vefslóđin hér. 

Skylduhlustun ...til enda: Woundering

http://dagskra.ruv.is/ras2/4540493/2011/01/19/7/


Jólapóstinum breytt í annars konar verđmćti

Margir fá frímerktan póst á ţessum árstíma.

Kristnibođssambandiđ (SÍK) tekur viđ frímerktum umslögum sem eru síđan seld til ágóđa fyrir kristinbođs- og hjálparstarf međal annars í Kenýa og Eţíópíu.

Ţađ kostar einungis nokkur hundruđ krónur á mánuđi ađ sjá barni fyrir menntun í Eţíópíu. Á hverju ári hafa fengist fyrir frímerki nokkur hundruđ ţúsund króna sem hafa nýst vel í Afiríku. Mest verđ fćst fyrir umslögin í heilu lagi. 

Ţađ er lítiđ fyrir ţví haft ađ leggja ţessu málefni liđ:

Fólk getur sent umslögin sín til 

Sambands íslenskra kristnibođsfélaga  SÍK, Háaleitisbraut 68, 103Rvík 

í stađ ţess ađ henda ţeim.

Halo


Matstofa Samhjálpar

Víđa geta ţeir lagt af mörkum sem vilja styđja gott hjálparstarf. 

Matstofa Samhjálpar  hefur unniđ ađdáunarvert starf undanfarin ár ţó ekki rati umfjöllun um ţađ oft í fjölmiđla. Ţar er Grettistaki lyft alla daga - allt áriđ. Starfsemin er rekin međ styrkjum og sjálfbođavinnu. Bođiđ er upp á eldađan hollan mat á hverjum degi án greiđslu. 

Söfnun stendur yfir til styrktar matstofunni.

Upplýsingar um söfnun Samhjálpar sjá HÉR

 

Leitađ er til landsmanna eftir frjálsu framlagi. Ţeir sem gefa 2.900 krónur eđa meira, fá ađ gjöf geisladiskinn „Líf“, sem er međ lögum og textum eftir brćđurna Guđna Má Henningsson og Birgi Henningsson en ţeir gáfu alla vinnu viđ gerđ disksins, og ađrir sem komu ađ gerđ hans.

Reikningsnúmer söfnunarinnar er: 101-26-31883, kt. 690104-2880.

Matstofa Samhjálpar er opin alla daga ársins, á virkum dögum kl 10-16 og um helgar kl 11-16. 


Tímaskekkja sem ţarf ađ leiđrétta

Meiri birta - betra líf.    

Nú liggur loksins fyrir Alţingi tillaga um ađ breyta klukkunni á Íslandi. Ţađ er í raun furđulegt ađ ekki hafi veriđ fyrir löngu gerđ ţessi breyting til heilsubótar fyrir almenning. Kannski er ţađ vegna ţess ađ unglingar hafa ekki atkvćđisrétt.

Tímaskekkjan er ein klukkustund sem viđ Íslendingar erum á undan okkur sjálfum ;)

Rannsóknir hafa sýnt ađ líkamsklukkan fylgir gangi sólar. Heilsufarsrannsóknir hafa einnig sýnt ađ ungmenni eru viđkvćmust fyrir áhrifum ţess ađ klukkan okkar er í ósamrćmi viđ líkamsklukkuna.   

 

Mjög margir verđa orkuminni í mesta skammdeginu. Sjálf er ég ein ađ ţessu fólki sem myrkriđ tekur sinn toll af. Meira átak ţarf til ađ framkvćma ţađ sem mađur gerir "međ annarri hendi" á öđrum árstímum. Ómeđvitađ fer mađur sér eitthvađ hćgar og hefur fćrri járn í eldinum á međan ţetta mesta sólarleysi gengur yfir.   

Eftir ađ hafa búiđ erlendis um árabil og flutt tilbaka heim í skammdegiđ finnur mađur enn betur hverju ţetta breytir.  Ađ fara af stađ út í starfsdaginn í björtu er einfaldlega betra líf  Wink


mbl.is Vilja seinka klukkunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tilfinningaklám til sölu

hjálparsamtökSumir fjölmiđlar berjast fyrir lífi sínu ţessi misserin eins og mörg önnur fyrirtćki sem enn eru í rekstri ţrátt fyrir erfitt árferđi.

Í auknum mćli er beinlínis "gert út á" tilfinningaklám á fjölmiđlamarkađnum. Og ţađ selst! 

Viđkvćmni ku aukast međ aldrinum hjá flestu hugsandi fólki.

Mér líkar ekki ađ sjá myndir af fólki sem bíđur í biđröđum hjálparstofnana eftir mat eđa öđrum nauđsynjum. Ţessar óviđurkvćmilegu ađstćđur eru öllum vorkunn ađ ţurfa ađ standa í.

Mér líkar ekki heldur ađ sjá myndbirtingar af slysstađ ţar sem jafnvel má ţekkja bílflak eđa annađ sem tengir viđburđinn tilteknum einstaklingi jafnvel áđur en ađstandendur hafa náđ ađ fregna af heilsufari viđkomandi.

Á vesturlöndum snýst fátćkt yfirleitt um ađ upplifa skort í samanburđi viđ ađra.

Á Íslandi höfum viđ ekki betra velferđarsamfélag um ţessar mundir en svo ţrátt fyrir vinstrisinnađa ríkisstjórn..., ađ fjöldinn allur af fólki er bíđandi í röđum hjálparstofnana í hverri viku!  Myndir sem birtast í fjölmiđlum eru venjulega teknar í bakiđ á ţessu fólki. Ţađ er úlpuklćtt og norpar í kuldanum međ hettu eđa húfu niđur í augum. Ţarf frekara táknmál til ađ ljósmyndarar fjölmiđla átti sig á ađ ţetta fólk VILL ekki láta taka mynd af sér í ţessum ađstćđum sem eru niđurlćgjandi fyrir fólkiđ sjálft og ađstandendur ţess.

Ef ritstjórnarstefna hvers fjölmiđils hefur ekki sett sínu fólki "vinnureglu" í ţessum efnum, ţá ćttu vel menntađir fréttamenn ađ geta sagt sér annađ eins og ţetta, bara einir og sjálfir. Og ljósmyndarar líka.

Ţađ er hćgt ađ segja frá umkomuleysi og óförum fólks, án myndbirtingar.

 


mbl.is Matur í poka eđa fjárstyrkur ?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lúpínan: Skógrćkt ríkisins leggst eindregiđ gegn bođađri útrýmingarherferđ

Skógrćkt ríkisins hefur sent umhverfisráđherra greinargerđ, ţar sem eindregiđ er lagst gegn bođađri útrýmingarherferđ gegn lúpínunni. 

Jón Loftsson skógrćktarstjóri: "Viđ höfnum ţessu öllu saman á ţeim grunni sem ţađ er sett fram á. [...] Grunnurinn ađ ţessum tillögum er sá ađ líffrćđilegri fjölbreytni stafi hćtta af lúpínunni. Viđ teljum ţađ alrangt. Viđ teljum ađ gera ţurfi miklu ítarlegri úttekt og rannsóknir á lúpínunni, áđur en menn fara af stađ í einhverja herferđ, ég tala nú ekki um einhvern eiturefnahernađ, gegn henni. Fullyrt er ađ hún vađi yfir gróiđ land. Hvar gerir hún ţađ? Ţađ eru ekki til neinar rannsóknir, sem byggja má á hvort og ţá hvar hún er ađ gera skađa."

Mín tilfinning er sú ađ viđ Íslendingar séum nokkuđ gjörn á afdráttarleysi. Međ eđa á móti, svart eđa hvítt skal ţađ vera og helst ekkert ţar á milli. Viđ höfum ekki tíma fyrir umrćđu og kynningarstarfsemi til almennings byggđa á rannsóknum. Enda höfum viđ ekki heldur tíma til ađ rannsaka! Ţetta hefur sýnt sig í fleiri málefnum en ţegar vinkona mín Lúpínan á í hlut..., ég nefni sem dćmi ESB!

Ég vil benda lesendum á vandađa grein Ólafs Stephensen (ef ţiđ hafiđ misst af henni) sem hann birti fyrir nokkru, "Bótanískt útlendingahatur".   Greinin fylgir hér:

Sömuleiđis hefur bloggvinur minn og leshringsfélagi Ágúst H. Bjarnason skrifađ mjög athyglisverđa umfjöllun á bloggsíđu sinni um Lúpínuna (sjá hér og hér). 


Gallabuxur og háir hćlar

klórađar gallabuxur"Klórađar" gallabuxur er ţađ sem koma skal í sumartískunni 2010!

Gallabuxur taka miklum breytingum á hverju ári. Ekki bara sniđin sem eru heilmikil stúdía heldur líka efnin sjálf og međhöndlun ţeirra.

Ef ég lít nokkur ár tilbaka man ég eftir ađ gallabuxur hafi veriđ: venjulegar dökkbláar, ljósbláar, ţvegnar og aflitađar, steinţvegnar, rifnar, götóttar, tjásađar, litađar í öllum regnbogans litum og nú ţađ nýjasta, KLÓRAĐAR. Ţá er bókstaflega búiđ ađ klóra efniđ međ einhverskonar skröpunarađferđ til ađ tćta ţađ upp og gera ţađ  nýtískulegt. GrinTounge

Lífsglađa tíska söng Shady Owens fyrir langalöngu. Tískan er lífsglöđ, hugmyndarík og í sífelldri endurnýjun. Oft er hún listrćn sköpun sem er uppspretta tilbreytingar og gleđi fyrir ţá sem fylgjast međ henni.

valentino-s2010-shoesSumariđ 2010Sumum finnst tískan fara í hringi. Ţađ er nokkuđ til í ţví en ţađ á ekki síst vđ um skótískuna. Ţykkir botnar og MJÖG háir ţykkir hćlar var í tísku ţegar ég var í menntaskóla. Síđan eru liđin ... hmm nokkur ár ;) og nú er ţar aftur komiđ ţađ sama - sem nýjasta nýtt í skótíksu sumarsins.

Sumir skór virđast vera hannađir til ađ HORFA á ţá. Ég hef oft gaman ađ ţví ađ skođa ţessi frumlegu skúlptúrverk tískuhönnuđa.

Annarskonar skór eru svo gerđir til ađ ganga í ţeim. Cool


Nćsta síđa »

Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband