Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Bloggar

The Cuckoo´s Calling

Alltaf er gaman ađ fylgjast međ bókaútgáfu, ekki síst ţegar nýir áhugaverđir höfundar birtast. Eitthvađ nýtt er sífellt ađ gerast.

Fyrsta verk höfundar er oft skrifađ af ástríđu, eldmóđ og ţrá. Ekki endilega ţrá eftir frćgđ og frama, heldur er oft um einskonar persónulega opinberun ađ rćđa. Bókin hefur oftar en ekki orđiđ til međ einstaklingnum á löngum tíma og orđiđ til af ţörfinni fyrir ađ skapa og tjá sig.

Nýútkomin skáldsaga „The Cuckoo´s Calling“ hjá Little Brown bókaforlaginu í Bretlandi vekur athygli lesenda um ţessar mundir og sker sig úr á ýmsan hátt. Little Brown er virt bókaforlag og ţekkt fyrir margt annađ en ađ gefa út byrjendaverk. Robert Galbraith er sagđur höfundur bókarinnar.

Ţađ vakti athygli lesenda ađ bókin bar ekki međ sér byrjendabrag sem menn ţykjast oftast merkja. Getgátur fóru fljótt á kreik um hver ţessi Galbraith vćri í raun, ţví ekki steig hann fram í eigin persónu. Sumir höfundar kjósa ađ gera ţađ ekki, ţví vissulega er ţađ berskjöldun ţegar fyrsta listaverk er komiđ fyrir almannasjónir.

Betri viđtökur í gervi karlmanns?

Í ljós kom ađ höfundurinn var kona, reyndur barnabókahöfundur, engin önnur en J.K.Rowling sem skrifađi bćkurnar um Harry Potter. Hún vildi láta lesendur meta ţetta nýja verk sitt sem er skrifađ fyrir fullorđna, án tengingar viđ barnabćkurnar.

Ţađ virđist athyglisvert ađ Rowling valdi karlkyns sjálfsmynd fyrir dulnefni nýju bókarinnar.

Mér varđ hugsađ til kvenrithöfunda á nítjándu öld og í byrjun ţeirrar tuttugustu, sem gáfu bókum sínum karlkyns höfundanöfn, til ţess í fyrsta lagi ađ fá ţćr útgefnar og í öđru lagi, til ađ ţćr seldust. Sumar völdu ţćr svo ađ skrifa undir sínu rétta nafni ţegar ţćr höfđu öđlast viđurkenningu. Ţađ er ekki lengra síđan, ađ ritvöllur skáldsagna var vettvangur karlmanna.    

Frćgasti samtímahöfundur kvenkyns og söluhćsti rithöfundur allra tíma, velur sömu leiđ og konur völdu fyrir hálfri annarri öld, til ađ láta heiminn meta ţetta nýja verk sitt ađ verđleikum.

Margir rithöfundar hefja feril sinn sem barnabókahöfundar. Í augnablikinu dettur mér í hug Isabel Allende, Herman Koch, Yrsa Sigurđardóttir.

Ţađ eru gömul sannindi og ný ađ barnabókarhöfundar eiga oft í miklum vandrćđum međ ađ öđlast viđurkenningu í flokki fullorđinna.

J K Rowling tengja allir viđ Harry Potter bćkurnar og hafa ţví fyrirfram mótađa skođun á skrifum hennar. Mér fannst skemmtilegt ađ Rowling skyldi velja ţessa leiđ á nýjum ritvelli. Ţađ er gaman ađ ţví líka ađ sannleikurinn skyldi koma svo fljótt í ljós.

J K Rowling er ađ sanna sig enn á ný sem sterkur rithöfundur. Í framhaldinu verđur virkilega áhugavert ađ fylgjast međ verkum hennar. Little Brown hefur bođađ útkomu nćstu bókar frá henni, nćsta sumar.      


 

the-cuckoo_s-calling.jpg

.

.

Fyrir ţá sem ekki ţekkja feril höfundarins J K Rowling lćt ég fylgja til gamans fyrirlestur sem hún flutti áriđ 2008 fyrir útskriftarnemendur hjá Harward:

http://www.youtube.com/watch?v=wHGqp8lz36c


Herman Koch og Sumarhús međ sundlaug

Sumarhus_Herman KochFyrir nokkru skrifađi ég hér á blogginu um Herman Koch, hollenskan rithöfund sem ratađi á fjörur mínar fyrir nokkrum misserum síđan.  

Ég var núna ađ lesa Sumarhús međ sundlaug.

Mig langađi til ađ lesa ţessa bók af ţví höfundurinn er góđur og hann er einn af ţessum "miskunnarlausu" nútímahöfundum sem hristir duglega upp í lesandanum međ óhefđbundnum íhugunarefnum sínum. 

Ég las hana frá byrjun til enda í einni lotu án ţess ađ leggja hana frá mér.

Hann veltir ţarna upp ekki óskyldu ţema og í fyrri bókinni Kvöldverđurinn, en ţessar tvćr bćkur eru sjálfstćđ verk.

Hann gagnrýnir smáborgarahátt okkar vesturlandabúa og bendir á ađ ekki er allt sem sýnist. Stundum er líf fólks slétt og fellt á yfirborđinu - en bara á yfirborđinu. 

"Góđborgarar" samfélagsins eru ekki endilega allir svo góđir borgarar sem halda mćtti. Hann persónugerir tvískinnungsháttinn međ sjálfum sögumanninum sem er heimilislćknir. Međ innsýn í hugarheim hans er ekki horft inn í neina stásstofu. Mađurinn er flókinn persónuleiki, siđblindur, ofur stjórnsamur og á flestan hátt andstyggilega ţenkjandi einstaklingur. 

Ţessi bók er mjög vel skrifuđ, sannfćrandi og eftirminnileg,  en vissulega ógeđfelld á sinn hátt eins og viđ mátti búast.

Herman Koch er alltaf fyndinn ţó svartur húmor sé. Kafla í bókinni má líkja viđ góđan íronískan farsa, en ţar finnst mér höfundur óborganlegur ţar sem hann fjallar um og kryfur til mergjar ţá breytingu á hegđun sem áfengisneysla kallar fram hjá "mikilsvirtum" stútungskörlum í strandpartýi á sumarleyfisstađ.  

Umfjöllun útgefanda fylgir hér:


Herman Koch og Kvöldverđurinn

hermankoch

Mig langar til ađ fjalla stuttlega um hollenska rithöfundinn Herman Koch. Hann er sannarlega einn sá athyglisverđasti sem rekiđ hefur á mínar fjörur allra síđustu misserin.

Herman Koch var fćddur í Arnhem áriđ 1953.

Frumraun hans í bókmenntum kom út áriđ 1985. Ţađ var sögusafn sem kallast 'De voorbijganger' (Vegfarandinn).

Fjórum árum síđar gaf hann út "Red ons, Maria Montinelli" (Frelsa oss, Maria Montinelli).  Sagan var byggđ á reynslu hans af skólagöngu í Amsterdam. Bókin varđ geysivinsćl.

Áriđ 2009 kom út sú einstaka saga sem ég ćtla ađ fjalla um hér, Kvöldverđurinn. Ţessi bók gerđi Herman Koch ađ einum helsta metsöluhöfundi Evrópu.

 

 

Kvöldverđurinn_Herman Koch

Kvöldverđurinn.

Hvađ myndum viđ ganga langt til verja börnin okkar?

 

Sagan hefst međ drykk og dökkum húmor.

Paul Lohman er atvinnulaus kennari, bróđir hans Serge sem er í kosningabaráttu,stefnir á ađ verđa nćsti forsćtisráđherra Hollands. Brćđurnir og eiginkonur ţeirra, Claire og Babette eru mćtt til ađ borđa saman kvöldverđ á glćsilegum veitingastađ.

Ţau spjalla um kvikmyndir, sumarleyfi.. á yfirborđinu virđist allt slétt og fellt. En mikiđ hvílir á ţeim. Sameiginlegar áhyggjur af 15 ára gömlum sonum beggja hjónanna. Ţeir hafa framiđ hrćđilegan glćp sem skekur samfélagiđ. Vođaverkiđ náđist á myndband öryggismyndavélar og er sýnt í kvöldfréttunum. Ađeins foreldrarnir vita hverjir hinir seku eru – enn sem komiđ er.

Eiga ţau ađ horfast í augu viđ vođaverkiđ, fara ađ lögum um ofbeldi og kalla drengina til ábyrgđar? Eđa eiga ţau ađ vernda synina og orđspor fjölskyldunnar hvađ sem ţađ kostar?

__ _

 

Í formi og framgangi sögunnar fer höfundurinn óvenjulega leiđ. Andstćđur blasa viđ, fallegt veitingahús, glćsileg óađfinnanleg máltíđ annarsvegar og hinsvegar hiđ dökka, vitneskjan um hryllilegan glćp sonanna.

Lífshlaupiđ er ósjálfrátt skođađ eins og verđa vill ţegar fólk stendur frammi fyrir alvarlegum áföllum.

- Ţví er stillt upp međ minningarbrotum, yfir fimm rétta kvöldverđi. Einn réttur af öđrum, fallega fram borinn, međ góđum hléum á milli. Kvöldverđur bíđur, hann kólnar smám saman. En sumir réttir eiga ađ vera kaldir.

Ţessi uppbygging sögunnar er myndrćn og ađgengileg. Nćstum eins og kvikmyndahandrit.

Bókin flokkast ekki sem glćpasaga ţó hún sé saga um glćp. Sagan fjallar um gjald hamingjunnar. Um siđleysi og ţá fyrst og fremst siđleysi međal vel stćđra vesturlandabúa.

Nćrvera stjórnmálamannsins er táknmynd yfirborđsmennsku og sjálfselsku. Hann brosir stöđugt ţegar hann heldur fólk horfa á sig, án ţess ađ brosiđ nái til augnanna.

Sagan er sögđ af hinum bróđurnum, ţeim sem lifir hinu "fullkomna" fjölskyldulífi. Smám saman kemur ţó í ljós ađ hann er ofbeldisfullur, og ţađ hefur valdiđ ţví ađ hann getur ekki lengur sinnt starfi sínu sem sögukennari. 

Allir hafa eitthvađ ađ fela.

 

Rithöfundurinn nánast krefst ţess af lesandanum ađ hann taki afstöđu. Einn kafli í bókinni er ţađ ágengur ađ höfundinum var ráđlagt af ţeim sem hann valdi til ađ lesa handritiđ yfir, áđur en sagan fór í útgáfu, ađ fella kaflann út. Ţađ fullvissađi Herman Koch um ađ kaflinn skyldi vera.

 

Herman Koch1 (1)

Herman Koch er beittur rithöfundur. Hann ýtir viđ lesendum sínum međ áleitnum spurningum um lífstíl nútímafólks á vesturlöndum, ást og fjölskyldu, siđferđi og ábyrgđ.

Höfundurinn lćtur engan ósnortinn. Jafnvel ţeir sem ekki hrífast af satíru lesa hann samt til enda. Sagan er ögrandi og ákaflega dökk.

Einhver orđađi ţađ svo ađ ţessi skáldsaga taki lesandann hálstaki og sleppi ekki.

.


Bókablogg

baekur_1172857.jpg

Kćru lesvinir.

Í maí 2007 stofnađi ég leshring.

Starfsemi hans fór eingöngu fram hér á "Moggablogginu" eins og ţađ var kallađ á ţeim tíma.

Undir fćrsluflokknum "bćkur" hér vinstra megin á síđunni er ađ finna samskipti leshópsins og skrif fólks um ţađ efni sem mannskapurinn kaus ađ taka fyrir sameiginlega á hverjum tíma.

Leshringurinn hefur smám saman hćtt iđju sinni hér á ţessum vettvangi, ţar sem margir af ötulustu ţátttakendum leshringsins hafa flutt sín skrif á önnur vefsvćđi á undanförnum misserum. 

Hópurinn hefur fyrir allnokkru sameinast á ný međ fjölda nýrra félaga á samskiptavefnum Facebook, á lokađri samskiptasíđu. Allir notendur Facebook geta sótt um ađgang ađ hópnum ţar, leitarorđ: "Leshringur".

Alls 175 manns eru nú skráđir í hópinn. 

Marilyn 3


Stórborgin okkar

Til marks um hve viđhorf okkar verđa fyrir áhrifum samhliđa atburđum ýmiskonar og uppákomum, stórum sem smáum í samfélaginu.

Reykjavík í sumar: Russel Crowe, Patti Smith, Anthony Hopkins, Ben Stiller, Tom Cruise, Katie Holmes, Emma Watson, Johnny Depp.

Íbúđargata í Reykjavík fyllist skyndilega af lögreglu. Bílar međ blikkljósum, einkennisklćddir og óeinkennisklćddir lögreglumenn og ţeirra tćknifólk er á hlaupum. Ráđist er ađ byggingu nokkurri til ađ rannsaka hana ađ utan sem innan. Ekkert fum er á fólkinu ţó hratt sé unniđ, fagmannlega er ađ öllu stađiđ. Nágrönnum er sagt ađ halda sig frá gluggum og hafa hćgt um sig um stund.

Hvađ er ţađ sem Reykvíkingi septembermánađar dettur fyrst í hug, og eflaust einhverjum fleirum

- skyldu ţeir vera ađ filma núna??

Enginn slasađist í ađgerđunum lögreglunnar í Skipasundi og ţess vegna var hún brosleg frásögnin af viđkomandi nágranna, sem hélt ađ veriđ vćri ađ gera kvikmynd.

.

memorylane.jpg

Ţađ styttist í RIFF!

Mynd Andra Freys Ríkarđssonar, "Yfir farinn veg" verđur sýnd á hátíđinni.

Ađalhlutverkin leika Ţorsteinn Gunnar Bjarnason og Ţórunn Magnea Magnúsdóttir. 

Myndin er falleg, hjartnćm og vel leikin. Ég mćli međ ađ fólk geri sér ferđ til ađ sjá ţessa sögu á hvíta tjaldinu.

Og margar fleiri góđar á hátíđinni. Dagskrá hátíđarinnar: 

http://www.riff.is/content/yfir-horfinn-veg

Rómarborg.., já hin eina sanna Róm, sú ítalska! ćtlar ađ heiđra okkar íslensku kvikmyndahátíđ í ár međ ţví ađ tileinka RIFF og Íslandi sína kvikmyndahátíđ í október. Sjá nánar hér. 

 Wizard


mbl.is Húsleit vegna amfetamínframleiđslu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Í veislu

Lofthellir

Ađ heimsćkja Lofthelli í Búrfellshrauni í Mývatssveit er sannkölluđ veisla fyrir skynfćrin. Myndrćn upplifun og ćvintýri sem gleymist ekki ţeim sem ţangađ hafa komiđ. Lofthellirinn er 3.500 ára gamall. Stćrđin er 370 metrar á lengd. Hellisopiđ er ekki stórt og ţađ er ţröngt ađ komast niđur í hann. Hellirinn fannst áriđ 1986 eftir ábendingu frá flugmanni.

Af öryggisástćđum fer enginn ţangađ einn:

Lofthellir6

null

null


Framsćkin og málefnaleg

Međfylgjandi erindi flutti Herdís Ţorgeirsdóttir forsetaframbjóđandi 2.júní síđastliđinn viđ opnun kosningamiđstöđvar frambođsins. Margt í skrifum og öđrum málflutningi Herdísar bćđi í kosningabaráttunni sem endranćr, er ađ mínu mati klassík sem ţarf ađ rifja upp og minna á reglulega. Hún er sú sem hefur komiđ fram međ nýjar hugmyndir um aukiđ og betra lýđrćđi. Hún er eini frambjóđandinn, sem skilur eftir sig skýran og tímabćran bođskap úr kosningabaráttunni. Frambođ Herdísar var lang framsćknasta og málefnalegasta frambođiđ.  

 

opnun kosningamiđst

"Kćru vinir,

Í upphafi ţessarar baráttu – lagđi ég áherslu á ađ ég vćri ađ fara fram á eigin verđleikum en ekki sem fulltrúi sterkra peningaafla eđa valdablokka. Ég sagđist myndu treysta á fólkiđ í landinu til ađ styđja ţetta frambođ.

Einhverjir kusu ađ túlka orđ mín ţannig ađ ég vćri ađ fara fram gegn fjármálaöflunum. Frambođ mitt beinist ekki gegn fyrirtćkjum í landinu og ţađ beinist ekki út af fyrir sig gegn fjármálaöflunum – ţađ beinist gegn ţví ađ ţau eigi ađ alfariđ ađ ráđa ţví hverjir eru kjörnir til áhrifa í íslensku samfélagi.

Nú ţegar fjórar vikur eru í kosningar er ljóst ađ forsendur mínar voru réttar. Ţađ er mun meiri ástćđa til mótframbođs gegn valdablokkum en einstaklingum. Alveg óháđ ţeim sem hér eru í kjöri er ljóst ađ leikurinn er ekki ójafn vegna 90 % yfirburđa ţeirra sem skođanakannanir sýna hćsta – heldur vegna ţess ađ valdablokkir sjá sér hag í ţví ađ hampa tveimur frambjóđendum nógu mikiđ til ađ tryggja ţau í sessi í skođanakönnunum sem framkvćmdar eru á vegum ţessara sömu ađila.

Afhverju er ég ađ bjóđa mig fram og fyrir hvađ stend ég? Mannréttindi og lýđrćđi. Finnst mér ţá ekki mikilvćgt ađ setja forsetaembćttinu siđareglur nái ég kjöri. Ţađ er eins og ađ gera samning viđ bókaútgefanda og lćra síđan ađ skrifa af ţví ađ ég held ađ ţađ ţurfi miklu fremur ađ setja siđareglur um ţađ hvernig mađur verđur forseti heldur en hvernig forseti mađur verđur.

Ég hef reyndar komiđ ađ ţví ađ semja leiđbeiningarreglur fyrir Evrópuráđiđ um ţađ hvernig fjölmiđlar eiga ađ haga sér í ađdraganda kosninga til ađ gćta ađ hlutleysi og jafnrćđi vegna ţess ađ kjósendur eiga rétt á ţví áđur en ţeir gera upp hug sinn ađ fá upplýsingar um frambjóđendur. — Kannski ćtti ég ađ ţýđa ţessar leiđbeiningarreglur yfir á íslensku til ađ dreifa á fjölmiđlana.

Veit ađ blađamönnum er vandi á höndum sem og stjórnmálamönnum og jafnvel frambjóđendum – öll virđumst viđ háđ ţví ađ fjársterkir ađilar sjái sér hag í ţví ađ styđja okkur – nema ef vera skyldi ađ fólkiđ í landinu ćtlađi ađ kjósa okkur – en ţá ţarf ţađ líka ađ heyra rödd okkar og til ţess ţurfum viđ ađ komast í fjölmiđla.

Og hver er sú rödd og hvađa framtíđ talar hún fyrir. Framtíđ mannréttinda og lýđrćđis sem segir:

Ég vil ađ litlu stelpurnar sem ég sá á gangstétt í Innri Njarđvík í gćr međ allt ljós heimsins í augunum geti bođiđ sig fram til opinberra starfa ţegar ţar ađ kemur án ţess ađ ţađ kosti mörg hundruđ milljónir;

ađ vinnandi fólk beri ekki stöđugan kvíđboga fyrir framtíđinni af ótta um hvort ţađ haldi vinnu;

ađ fólk geti treyst ţví ađ stjórnmálamenn séu í raun og veru ađ leita lausna og ađ ţeir gefi öđrum tćkifćri til ţess ţegar ţeir hafa setiđ í átta ár;

ađ ţađ sem vísindamenn segi byggi á raunverulegum niđurstöđum rannsókna;

ađ blađamenn séu í raun ađ leita sannleikans ţegar ţeir koma viđ kaunin á einhverjum;

ađ ţeir sem auđgast og verđa ríkir séu ţađ vegna ţess ađ ţeir hafi veriđ duglegir og heiđarlegir.

ađ hinir betur settu í ţjóđfélaginu vilji frekar hjálpa byggđalaginu sínu, leiksskólunum, gamla fólkinu og sjúklingunum heldur en ađ skemmta sér;

ađ hinir ríku verđi ekki svo ríkir og valdamiklir ađ ţeir eigi allt, landiđ, miđin, blađamennina, stjórnmálamennina og skođanir fólksins í samfélaginu;

ađ stjórnmálamenn taki alltaf upp hanskann fyrir ţá sem minna mega sín– og ţoli ekki órétt!

ađ fólk fari vel međ landiđ og uppgötvi á nýjan leik dyggđina – af ţví ađ ţegar höfundar vestrćnnar stjórnskipunar voru ađ hverfa frá kóngum og klíkum – yfir í lýđrćđi lögđu ţeir áherslu á ađ dyggđin er móđir frelsins. Frelsi án dyggđa og ábyrgđar leiđir til andhverfu sinnar – ţar sem frelsiđ tilheyrir örfáum – hinir verđa undir;

ađ sá sem er kjörinn forseti Íslands geti talađ kjark í ţjóđ sem er langţreytt á sérhagsmunagćslu og sjálfhverfu ţeirra sem ráđa í stjórnmálum, viđskiptum og fjölmiđlum;

ađ fólk átti sig á ţví ađ hugrekki er forsenda frelsis; ađ spilling er leiđin til ánauđar og ađ viđ viljum búa í samfélagi ţar sem fólk má hafa hugsjónir án ţess ađ óttast um afkomu sína;

ađ viđ búum í samfélagi ţar sem einstaklingar fá ađ blómstra í stađ ţess ađ litiđ sé á ţá sem tannhjól í vel smurđri vél – slíkt samfélag verđur aldrei ađ neinu.

Viđ vćrum ekki hér í dag nema vegna ţess ađ formćđur okkar og forfeđur – höfđu hugrekki til ađ halda áfram í landi ţar sem lífsbaráttan hefur veriđ hörđ og erfiđleikarnir oft virst óyfirstíganlegir.

Viđ höldum áfram og höfum ađ leiđarljósi ađ almennur skilningur á mannréttindum og varđveisla ţeirra er grundvöllur framtíđar okkar og frelsis".

(Ávarp flutt viđ opnun kosningamiđstöđvar Herdísar ađ Laugavegi 87 – kl. 13.00 laugardaginn, 2. júní).

 

Önnur skrif Herdísar má međal annars nálgast á heimasíđu hennar:  Herdis.is


Veriđ hugrökk

Međfylgjandi grein eftir Herdísi Ţorgeirsdóttur forsetaframbjóđanda birtist á mbl.is á kjördag, 30.júní síđastliđinn. Mig langar til ađ endurbirta hana hér međ góđfúslegu leyfi. Ţessa eftirminnilegu og vönduđu hugvekju til almennings er full ástćđa til ađ ítreka.

 

 

 HŢ 30.júní„Veriđ hugrökk.

Ţessar forsetakosningar eru mikilvćgar. Atkvćđi ţitt getur ráđiđ ţví hvort viđ kveđjum Ísland hruns og forheimskunar; Ísland útrásarvíkinga og vitleysu; ástand ţar sem sumir urđu vellauđugir í bólu, sem viđ flest og börnin okkar verđum ađ greiđa dýru verđi međ sköttum, vöxtum og verđtryggingu.

Viđ stöndum á tímamótum og ţađ er í okkar höndum ađ ákveđa hvernig samfélag viđ viljum endurreisa á rústum hrunsins. Ţađ ţarf hugrekki til ađ segja: Hingađ og ekki lengra. Ţađ ţarf hugrekki til ađ standa gegn ţeim virkjum sem peningaöflin reisa međ ítökum sínum í pólitík og pressu sem síđan hafa jafnvel áhrif á prófessora og ritfćra penna. Skyldi ţví nokkurn undra ađ almenningur sé áttavilltur.

Ekki vera hrćdd.

Valdiđ kann ađ virđast ógnvekjandi. Valdiđ byggist á ótta og ţöggun. Valdiđ treystir ţví ađ enginn ţori ađ andmćla ţeim bođskap sem ţađ lćtur út ganga; á vinnustöđum og í fjölmiđlum. Valdiđ treystir ţví ađ allir dásami ţađ einum rómi og í ţví felst ţađ. Valdiđ hćđir og spottar ţann sem fer gegn ţví en ţađ ţorir ekki ađ horfast í augu viđ hann. Valdiđ er lúmskt og lćvíst og ţađ notar ađrar ađferđir en heiđarleika, heilindi og sannleika ţótt ţađ skreyti sig međ alls konar merkimiđum ţegar á ţarf ađ halda.

Veriđ hugrökk.

Hugrekki er kjarni ţess ađ vera frjáls. Tjáningarfrelsiđ sem er verndađ í flestum stjórnarskrám og öllum alţjóđlegum mannréttindasamningum er frelsiđ til ađ hafa skođun og tjá hana án ótta um afkomu sína.

Valdinu stendur ekki meiri ógn af nokkru en skođanafrelsi sem jafnvel dregur lögmćti ţess í efa. Ţá sendir valdiđ út varđhunda sína og segir urrdan bítt‘ann.

Jafnvel kletturinn Pétur brást lćrimeistara sínum á ögurstundu af ţví ađ hann óttađist hiđ veraldlega vald. Hann afneitađi vináttu sinni viđ Jesú ţrisvar ţá sömu nótt og Jesú var svikinn. Dćmi um ţöggun valdsins.

Hugrekkiđ felst í ţví ađ fylgja samvisku sinni og treysta á ţađ réttlćti sem er jafnvel ofar réttlćti ţessa heims – en sá sem fylgir samvisku sinni og sannfćringu, hann er frjáls í hjarta sínu – um hann flćđir vellíđan líkt og endorfín í líkama hlaupara – hann verđur andlega sterkur á međan ţýlyndiđ framkallar ţunga og slen ţess hvers sál er í fjötrum ótta og ţöggunar.

Viljum viđ vera frjálsir borgarar sem tjáum skođanir okkar án ótta eđa erum viđ ţegnar ţýlyndis, ţrćlar óttans. Ţví fleiri sem fylla fyrri hópinn ţví meiri líkur á ađ kraftmiklir borgarar nái tökum á lýđrćđinu eins og hlauparar sem skara fram úr ţví ţunglamalega hlassi sem valdiđ byggir tilvist sína á.

Kjósum af sannfćringu. Valdiđ er í okkar höndum.“

Herdís Ţorgeirsdóttir.

 


Opnunarhátíđ í dag, hefst kl 13

Laugavegur 87

Velkomin á opnun kosningamiđstöđvar Herdísar -

ađ Laugavegi 87 í dag laugardaginn 2. júní kl. 13.00.

Benedikt Erlingsson leikstjóri er kynnir og hljómsveitin Rjómi (Katla Margrét Ţorgeirsdóttir, Magnús Diđrik Baldursson og Ćvar Sveinsson) leikur nokkur lög. Kristjan Hreinsson fer međ ljóđ og Geir Olafsson syngur.

Fleira skemmtilegt verđur á dagskrá og kaffi á könnunni.

Endilega látiđ sjá ykkur!


Fjölmiđlar eru mikilvćgustu tćki lýđrćđissamfélaga

,,Völd geta veriđ hćttuleg og valdafýsnin er sterk. Sá sem valdiđ hefur gefur ţađ sjaldnast frá sér. Ţađ er margsannađ,“ segir Herdís Ţorgeirsdóttir forsetaframbjóđandi sem segist ekki sitja nema í tvö kjörtímabil sem forseti nái hún kjöri.

,,Í rannsóknarskýrslu Alţingis kemur til dćmis skýrt fram hvernig auđur og völd söfnuđust á fáar hendur og hvernig hinir kjörnu fulltrúar máttu hopa andspćnis peningaöflum sem vildu í auknum mćli hafa áhrif á löggjöf og stefnu stjórnvalda. Ţví fór sem fór en ţá ber ađ spyrja, hvar er ţingrćđiđ og ţar af leiđandi lýđrćđiđ.“

Mćli međ međfylgjandi pistli Herdísar Ţorgeirsdóttur forsetaframbjóđanda

Sjá hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir

Höfundur er bókaormur, leiðsögumaður og verkefnastjóri. 

martahelga@gmail.com

Til að skoða það efni sem viðkemur Leshringnum: skoðið færsluflokkinn "bækur" hér neðarlega vinstramegin á síðunni.

Bloggfærslum sem ekki tengjast Leshringnum er stundum fargað eftir síðasta söludag.  

Ath.: Nafnlausir bloggarar eru ekki velkomnir á síðunni. Álit þeirra sem ekki tjá sig undir eigin nafni er ekki áhugavert. 

Þegar vindar blása byggja sumir skjólvegg en aðrir vindmyllur.

Bćkur

Lesefni í Leshringnum

 • Herman Koch : Kvöldverđurinn
  Bókaspjall 20.feb.2011
 • Mary Ann Schaffer: Bókmennta og kartöflubökufélagiđ
  Bókaspjall 9jan2011
 • Lene Kaaberbol og Agnete Friis: Barniđ í ferđatöskunni
  Bókaspjall 28nóv2010
 • Kajsa Ingemarsson: Sítrónur og saffran
  Bókaspjall 31okt2010
 • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
  Bókaspjall 28.mars
 • Paul Auster : Lokađ herbergi
  bókaspjall 21.febrúar
 • Anne B Radge : Berlínaraspirnar
  Spjalldagur 17.jan
 • Mark Haddon : Furđulegt Háttarlag hunds um nótt
  Bókaspjall 6.desember 2009
 • Sue Monk Kidd : Leyndardómur býflugnanna
  Bókaspjall 8.nóvember 2009
 • Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir
  bókaspjall 24.maí 2009
 • Einar Kárason: Ofsi
  bókaspjall 26.apríl 2009
 • Guđrún Eva Mínervudóttir : Skaparinn
  Bókaspjall 29.mars 2009
 • Auđur Jónsdóttir : Vetrarsól
  Spjalldagur 22.feb 2009
 • Oscar Wilde : Myndin af Dorian Gray
  Spjalldagur 18.janúar 2009
 • Liza Marklund: Lífstíđ
  Spjalldagur 14.desember 2008
 • Jeanette Walls : Glerkastalinn
  Spjalldagur 16.nóvember 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Óreiđa á striga
  spjalldagur 12.október 2008
 • Kristín Marja Baldursdóttir : Karítas án titils
  Spjalldagur 14.sept 2008
 • Yrsa Sigurđardóttir : Aska
  Spjalldagur 17.ágúst 2008
 • Jóhanna Kristjónsdóttir : Arabíukonur
  Spjalldagur 13.júlí 2008
 • Khaled Husseini: Ţúsund bjartar sólir
  Spjalldagur 15.júní 2008
 • Khaled Hosseini: Flugdrekahlauparinn
  spjalldagur 18.maí 2008
 • Hrafn Jökulsson : Ţar sem vegurinn endar
  spjalldagur 13.apríl 2008
 • Jón Kalman Stefánsson : Himnaríki og helvíti
  spjalldagur 9.mars 2008
 • Marina Lewycka: Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku
  spjalldagur 10.febrúar 2008
 • Páll Rúnar Elísson og Bárđur Jónsson: Breiđavíkurdrengur
  spjalldagur 6.janúar 2008
 • Vikas Swarup: Viltu vinna milljarđ
  spjalldagur 25.nóvember 2007
 • Bragi Ólafsson: Sendiherrann
  spjalldagur 4.nóvember 2007
 • Ţorvaldur Ţorsteinsson : Viđ fótskör meistarans
  spjalldagur 30.september 2007
 • Milan Kundera: Lífiđ er annarsstađar
  spjalldagur 16.september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband